Geggjað jólaskreytt 45 metra mastur á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. desember 2022 21:04 Ef einhvers staðar er hægt að tala um risa jólaskreytingu í ár, þá er það á Hvolsvelli því þar er búið að setja jólaseríur upp í fjörutíu og fimm metra hæð á símamastri, sem þar stendur. Rúmlega kílómetri af blikkandi seríum er á mastrinu. íbúar á Hvolsvelli segjast vera komnir með sinn eigin „Efelturn“ og hann er meira að segja jólaskreyttur. Mastrið er frá Mílu og fékkst leyfi hjá fyrirtækinu að skreyta það en ýmsir aðilar komu að verkinu, ekki síst félagar í björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli. „Við héldum að þetta væri óframkvæmanlegt en annað kom í ljós. Það er náttúrulega ungt fólk í sveitinni, sem er ekki lofthrædd og þau klifruðu þarna upp og settu upp allar sínar tryggingar og svo héngu þau eða dingluðu í spottum í fjóra daga á meðan þau voru að skreyta, enda voru þau með harðsperrur á hinum ýmsu stöðum á eftir,“ segir Þorsteinn Jónsson, gjaldkeri hjá Dagrenningu. Mastrið sést úr öllum áttum og vekur mikla athygli allra, sem berja það augum, enda einskonar bæjartákn á Hvolsvelli. „Mastrið er 45 metrar og ég held að það hafi farið hundrað tólf metra seríur, eða 1,2 kílómetra af ljósum,“ bætir Þorsteinn við. Mastrið er 45 metra hátt og sést mjög víða með sínar blikkandi jólaseríur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er með jólamastrið. „Já, það á athyglina skilið og sérstaklega björgunarsveitin fyrir að hanga þarna upp í fjóra daga og gera þetta með stuttum fyrirvara. Mér finnst mastrið fallegt en mér finnst blikkandi seríurnar, þær setja punktinn yfir i-ið,“ segir Þóra Björg Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa í Rangárþingi eystra. Þorsteinn og Þóra Björg eru mjög ánægð með hvernig til tókst með skreytinguna á mastrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Jól Björgunarsveitir Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Fleiri fréttir Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Sjá meira
íbúar á Hvolsvelli segjast vera komnir með sinn eigin „Efelturn“ og hann er meira að segja jólaskreyttur. Mastrið er frá Mílu og fékkst leyfi hjá fyrirtækinu að skreyta það en ýmsir aðilar komu að verkinu, ekki síst félagar í björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli. „Við héldum að þetta væri óframkvæmanlegt en annað kom í ljós. Það er náttúrulega ungt fólk í sveitinni, sem er ekki lofthrædd og þau klifruðu þarna upp og settu upp allar sínar tryggingar og svo héngu þau eða dingluðu í spottum í fjóra daga á meðan þau voru að skreyta, enda voru þau með harðsperrur á hinum ýmsu stöðum á eftir,“ segir Þorsteinn Jónsson, gjaldkeri hjá Dagrenningu. Mastrið sést úr öllum áttum og vekur mikla athygli allra, sem berja það augum, enda einskonar bæjartákn á Hvolsvelli. „Mastrið er 45 metrar og ég held að það hafi farið hundrað tólf metra seríur, eða 1,2 kílómetra af ljósum,“ bætir Þorsteinn við. Mastrið er 45 metra hátt og sést mjög víða með sínar blikkandi jólaseríur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er með jólamastrið. „Já, það á athyglina skilið og sérstaklega björgunarsveitin fyrir að hanga þarna upp í fjóra daga og gera þetta með stuttum fyrirvara. Mér finnst mastrið fallegt en mér finnst blikkandi seríurnar, þær setja punktinn yfir i-ið,“ segir Þóra Björg Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa í Rangárþingi eystra. Þorsteinn og Þóra Björg eru mjög ánægð með hvernig til tókst með skreytinguna á mastrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Jól Björgunarsveitir Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Fleiri fréttir Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög