Hugleiðing um Kristna trú og menningu Árni Már Jensson skrifar 8. desember 2022 14:30 Ástarhöfðinginn Jesú var kraftaverkalæknir, viskubrunnur og húmanisti í þátíð, nútíð og framtíð. Hann kennir, að Guð elskar allt fólk og leggur áherslu á að kærleikurinn sé skilyrðislaus og að hann eigi að vera fyrirmynd um hvernig við komum fram hvert við annað. Í guðspjöllunum talar Jesú oft um mikilvægi þess að elska náungann og jafnvel óvini okkar. Hann leggur áherslu á gildi samúðar og fyrirgefningar. Hann kennir að við eigum að leitast við að koma fram við aðra af góðvild, skilningi og virðingu og vera fús til að leggja okkur fram um að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi og að það sé lykillinn að siðferðilegu og fullnægjandi lífi. Gullna reglan er þannig meginstoð kristinnar siðfræði. Hana er að finna í Matteusarguðspjalli og er úr fjallræðu Jesú Krists og hljóðar: „Allt sem þér viljið að aðrir geri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Þessi boðskapur kærleika og samúðar er miðlægur í kenningum Jesú og grundvallaratriði í boðskap hans um mannúð. Í guðspjöllunum mælir Jesús gegn óréttlæti og hræsni og hann talar stöðugt fyrir fátækum, sjúkum, jaðarsettum og kúguðum. Svona útskýrði Jesú Guðsríki fyrir faríseunum: Hann sagði: „Guðsríki kemur ekki þannig að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðsríki er innra með yður.“ Þarna vísaði Jesú til þess einfalda sannleika að Guð sé andi skilyrðislauss kærleika sem býr innra með manninum, jafnt sem ytra, og honum því eðlislægt að gangast við og svara. Hann var að leiðbeina fræðimönnunum, svolítið eins og litlum börnum, að flækja hlutina ekki um of og leita ekki langt yfir skammt. Að gagnvirk hringrás Guðs væri innra með þeim frá þeirri stundu sem þeir meðtækju hana og iðkuðu. Frá þeirri stundu sem þeir meðtækju að vera í Guði - yrði Guð í þeim. En þeir skildu hann ekki. Andhverfur kærleikans; sjálfhverfan, hrokinn og hræsnin byrgðu þeim sýn á inntak orða Jesú að einum þeirra undanskildum, Nikodemusi. Kristni hefur haft jákvæð og mótandi áhrif á marga þætti mannkynssögunnar. Kristnin hefur lagt grunn að siðferðilegum meginreglum sem hafa mótað einstaklinga, réttarkerfi og samfélög. Kristnin elur hugmyndina um kærleik í garð allra og hvetur fólk til að hugsa um aðra af meiri samúð. Kristnin hefur lagt áherslu á mikilvægi iðrunar og endurlausnar og skapað lausn fyrir einstaklinga og samfélög að leita fyrirgefningar og bæta fyrir mistök sín. Kristnin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þróun margvíslegrar menningar, s.s. bókmennta, sögu, tónlista og myndlista og hefur verið innblástur í mörg af stórfenglegustu listaverkum mannkynssögunnar. Kristnin er að grunni til hugmyndafræðin að velferðar og heilbrigðiskerfi vesturlanda og þeim samfélags jöfnuði sem miðar að jöfnum tækifærum allra. Kristin hugmyndafræði hefur alið af sér víðtækari starfsemi hjálparsamtaka en nokkur önnur dæmi eru um. Kristnin hefur stuðlað að vexti og útbreiðslu menntunar og hvatt til akademískrar þekkingaröflunar. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig kristin hugmyndafræði hefur auðgað mannkynið og mótað samfélögin og vert að hafa í huga að framangreind upptalning er síður en svo tæmandi. Jesú var heilagur en yfir honum bjó engin helgislepja. Auk viskunnar bjó hann yfir ríkri kímnigáfu og átti það til að mæla af dulúð eins og fyrir komandi kynslóðir að brjóta heilann um inntak orða sínna. Við tvíburabróðirinn Tómas sagði hann t.a.m. eftirfarandi: „Nú hefur einhver leit. Megi hinn sami halda leit sinni áfram þar til hann finnur. Í þeirri andrá mun hann sundla en gagntekinn hrifningu mun hann sigrast á örvæntingu andartaksins og ríkja yfir öllu.“ Hvað átti Jesú við? Höfundur er áhugamaður um bætt samfélag og betra líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ástarhöfðinginn Jesú var kraftaverkalæknir, viskubrunnur og húmanisti í þátíð, nútíð og framtíð. Hann kennir, að Guð elskar allt fólk og leggur áherslu á að kærleikurinn sé skilyrðislaus og að hann eigi að vera fyrirmynd um hvernig við komum fram hvert við annað. Í guðspjöllunum talar Jesú oft um mikilvægi þess að elska náungann og jafnvel óvini okkar. Hann leggur áherslu á gildi samúðar og fyrirgefningar. Hann kennir að við eigum að leitast við að koma fram við aðra af góðvild, skilningi og virðingu og vera fús til að leggja okkur fram um að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi og að það sé lykillinn að siðferðilegu og fullnægjandi lífi. Gullna reglan er þannig meginstoð kristinnar siðfræði. Hana er að finna í Matteusarguðspjalli og er úr fjallræðu Jesú Krists og hljóðar: „Allt sem þér viljið að aðrir geri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Þessi boðskapur kærleika og samúðar er miðlægur í kenningum Jesú og grundvallaratriði í boðskap hans um mannúð. Í guðspjöllunum mælir Jesús gegn óréttlæti og hræsni og hann talar stöðugt fyrir fátækum, sjúkum, jaðarsettum og kúguðum. Svona útskýrði Jesú Guðsríki fyrir faríseunum: Hann sagði: „Guðsríki kemur ekki þannig að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðsríki er innra með yður.“ Þarna vísaði Jesú til þess einfalda sannleika að Guð sé andi skilyrðislauss kærleika sem býr innra með manninum, jafnt sem ytra, og honum því eðlislægt að gangast við og svara. Hann var að leiðbeina fræðimönnunum, svolítið eins og litlum börnum, að flækja hlutina ekki um of og leita ekki langt yfir skammt. Að gagnvirk hringrás Guðs væri innra með þeim frá þeirri stundu sem þeir meðtækju hana og iðkuðu. Frá þeirri stundu sem þeir meðtækju að vera í Guði - yrði Guð í þeim. En þeir skildu hann ekki. Andhverfur kærleikans; sjálfhverfan, hrokinn og hræsnin byrgðu þeim sýn á inntak orða Jesú að einum þeirra undanskildum, Nikodemusi. Kristni hefur haft jákvæð og mótandi áhrif á marga þætti mannkynssögunnar. Kristnin hefur lagt grunn að siðferðilegum meginreglum sem hafa mótað einstaklinga, réttarkerfi og samfélög. Kristnin elur hugmyndina um kærleik í garð allra og hvetur fólk til að hugsa um aðra af meiri samúð. Kristnin hefur lagt áherslu á mikilvægi iðrunar og endurlausnar og skapað lausn fyrir einstaklinga og samfélög að leita fyrirgefningar og bæta fyrir mistök sín. Kristnin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þróun margvíslegrar menningar, s.s. bókmennta, sögu, tónlista og myndlista og hefur verið innblástur í mörg af stórfenglegustu listaverkum mannkynssögunnar. Kristnin er að grunni til hugmyndafræðin að velferðar og heilbrigðiskerfi vesturlanda og þeim samfélags jöfnuði sem miðar að jöfnum tækifærum allra. Kristin hugmyndafræði hefur alið af sér víðtækari starfsemi hjálparsamtaka en nokkur önnur dæmi eru um. Kristnin hefur stuðlað að vexti og útbreiðslu menntunar og hvatt til akademískrar þekkingaröflunar. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig kristin hugmyndafræði hefur auðgað mannkynið og mótað samfélögin og vert að hafa í huga að framangreind upptalning er síður en svo tæmandi. Jesú var heilagur en yfir honum bjó engin helgislepja. Auk viskunnar bjó hann yfir ríkri kímnigáfu og átti það til að mæla af dulúð eins og fyrir komandi kynslóðir að brjóta heilann um inntak orða sínna. Við tvíburabróðirinn Tómas sagði hann t.a.m. eftirfarandi: „Nú hefur einhver leit. Megi hinn sami halda leit sinni áfram þar til hann finnur. Í þeirri andrá mun hann sundla en gagntekinn hrifningu mun hann sigrast á örvæntingu andartaksins og ríkja yfir öllu.“ Hvað átti Jesú við? Höfundur er áhugamaður um bætt samfélag og betra líf.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun