Tónlist Hildar úr Tár útilokuð frá Óskarnum en annað verk hennar talið líklegt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2022 10:27 Hildur varð fyrsti Íslendingurinn til að hljóta Óskarsverðlaunin þegar hún fór heim með styttuna góðu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. Kevin Winter/Getty Images Útilokað er að tónskáldið Hildur Guðnadóttir verði tilnefnd tvisvar í sama flokknum til Óskarsverðlauna á næsta ári eins og áður var talið mögulegt. Tónlist hennar úr myndinni Tár kemur ekki til greina. Þó er talið er líklegt að Hildur verði tilnefnd fyrir tónlistina í myndinni Women Talking. Variety greindi frá því í gær að tónlist Hildar úr myndinni Tár hafi verið útilokuð frá tilnefningu í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin, flokknum sem Hildur vann árið á Óskarsverðlaunum fyrir árið 2019 fyrir tónlist hennar í myndinni Joker. Ekki nógu frumsamin Samkvæmt heimildum Variety þykir tónlist Hildar úr myndinni ekki vera nógu frumsamin, það er að tónlistinni hafi verið blandað of mikið saman við áður útgefin verk og geti þar með ekki talist gjaldgeng í þessum flokki. Segir jafn framt að útilokunin komi ekki á óvart, þar sem að þessu hafi veri spáð. Ástralska stórleikkonan Cate Blanchett leikur aðalhlutverkið í Tár. Þar leikur hún hlutverk hljómsveitarstjóra sem undirbýr sig fyrir tónleika þar sem tónlist Gustav Mahler og Edward Elgar er í aðalhlutverki. Athygli vekur að ekki er langt síðan Variety birti grein þar sem því var spáð að tónlist Hildar úr myndinni Tár myndi teljast gjaldgeng og að sá möguleiki væri fyrir hendi að Hildur gæti brotið enn eitt blaðið í sögu Óskarsverðlaunanna með því að verða fyrsta konan til að hljóta tvær óskarstilnefningar í flokki frumsamdar kvikmyndatónlistar. Þar kom fram að framleiðandi myndarinnar myndi senda inn tónlist Hildar til tilnefningar til Óskarsverðlauna. Í frétt Variety kemur hins vegar fram, sem fyrr segir, að tónlistardeild bandarísku Kvikmyndaakademíunnar hafi útilokað tónlist Hildar úr Tár af fyrrgreindum ástæðum. Tónlistin úr Women Talking talin líkleg Þar kemur einnig fram að Hildur þurfi þó ekki að örvænta vegna þess. Fastlega sé gert ráð fyrir að tónlist hennar úr kvikmyndinni Women Talking muni í það minnsta komast í gegnum niðurskurð akademíunnar áður en að endanlegar tilnefningar verða tilkynntar. Í flokki frumsamdar tónlistar verður skorið niður úr 147 tilnefningum niður í fimmtán. Úr þessum fimmtán verða fimm fyrir valinu sem hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna. Tilkynnt var í gær að tónlist Hildar úr Women Talking hafi verið tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna í flokki frumsamdar tónlistar. Verðlaunin verða veitt þann 11. janúar á nýju ári. Litið er á Golden Globe-verðlaunin sem ákveðna vísbendingu um við hverju megi búast á Óskarsverðlaununum næstkomandi mars. Óskarsverðlaunin Hollywood Bíó og sjónvarp Tónlist Hildur Guðnadóttir Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir hlýtur Golden Globe tilnefningu fyrir Women Talking Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu. Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlýtur tilnefningu fyrir Women Talking þar sem Rooney Mara og Frances McDormand fara með aðalhlutverk. 12. desember 2022 14:25 Hildur Guðnadóttir eigi möguleika á að slá met hljóti hún tilnefningu Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir er sögð eiga möguleika á því að vera tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna á komandi hátíð. Bæði fyrir tónlist sína í kvikmyndinni „Tár“ og „Women Talking.“ 30. september 2022 23:56 Hildur Guðna orðuð við Óskarsverðlaun Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina. 1. september 2022 23:22 Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Variety greindi frá því í gær að tónlist Hildar úr myndinni Tár hafi verið útilokuð frá tilnefningu í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin, flokknum sem Hildur vann árið á Óskarsverðlaunum fyrir árið 2019 fyrir tónlist hennar í myndinni Joker. Ekki nógu frumsamin Samkvæmt heimildum Variety þykir tónlist Hildar úr myndinni ekki vera nógu frumsamin, það er að tónlistinni hafi verið blandað of mikið saman við áður útgefin verk og geti þar með ekki talist gjaldgeng í þessum flokki. Segir jafn framt að útilokunin komi ekki á óvart, þar sem að þessu hafi veri spáð. Ástralska stórleikkonan Cate Blanchett leikur aðalhlutverkið í Tár. Þar leikur hún hlutverk hljómsveitarstjóra sem undirbýr sig fyrir tónleika þar sem tónlist Gustav Mahler og Edward Elgar er í aðalhlutverki. Athygli vekur að ekki er langt síðan Variety birti grein þar sem því var spáð að tónlist Hildar úr myndinni Tár myndi teljast gjaldgeng og að sá möguleiki væri fyrir hendi að Hildur gæti brotið enn eitt blaðið í sögu Óskarsverðlaunanna með því að verða fyrsta konan til að hljóta tvær óskarstilnefningar í flokki frumsamdar kvikmyndatónlistar. Þar kom fram að framleiðandi myndarinnar myndi senda inn tónlist Hildar til tilnefningar til Óskarsverðlauna. Í frétt Variety kemur hins vegar fram, sem fyrr segir, að tónlistardeild bandarísku Kvikmyndaakademíunnar hafi útilokað tónlist Hildar úr Tár af fyrrgreindum ástæðum. Tónlistin úr Women Talking talin líkleg Þar kemur einnig fram að Hildur þurfi þó ekki að örvænta vegna þess. Fastlega sé gert ráð fyrir að tónlist hennar úr kvikmyndinni Women Talking muni í það minnsta komast í gegnum niðurskurð akademíunnar áður en að endanlegar tilnefningar verða tilkynntar. Í flokki frumsamdar tónlistar verður skorið niður úr 147 tilnefningum niður í fimmtán. Úr þessum fimmtán verða fimm fyrir valinu sem hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna. Tilkynnt var í gær að tónlist Hildar úr Women Talking hafi verið tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna í flokki frumsamdar tónlistar. Verðlaunin verða veitt þann 11. janúar á nýju ári. Litið er á Golden Globe-verðlaunin sem ákveðna vísbendingu um við hverju megi búast á Óskarsverðlaununum næstkomandi mars.
Óskarsverðlaunin Hollywood Bíó og sjónvarp Tónlist Hildur Guðnadóttir Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir hlýtur Golden Globe tilnefningu fyrir Women Talking Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu. Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlýtur tilnefningu fyrir Women Talking þar sem Rooney Mara og Frances McDormand fara með aðalhlutverk. 12. desember 2022 14:25 Hildur Guðnadóttir eigi möguleika á að slá met hljóti hún tilnefningu Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir er sögð eiga möguleika á því að vera tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna á komandi hátíð. Bæði fyrir tónlist sína í kvikmyndinni „Tár“ og „Women Talking.“ 30. september 2022 23:56 Hildur Guðna orðuð við Óskarsverðlaun Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina. 1. september 2022 23:22 Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hildur Guðnadóttir hlýtur Golden Globe tilnefningu fyrir Women Talking Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu. Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlýtur tilnefningu fyrir Women Talking þar sem Rooney Mara og Frances McDormand fara með aðalhlutverk. 12. desember 2022 14:25
Hildur Guðnadóttir eigi möguleika á að slá met hljóti hún tilnefningu Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir er sögð eiga möguleika á því að vera tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna á komandi hátíð. Bæði fyrir tónlist sína í kvikmyndinni „Tár“ og „Women Talking.“ 30. september 2022 23:56
Hildur Guðna orðuð við Óskarsverðlaun Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina. 1. september 2022 23:22