Framtíð hinnar meiddu Laviniu: „Ég held að Rúnar sé meiri Klopp en Mourinho“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 13:00 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, og meiddi miðherjinn Lavinia Da Silva. Vísir/Bára Portúgalski miðherjinn Lavinia Da Silva er meidd og spilar ekki næstu mánuði með Njarðvíkurkonum í Subway deild kvenna í körfubolta. Hvað áttu að gera þegar atvinnumaður meiðist í svo langan tíma. Njarðvíkingar eru þekktir fyrir að sýna trygglyndi við sína leikmenn en er það nú það rétta í stöðunni. Subway Körfuboltakvöld ræddi stöðuna og framtíð Laviniu Da Silva. „Lavinia, miðherjinn þinn er meidd í þrjá mánuði. Hvað ætlar þú að gera? Mér finnst þetta vera stór spurning fyrir Njarðvík,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Þú vildir henda Laviniu út þegar Isabella kom inn,“ skaut Ólöf Helga Pálsdóttir á Hörð. „Já hundrað prósent,“ svaraði Hörður. „Myndir þú þá fá nýjan í staðinn,“ spurði þá Ólöf aftur og Hörður játti því. „Ég myndi gefa ungu stelpunum eins og Lovísu [Bylgju Sverrisdóttur] og Kristu [Gló Magnúsdóttur] bara meiri tækifæri,“ sagði Ólöf Helga. Klippa: Á Njarðvík að reka hina meiddu Laviniu? Leikmennirnir voru spurðir þegar Pálína spilaði „Þær fá tækifæri. Þegar ég var í þessu þá var það oft þannig að við leikmennirnir vorum spurðir. Eigum við að taka annan útlending, hvað finnst ykkur og allt svona. Það var bara liðsfundur,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Mér finnst Njarðvíkurliðið hafa góða leikmenn og þær geta orðið meistarar með þetta lið mínus Laviniu. Ég myndi samt alltaf skoða markaðinn og hvað ég get fengið. Alltaf,“ sagði Pálína. Pálína nefndi einn leikmann sérstaklega en það var Julia Demirer frá Póllandi sem spilaði í efstu deild fyrir áratug en snéri til baka í 1. deildina í fyrra þá orðin fertug. „Svoleiðis karakter inn í þetta lið. Göslara sem tekur fráköst og er ógeðslega stór. Ólöf hún vann titilinn fyrir ykkur,“ sagði Pálína en Ólöf var ekki sammála. „Nei hún glataði titlinum fyrir okkur af því að hún var svo léleg,“ sagði Ólöf. Verum bara raunsæ Þau ræddu líka hvort að það væri gott að hafa leikmenn liðsins með í ráðum þegar kemur að ákvörðunum með útlendinga. „Ef manneskjan er meidd á báðum öxlum þá er hún aldrei að fara að vera Lavinia í úrslitakeppninni. verum bara raunsæ. Já auðvitað munu þeir alltaf skipta henni út ef hún er meidd í tvo, þrjá mánuði,“ sagði Pálína. „Ég held að Rúnar sé meiri [Jürgen] Klopp en [Jose] Mourinho. Punkturinn minn er þá sá að hann sé ekki nógu miskunnlaus til að kasta henni út,“ sagði Hörður. Báðar voru þær á því að Lavinia gæti verið áfram í Njarðvík en hafa þær hreinlega efni á því. Veistu hvað þær eru duglegar að safna peningum þarna „Njarðvík! Veistu hvað þær eru duglegar að safna peningum þarna. Njarðvík er ekki að henda einhverjum út,“ sagði Ólöf. „Njarðvíkingar eru loyal og það næstum því bitnar á þeim hvað þeir eru loyal. Það er eitt að vera klár og vera loyal og svo er það líka að vera heimskur og vera loyal,“ sagði Hörður. Það má finna allt spjallið þeirra hér fyrir ofan. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Sjá meira
Hvað áttu að gera þegar atvinnumaður meiðist í svo langan tíma. Njarðvíkingar eru þekktir fyrir að sýna trygglyndi við sína leikmenn en er það nú það rétta í stöðunni. Subway Körfuboltakvöld ræddi stöðuna og framtíð Laviniu Da Silva. „Lavinia, miðherjinn þinn er meidd í þrjá mánuði. Hvað ætlar þú að gera? Mér finnst þetta vera stór spurning fyrir Njarðvík,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Þú vildir henda Laviniu út þegar Isabella kom inn,“ skaut Ólöf Helga Pálsdóttir á Hörð. „Já hundrað prósent,“ svaraði Hörður. „Myndir þú þá fá nýjan í staðinn,“ spurði þá Ólöf aftur og Hörður játti því. „Ég myndi gefa ungu stelpunum eins og Lovísu [Bylgju Sverrisdóttur] og Kristu [Gló Magnúsdóttur] bara meiri tækifæri,“ sagði Ólöf Helga. Klippa: Á Njarðvík að reka hina meiddu Laviniu? Leikmennirnir voru spurðir þegar Pálína spilaði „Þær fá tækifæri. Þegar ég var í þessu þá var það oft þannig að við leikmennirnir vorum spurðir. Eigum við að taka annan útlending, hvað finnst ykkur og allt svona. Það var bara liðsfundur,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Mér finnst Njarðvíkurliðið hafa góða leikmenn og þær geta orðið meistarar með þetta lið mínus Laviniu. Ég myndi samt alltaf skoða markaðinn og hvað ég get fengið. Alltaf,“ sagði Pálína. Pálína nefndi einn leikmann sérstaklega en það var Julia Demirer frá Póllandi sem spilaði í efstu deild fyrir áratug en snéri til baka í 1. deildina í fyrra þá orðin fertug. „Svoleiðis karakter inn í þetta lið. Göslara sem tekur fráköst og er ógeðslega stór. Ólöf hún vann titilinn fyrir ykkur,“ sagði Pálína en Ólöf var ekki sammála. „Nei hún glataði titlinum fyrir okkur af því að hún var svo léleg,“ sagði Ólöf. Verum bara raunsæ Þau ræddu líka hvort að það væri gott að hafa leikmenn liðsins með í ráðum þegar kemur að ákvörðunum með útlendinga. „Ef manneskjan er meidd á báðum öxlum þá er hún aldrei að fara að vera Lavinia í úrslitakeppninni. verum bara raunsæ. Já auðvitað munu þeir alltaf skipta henni út ef hún er meidd í tvo, þrjá mánuði,“ sagði Pálína. „Ég held að Rúnar sé meiri [Jürgen] Klopp en [Jose] Mourinho. Punkturinn minn er þá sá að hann sé ekki nógu miskunnlaus til að kasta henni út,“ sagði Hörður. Báðar voru þær á því að Lavinia gæti verið áfram í Njarðvík en hafa þær hreinlega efni á því. Veistu hvað þær eru duglegar að safna peningum þarna „Njarðvík! Veistu hvað þær eru duglegar að safna peningum þarna. Njarðvík er ekki að henda einhverjum út,“ sagði Ólöf. „Njarðvíkingar eru loyal og það næstum því bitnar á þeim hvað þeir eru loyal. Það er eitt að vera klár og vera loyal og svo er það líka að vera heimskur og vera loyal,“ sagði Hörður. Það má finna allt spjallið þeirra hér fyrir ofan.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Sjá meira