Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. desember 2022 11:50 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Brynju Bjarnadóttur, öryrkja, sem býr í leiguíbúð íbúðafélagsins Ölmu. Um mánaðarmótin var henni tilkynnt að leigan verður hækkuð úr 250 í 325 þúsund krónur á mánuði þann 1. febrúar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og sagði það ekki einsdæmi. „Erlend kona setti færslu á Facebook þar sem hún sagði frá sextíu þúsund króna hækkun leigu á 67 fermetra íbúð, sem frá og með febrúar verður 310 þúsund,“ sagði Ásthildur og gagnrýndi hækkanirnar sérstaklega í ljósi gríðarlegs hagnaðar Ölmu íbuðafélags á síðasta ári. Stjórnendur Ölmu hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofu um málið og nú síðast í morgun hafnaði framkvæmdastjóri félagsins viðtali. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi framferði félagsins á þinginu í morgun. „Ég tel að það sé óforsvaranlegt að ganga jafn langt gagnvart fólki eins og gert er í þessu tiltekna dæmi. Og viðbrögð okkar í þessari stöðu hljóta alltaf að vera þau að huga að þeim sem eru í viðkvæmastri stöðu.“ Hann sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því og vísaði meðal annars til þess að til stæði að hækka húsnæðisbætur. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa sagði nauðsynlegt að koma böndum á leigumarkaðinn. „Ef fólk á leigumarkaði missir heimili sín, hvert á það að fara? Eftir hverju er ráðherra að bíða áður en gripið verður til aðgerða til að verja heimilin? Er ráðherra tilbúinn að verja heimilin með því að tryggja með lögum að enginn missi heimilið í því ástandi sem nú er?“ spurði Ásthildur. „Ég krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda fólk gegn þessum gegndarlausu hækkunum og að það sé ekki þegar búið er ríkisstjórninni til háborinnar skammar.“ Bjarni Benediktsson sagði ljóst að ekki væri hægt að þola hvaða framkomu sem er gagnvart leigjendum. Hann bindur þó vonir við að fyrrnefndar aðgerðir og fjölgun félagslegra íbúða muni skila árangri. „En á sama tíma þurfum við að gæta að því að grípa ekki til aðgerða sem verða beinlínis til þess að draga úr framboði á leigumarkaði,“ sagði Bjarni á Alþingi í morgun. Alþingi Fjármál heimilisins Húsnæðismál Leigumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Brynju Bjarnadóttur, öryrkja, sem býr í leiguíbúð íbúðafélagsins Ölmu. Um mánaðarmótin var henni tilkynnt að leigan verður hækkuð úr 250 í 325 þúsund krónur á mánuði þann 1. febrúar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og sagði það ekki einsdæmi. „Erlend kona setti færslu á Facebook þar sem hún sagði frá sextíu þúsund króna hækkun leigu á 67 fermetra íbúð, sem frá og með febrúar verður 310 þúsund,“ sagði Ásthildur og gagnrýndi hækkanirnar sérstaklega í ljósi gríðarlegs hagnaðar Ölmu íbuðafélags á síðasta ári. Stjórnendur Ölmu hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofu um málið og nú síðast í morgun hafnaði framkvæmdastjóri félagsins viðtali. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi framferði félagsins á þinginu í morgun. „Ég tel að það sé óforsvaranlegt að ganga jafn langt gagnvart fólki eins og gert er í þessu tiltekna dæmi. Og viðbrögð okkar í þessari stöðu hljóta alltaf að vera þau að huga að þeim sem eru í viðkvæmastri stöðu.“ Hann sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því og vísaði meðal annars til þess að til stæði að hækka húsnæðisbætur. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa sagði nauðsynlegt að koma böndum á leigumarkaðinn. „Ef fólk á leigumarkaði missir heimili sín, hvert á það að fara? Eftir hverju er ráðherra að bíða áður en gripið verður til aðgerða til að verja heimilin? Er ráðherra tilbúinn að verja heimilin með því að tryggja með lögum að enginn missi heimilið í því ástandi sem nú er?“ spurði Ásthildur. „Ég krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda fólk gegn þessum gegndarlausu hækkunum og að það sé ekki þegar búið er ríkisstjórninni til háborinnar skammar.“ Bjarni Benediktsson sagði ljóst að ekki væri hægt að þola hvaða framkomu sem er gagnvart leigjendum. Hann bindur þó vonir við að fyrrnefndar aðgerðir og fjölgun félagslegra íbúða muni skila árangri. „En á sama tíma þurfum við að gæta að því að grípa ekki til aðgerða sem verða beinlínis til þess að draga úr framboði á leigumarkaði,“ sagði Bjarni á Alþingi í morgun.
Alþingi Fjármál heimilisins Húsnæðismál Leigumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira