„Þetta eru plástrar á svöðusár“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2022 15:21 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegna kjarasamninga sýni að hún geri sér enga grein fyrir því hversu slæmt ástandið sé á mörgum heimilum hér á landi Fólk með meðaltekjur eða minna ráði ekki við að greiða mánaðarlega hundrað og þrjátíu þúsund krónur aukalega í vaxtakostnað. „Þetta eru plástrar á svöðusár,“ segir Ásthildur sem segir aðgerðirnar ekki ráðast að vandanum. „Sem er náttúrulega fyrst og fremst þessi gríðarlegi hái húsnæðiskostnaður sem er að sliga einstaklinga og heimili og það er ekkert gert til að minnka hann til dæmis með því að koma böndum á vaxtahækkanir og óhóflegar hækkanir á leiguverði. Staðreyndin er nefnilega sú að bæði vaxtabætur og húsnæðisbætur ýta undir hækkanir og eru fé frá ríkinu beint til fjármagnseigenda hvort sem er banka-eða leigusala.“ Ástandið mannanna verk Ásthildur segir að staðan á húsnæðismarkaði séu mannanna verk. „Það er hvorki lögmál né bundið í lög að Seðlabankinn þurfi að ráðast gegn verðbólgunni með meðulum sem eru miklu verri en verðbólgan sjálf. Gríðarlegar hækkanir á húsnæðiskostnaði eru helsti vandi heimila og fyrirtækja og það er algjörlega heimatilbúinn og manngerður vandi og ég hefði viljað sjá ríkisstjórnina tryggja heimilin fyrir ágangi bæði leigusala og banka með loforði um að enginn muni missa heimili sitt þrátt fyrir tímabundna greiðsluerfiðleika. Þetta er tímabundið ástað og ríkisstjórninni ber skylda til að verja heimilin.“ Vinnuhópur hjálpi ekki þeim sem verst standa Hún gefur lítið fyrir að verkalýðshreyfingunni sé boðið að vera með í starfshópi um stöðu leigjenda. „Hjálpin þarf að berast strax. Það að fara í einhvern vinnuhóp núna er ekki að fara að hjálpa þeim sem eru í mestum vanda og ég vil bara minna á, sem formaður hagsmunasamtaka heimilanna, að við vöruðum við nákvæmlega þessu strax í mars 2020. Það eru næstum því þrjú ár síðan og allt sem við sögðum þá er núna komið fram. Af hverju hefur ríkisstjórnin bara flotið sofandi að feigðarósi og ætlar núna að fara að skoða málin? Það er bara of seint eða það er allavega gríðarlega seint í rassinn gripið þó allt sé betra en ekkert.“ Húsnæðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma. 13. desember 2022 13:49 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Fólk með meðaltekjur eða minna ráði ekki við að greiða mánaðarlega hundrað og þrjátíu þúsund krónur aukalega í vaxtakostnað. „Þetta eru plástrar á svöðusár,“ segir Ásthildur sem segir aðgerðirnar ekki ráðast að vandanum. „Sem er náttúrulega fyrst og fremst þessi gríðarlegi hái húsnæðiskostnaður sem er að sliga einstaklinga og heimili og það er ekkert gert til að minnka hann til dæmis með því að koma böndum á vaxtahækkanir og óhóflegar hækkanir á leiguverði. Staðreyndin er nefnilega sú að bæði vaxtabætur og húsnæðisbætur ýta undir hækkanir og eru fé frá ríkinu beint til fjármagnseigenda hvort sem er banka-eða leigusala.“ Ástandið mannanna verk Ásthildur segir að staðan á húsnæðismarkaði séu mannanna verk. „Það er hvorki lögmál né bundið í lög að Seðlabankinn þurfi að ráðast gegn verðbólgunni með meðulum sem eru miklu verri en verðbólgan sjálf. Gríðarlegar hækkanir á húsnæðiskostnaði eru helsti vandi heimila og fyrirtækja og það er algjörlega heimatilbúinn og manngerður vandi og ég hefði viljað sjá ríkisstjórnina tryggja heimilin fyrir ágangi bæði leigusala og banka með loforði um að enginn muni missa heimili sitt þrátt fyrir tímabundna greiðsluerfiðleika. Þetta er tímabundið ástað og ríkisstjórninni ber skylda til að verja heimilin.“ Vinnuhópur hjálpi ekki þeim sem verst standa Hún gefur lítið fyrir að verkalýðshreyfingunni sé boðið að vera með í starfshópi um stöðu leigjenda. „Hjálpin þarf að berast strax. Það að fara í einhvern vinnuhóp núna er ekki að fara að hjálpa þeim sem eru í mestum vanda og ég vil bara minna á, sem formaður hagsmunasamtaka heimilanna, að við vöruðum við nákvæmlega þessu strax í mars 2020. Það eru næstum því þrjú ár síðan og allt sem við sögðum þá er núna komið fram. Af hverju hefur ríkisstjórnin bara flotið sofandi að feigðarósi og ætlar núna að fara að skoða málin? Það er bara of seint eða það er allavega gríðarlega seint í rassinn gripið þó allt sé betra en ekkert.“
Húsnæðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma. 13. desember 2022 13:49 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma. 13. desember 2022 13:49
Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23
Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57