Krefur Orku náttúrunnar um 125 milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2022 12:42 Áslaug Thelma Einarsdóttir ásamt Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni sínum þegar málið var tekið til meðferðar í héraði. Vísir/Vilhelm Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem Orka náttúrunnar braut gegn með uppsögn árið 2018, krefst 125 milljóna króna í skaða- og miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði fyrirtækisins um 13,6 milljónir króna í bætur. RÚV greinir frá því að Áslaug hafi stefnt Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Áslaugar, segir í samtali við RÚV að há upphæð segi ekki alla söguna. Þau hafi ákveðið að hafa borð fyrir báru því afla eigi matsgerðar til að færa sönnur á tjón Áslaugar Thelmu. Landsréttur sneri í sumar við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. Áslaug Thelma höfðaði mál gegn fyrirtækinu í kjölfar þess að henni var sagt upp störfum í september 2018. ON var sýknað af ásökunum hennar um ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun í héraðsdómi í nóvember 2020. Í kjölfarið áfrýjaði Áslaug Thelma dómnum til Landsréttar. Deila aðila sneri að því hvort uppsögn Áslaugar hefði grundvallast á kvörtun Áslaugar undan Bjarna Má Júlíussyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON. ON byggði á því að uppsögn hennar ætti rætur í því að Áslaug hefði ekki staðið undir væntingum sem starfsmaður. Orkuveita Reykjavíkur ákvað að áfrýja ekki niðurstöðunni í Landsrétti í sumar. Framkvæmdastjórinn gladdist með Áslaugu Thelmu „Við ætlum að una þessum dómi, sem er ólíkur dómi héraðsdóms. En svona er þetta, hann féll svona, og ég í rauninni samgleðst Áslaugu Thelmu með niðurstöðuna,“ sagði Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Dómurinn væri þó ekki áfellisdómur yfir fyrirtækinu. „Nei, það held ég ekki. Við lifum öll og lærum. Og við höfum gert það og ætlum að halda áfram að gera það,“ sagði Berglind. Orkuveita Reykjavíkur blés til blaðamannafundar í nóvember 2018 og kynnti skýrsluna „Vinnustaðamenning og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur“. Þar var niðurstaða úttektaraðila að uppsögn Áslaugar Thelmu hefði verið réttmæt. Málið var tekið saman í fréttaskýringu á Vísi á þeim tíma. Þá átti Áslaug eftir að leita réttlætis fyrir dómstólum. Blaðamannafundurinn er harðlega gagnrýndur í stefnu Áslaugar Thelmu. Hann er sagður hafa verið sviðsettur og öllu til tjaldað til að gera mætti hann sem áhrifamestan. „Þessa ógeðfelldu atlögu að æru Áslaugar, sem ekkert hafði unnið sér til sakar, verður að bæta með háum miskabótum,“ segir í stefnunni. Úttekt á uppsögnum hjá OR Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58 Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Sjá meira
RÚV greinir frá því að Áslaug hafi stefnt Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Áslaugar, segir í samtali við RÚV að há upphæð segi ekki alla söguna. Þau hafi ákveðið að hafa borð fyrir báru því afla eigi matsgerðar til að færa sönnur á tjón Áslaugar Thelmu. Landsréttur sneri í sumar við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. Áslaug Thelma höfðaði mál gegn fyrirtækinu í kjölfar þess að henni var sagt upp störfum í september 2018. ON var sýknað af ásökunum hennar um ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun í héraðsdómi í nóvember 2020. Í kjölfarið áfrýjaði Áslaug Thelma dómnum til Landsréttar. Deila aðila sneri að því hvort uppsögn Áslaugar hefði grundvallast á kvörtun Áslaugar undan Bjarna Má Júlíussyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON. ON byggði á því að uppsögn hennar ætti rætur í því að Áslaug hefði ekki staðið undir væntingum sem starfsmaður. Orkuveita Reykjavíkur ákvað að áfrýja ekki niðurstöðunni í Landsrétti í sumar. Framkvæmdastjórinn gladdist með Áslaugu Thelmu „Við ætlum að una þessum dómi, sem er ólíkur dómi héraðsdóms. En svona er þetta, hann féll svona, og ég í rauninni samgleðst Áslaugu Thelmu með niðurstöðuna,“ sagði Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Dómurinn væri þó ekki áfellisdómur yfir fyrirtækinu. „Nei, það held ég ekki. Við lifum öll og lærum. Og við höfum gert það og ætlum að halda áfram að gera það,“ sagði Berglind. Orkuveita Reykjavíkur blés til blaðamannafundar í nóvember 2018 og kynnti skýrsluna „Vinnustaðamenning og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur“. Þar var niðurstaða úttektaraðila að uppsögn Áslaugar Thelmu hefði verið réttmæt. Málið var tekið saman í fréttaskýringu á Vísi á þeim tíma. Þá átti Áslaug eftir að leita réttlætis fyrir dómstólum. Blaðamannafundurinn er harðlega gagnrýndur í stefnu Áslaugar Thelmu. Hann er sagður hafa verið sviðsettur og öllu til tjaldað til að gera mætti hann sem áhrifamestan. „Þessa ógeðfelldu atlögu að æru Áslaugar, sem ekkert hafði unnið sér til sakar, verður að bæta með háum miskabótum,“ segir í stefnunni.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58 Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Sjá meira
Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58
Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57
Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30
Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“