Vilja færa glataða frídaga yfir á næsta virka dag Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2022 11:53 Í greinargerð frumvarpsins er vísað til þess að undanfarið hafi verkalýðsfélög viðrað þá hugmynd að aðfangadagur og gamlársdagur verði gerðir að heilum frídögum. Það séu dagar sem fólk verji með fjölskyldu og ástvinum. Vísir/Vilhelm Ef lögbundinn frídag ber upp á laugardegi eða sunnudegi á frídagurinn að færast yfir á næsta virka dag. Þetta gengur nýtt frumvarp þingmanna Pírata út á en með því vilja þeir tryggja að lögbundnir frídagar fari ekki til spillis. Þingmennirnir vilja einnig að aðfangadagur og gamlársdagur verði báðir gerðir að heilum lögbundnum frídögum en samkvæmt lögunum eru þeir dagar einungis frídagar frá klukkan eitt. Í greinargerð frumvarpsins er vísað til þess að undanfarið hafi verkalýðsfélög viðrað þá hugmynd að aðfangadagur og gamlársdagur verði gerðir að heilum frídögum. Enda líti flestir á þessa tvo daga sem helgidaga sem einkum séu tileinkaðir fjölskyldunni og samveru með ástvinum. Umræðan um að frídagar sem lendi á helgi skuli færðir til næsta virka dags hafi staðið enn lengur yfir og frumvarpinu sé ætlað að bæta úr hvoru tveggja. Jólin í ár eru þau allra verstu fyrir hinn svokallaða launaþræl, sé litið til frídaga en aðeins einn slíkur fellur til. Þetta eru sannkölluð „Atvinnurekendajól“. Aðfangadagur ber að þessu sinni upp á laugardag og gamlársdagur sömuleiðis. Verði frumvarp Pírata að lögum myndi fríið vegna aðfangadags og jóladags færast á þriðjudag og miðvikudag milli jóla og nýárs. Frí vegna gamlársdags og nýársdags myndu færast yfir á mánudag og þriðjudag. „Jólin eru hátíð sem fólk ver með fjölskyldu og ástvinum sínum. Hátíðina ber upp í svartasta skammdeginu þegar fólki veitir ekki af upplyftingu. Trygging ákveðins fjölda lögbundinna frídaga óháð ártali yrði mikil lífsgæðaaukning. Rannsóknir hafa sýnt að stytting vinnuvikunnar hefur gefist afar vel, ánægja starfsfólks er mikil og afköst í samræmi við það. Sú breyting sem lögð er til í frumvarpi þessu er því til samræmis við þá þróun sem verið hefur á undanförnum árum. Telja flutningsmenn þessa frumvarps því að breytingarnar yrðu til hagsbóta bæði fyrir launþega og atvinnurekendur,“ segir í greinargerð frumvarps Pírata. Flutningsmenn frumvarpsins eru þau Björn Leví Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Gísli Rafn Ólafsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Inga Sæland, Jakob Frímann Magnússon, Lenya Rún Taha Karim, Tómas A. Tómasson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. https://t.co/kTpHc2f6z9Ef frídag ber upp á laugardag eða sunnudag skal frídagurinn færast á næsta virkan dag á eftir sem ekki er frídagur.— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) December 8, 2022 Píratar Alþingi Jól Kjaramál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Þingmennirnir vilja einnig að aðfangadagur og gamlársdagur verði báðir gerðir að heilum lögbundnum frídögum en samkvæmt lögunum eru þeir dagar einungis frídagar frá klukkan eitt. Í greinargerð frumvarpsins er vísað til þess að undanfarið hafi verkalýðsfélög viðrað þá hugmynd að aðfangadagur og gamlársdagur verði gerðir að heilum frídögum. Enda líti flestir á þessa tvo daga sem helgidaga sem einkum séu tileinkaðir fjölskyldunni og samveru með ástvinum. Umræðan um að frídagar sem lendi á helgi skuli færðir til næsta virka dags hafi staðið enn lengur yfir og frumvarpinu sé ætlað að bæta úr hvoru tveggja. Jólin í ár eru þau allra verstu fyrir hinn svokallaða launaþræl, sé litið til frídaga en aðeins einn slíkur fellur til. Þetta eru sannkölluð „Atvinnurekendajól“. Aðfangadagur ber að þessu sinni upp á laugardag og gamlársdagur sömuleiðis. Verði frumvarp Pírata að lögum myndi fríið vegna aðfangadags og jóladags færast á þriðjudag og miðvikudag milli jóla og nýárs. Frí vegna gamlársdags og nýársdags myndu færast yfir á mánudag og þriðjudag. „Jólin eru hátíð sem fólk ver með fjölskyldu og ástvinum sínum. Hátíðina ber upp í svartasta skammdeginu þegar fólki veitir ekki af upplyftingu. Trygging ákveðins fjölda lögbundinna frídaga óháð ártali yrði mikil lífsgæðaaukning. Rannsóknir hafa sýnt að stytting vinnuvikunnar hefur gefist afar vel, ánægja starfsfólks er mikil og afköst í samræmi við það. Sú breyting sem lögð er til í frumvarpi þessu er því til samræmis við þá þróun sem verið hefur á undanförnum árum. Telja flutningsmenn þessa frumvarps því að breytingarnar yrðu til hagsbóta bæði fyrir launþega og atvinnurekendur,“ segir í greinargerð frumvarps Pírata. Flutningsmenn frumvarpsins eru þau Björn Leví Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Gísli Rafn Ólafsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Inga Sæland, Jakob Frímann Magnússon, Lenya Rún Taha Karim, Tómas A. Tómasson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. https://t.co/kTpHc2f6z9Ef frídag ber upp á laugardag eða sunnudag skal frídagurinn færast á næsta virkan dag á eftir sem ekki er frídagur.— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) December 8, 2022
Píratar Alþingi Jól Kjaramál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira