Sögulega mikil notkun á heitu vatni í kuldanum: „Þetta er ekki óþrjótandi auðlind“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. desember 2022 11:23 Rætt var við Hrefnu Hallgrímsdóttur, forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Stöð 2 Kuldinn sem landsmenn hafa fundið fyrir síðustu daga er áfram í kortunum næstu daga. Forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum segir álagið mikið vegna aukinnar uppbyggingar og fólksfjölgunar á ákveðnum svæðum. Notkun á heitu vatni náði sögulegu hámarki í gær og er fólk hvatt til að fara sparlega með auðlindina. Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að það væri ekki eitt stutt svar við þeirri spurningu hvers vegna það væri skortur á heitu vatni um þessar mundir. Það væri þó hægt að skýra að hluta þar sem mikil uppbygging hefur verið til staðar undanfarið. „Það er búið að vera gríðarlega mikill vöxtur á þessum svæðum sem að við erum að þjónusta og kerfin eru stór og víðtæk. Vatnið er til staðar en það þarf líka að vera hægt að flytja það á áfangastað. Þannig þetta er blanda af áskorunum,“ sagði Hrefna í Bítinu í morgun en sum sveitarfélög eins og Árborg hafa verið að þenjast út. Hún sagði alltaf tækifæri til að gera betur á undirbúningsstigum fyrir uppbyggingu sveitarfélaga. Veitur væru alltaf í góðu samtali við sveitarfélögin en uppbyggingin væri engu að síður gríðarleg. Þau hafi viljað og áformað að fjárfesta frekar í innviðum til að efla forðann fyrir veturinn en áskoranir blasað við. „Því miður þá glímdum við við sömu áskoranir og margir aðrir í aðfangakeðjunni, hún er aðeins brotin og við fengum ekki íhluti sem við ætluðum í tæka tíð. Við getum ekki farið í aðgerðir þegar álagstíminn er kominn því við þurfum að taka allt úr rekstri og þó að aðföngin séu kannski komin núna þá getum við ekki stoppað þegar á reynir,“ sagði Hrefna. Loka sundlaugum til að draga úr álagi Líkt og greint var frá á Vísi í gær íhuga forsvarsmenn Veitna að loka Vesturbæjarlaug, Sundhöll Reykjavíkur, Dalslaug, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug vegna áskorana í flutningskerfum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Hrefna að Veitur forgangsröðuðu allta heitu vatni til húshitunar og að lokun sundlauga væri einn liður í áætlunum til að minnka álag. „Það er eðlilegt álag miðað við kuldatíðina en það mældist í dag sögulegur hámarkstoppur í notkun á heitu vatni, sem er alveg eðlilegt þar sem það hafa aldrei verið fleiri íbúðir til að hita núna í kuldatíð,“ sagði Hrefna í gær en lokun sundlauganna ætti ekki að vara nema í nokkra daga. Í Bítinu var Hrefna spurð nánar út í málið og bent á að sundlaugarnar séu með sitt vatn og sínar lagnir. Hrefna benti þá á að um deilihagkerfi væri að ræða þar sem margir væru á sömu lögnum. „Þær eru ekki einar um stóru stofnlagnirnar sem liggja um höfuðborgarsvæðið en þær eru stórir notendur í sínum hverfum og taka mikið til sín. Þegar það fer að þrengja að þá léttir það á flutningskerfinu, og að sjálfsögðu á álaginu á hitaveitinuni líka, þegar þær eru teknar af,“ sagði Hrefna. Ekki óþrjótandi auðlind Áfram er spáð miklum kulda næstu daga og á föstudag er til að mynda spáð að frost gæti farið niður í tuttugu stig. Gert hafi verið ráð fyrir svo miklu frosti þegar lagnirnar voru hannaðar að sögn Hrefnu en kerfin séu í sífelldri uppfærslu, sem gerist ekki á einni nóttu. „Þetta liggur allt ósýnilegt hérna undir og í kringum göturnar okkar og inni í hverfunum og það þarf stóra skurði og miklar fjárfestingar til að stækka þetta. Við bara stækkum á okkar mesta hraða með uppbyggingunni en þetta er bara verkefni,“ sagði Hrefna. Fólk er nú hvatt til að fara varlega með vatnið, líkt og hefur verið gert á undanförnum vetrum þó það hafi ekki alltaf verið vegna mikils kulda. Í fyrra kom upp bilun í virkjunum á Hellisheiðu og Nesjavöllum sem leiddi til þess að Veitur misstu stóran hluta af vatninu. Engu að síður sé staðan sú sama. „Þetta er ekki óþrjótandi auðlind heldur og við þurfum að ganga vel um hana. Þetta er ekki endalaust þarna ofan í jörðinni,“ sagði Hrefna. Aðspurð um stöðuna á borholum sagði Hrefna hana góða, þó það sé aldrei búið að bora nóg. „Það liggur samt fyrir verkefni að auka nýtingu á núverandi [borholum], sem er alltaf okkar fyrsti kostur, og að leita meira. Ef við ætlum að halda áfram að nota eins og við höfum verið að gera þá þurfum við að bæta alveg ofboðslega miklu magni við,“ sagði Hrefna. Veður Orkumál Sundlaugar Tengdar fréttir Skoða að loka fimm sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu Fimbulkulda er spáð á öllu landinu út vikuna og getur hann haft áhrif á sundlaugar landsins. Forsvarsmenn Veitna íhuga nú hvort loka þurfi Vesturbæjarlaug, Sundhöll Reykjavíkur, Dalslaug, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug vegna áskorana í flutningskerfum. 13. desember 2022 16:57 Heitu pottarnir og laugin á Selfossi enn lokuð Selfyssingar og fastagestir í Sundhöll Selfoss bíða enn eftir því að geta komist aftur í sund. Stefnt er á að opna innisvæðið í lauginni á morgun. Óvíst er hvenær fólk kemst aftur í heitu pottana. 12. desember 2022 10:19 Skítakuldi í kortunum en sólin gleður Það er óhætt að segja að kalt veður sé í kortunum hjá landsmönnum í flestum landshlutum nú þegar innan við tvær vikur eru til jóla. Sem betur fer ætlar sólin að kíkja reglulega í stuttar heimsóknir. 11. desember 2022 17:57 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Sjá meira
Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að það væri ekki eitt stutt svar við þeirri spurningu hvers vegna það væri skortur á heitu vatni um þessar mundir. Það væri þó hægt að skýra að hluta þar sem mikil uppbygging hefur verið til staðar undanfarið. „Það er búið að vera gríðarlega mikill vöxtur á þessum svæðum sem að við erum að þjónusta og kerfin eru stór og víðtæk. Vatnið er til staðar en það þarf líka að vera hægt að flytja það á áfangastað. Þannig þetta er blanda af áskorunum,“ sagði Hrefna í Bítinu í morgun en sum sveitarfélög eins og Árborg hafa verið að þenjast út. Hún sagði alltaf tækifæri til að gera betur á undirbúningsstigum fyrir uppbyggingu sveitarfélaga. Veitur væru alltaf í góðu samtali við sveitarfélögin en uppbyggingin væri engu að síður gríðarleg. Þau hafi viljað og áformað að fjárfesta frekar í innviðum til að efla forðann fyrir veturinn en áskoranir blasað við. „Því miður þá glímdum við við sömu áskoranir og margir aðrir í aðfangakeðjunni, hún er aðeins brotin og við fengum ekki íhluti sem við ætluðum í tæka tíð. Við getum ekki farið í aðgerðir þegar álagstíminn er kominn því við þurfum að taka allt úr rekstri og þó að aðföngin séu kannski komin núna þá getum við ekki stoppað þegar á reynir,“ sagði Hrefna. Loka sundlaugum til að draga úr álagi Líkt og greint var frá á Vísi í gær íhuga forsvarsmenn Veitna að loka Vesturbæjarlaug, Sundhöll Reykjavíkur, Dalslaug, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug vegna áskorana í flutningskerfum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Hrefna að Veitur forgangsröðuðu allta heitu vatni til húshitunar og að lokun sundlauga væri einn liður í áætlunum til að minnka álag. „Það er eðlilegt álag miðað við kuldatíðina en það mældist í dag sögulegur hámarkstoppur í notkun á heitu vatni, sem er alveg eðlilegt þar sem það hafa aldrei verið fleiri íbúðir til að hita núna í kuldatíð,“ sagði Hrefna í gær en lokun sundlauganna ætti ekki að vara nema í nokkra daga. Í Bítinu var Hrefna spurð nánar út í málið og bent á að sundlaugarnar séu með sitt vatn og sínar lagnir. Hrefna benti þá á að um deilihagkerfi væri að ræða þar sem margir væru á sömu lögnum. „Þær eru ekki einar um stóru stofnlagnirnar sem liggja um höfuðborgarsvæðið en þær eru stórir notendur í sínum hverfum og taka mikið til sín. Þegar það fer að þrengja að þá léttir það á flutningskerfinu, og að sjálfsögðu á álaginu á hitaveitinuni líka, þegar þær eru teknar af,“ sagði Hrefna. Ekki óþrjótandi auðlind Áfram er spáð miklum kulda næstu daga og á föstudag er til að mynda spáð að frost gæti farið niður í tuttugu stig. Gert hafi verið ráð fyrir svo miklu frosti þegar lagnirnar voru hannaðar að sögn Hrefnu en kerfin séu í sífelldri uppfærslu, sem gerist ekki á einni nóttu. „Þetta liggur allt ósýnilegt hérna undir og í kringum göturnar okkar og inni í hverfunum og það þarf stóra skurði og miklar fjárfestingar til að stækka þetta. Við bara stækkum á okkar mesta hraða með uppbyggingunni en þetta er bara verkefni,“ sagði Hrefna. Fólk er nú hvatt til að fara varlega með vatnið, líkt og hefur verið gert á undanförnum vetrum þó það hafi ekki alltaf verið vegna mikils kulda. Í fyrra kom upp bilun í virkjunum á Hellisheiðu og Nesjavöllum sem leiddi til þess að Veitur misstu stóran hluta af vatninu. Engu að síður sé staðan sú sama. „Þetta er ekki óþrjótandi auðlind heldur og við þurfum að ganga vel um hana. Þetta er ekki endalaust þarna ofan í jörðinni,“ sagði Hrefna. Aðspurð um stöðuna á borholum sagði Hrefna hana góða, þó það sé aldrei búið að bora nóg. „Það liggur samt fyrir verkefni að auka nýtingu á núverandi [borholum], sem er alltaf okkar fyrsti kostur, og að leita meira. Ef við ætlum að halda áfram að nota eins og við höfum verið að gera þá þurfum við að bæta alveg ofboðslega miklu magni við,“ sagði Hrefna.
Veður Orkumál Sundlaugar Tengdar fréttir Skoða að loka fimm sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu Fimbulkulda er spáð á öllu landinu út vikuna og getur hann haft áhrif á sundlaugar landsins. Forsvarsmenn Veitna íhuga nú hvort loka þurfi Vesturbæjarlaug, Sundhöll Reykjavíkur, Dalslaug, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug vegna áskorana í flutningskerfum. 13. desember 2022 16:57 Heitu pottarnir og laugin á Selfossi enn lokuð Selfyssingar og fastagestir í Sundhöll Selfoss bíða enn eftir því að geta komist aftur í sund. Stefnt er á að opna innisvæðið í lauginni á morgun. Óvíst er hvenær fólk kemst aftur í heitu pottana. 12. desember 2022 10:19 Skítakuldi í kortunum en sólin gleður Það er óhætt að segja að kalt veður sé í kortunum hjá landsmönnum í flestum landshlutum nú þegar innan við tvær vikur eru til jóla. Sem betur fer ætlar sólin að kíkja reglulega í stuttar heimsóknir. 11. desember 2022 17:57 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Sjá meira
Skoða að loka fimm sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu Fimbulkulda er spáð á öllu landinu út vikuna og getur hann haft áhrif á sundlaugar landsins. Forsvarsmenn Veitna íhuga nú hvort loka þurfi Vesturbæjarlaug, Sundhöll Reykjavíkur, Dalslaug, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug vegna áskorana í flutningskerfum. 13. desember 2022 16:57
Heitu pottarnir og laugin á Selfossi enn lokuð Selfyssingar og fastagestir í Sundhöll Selfoss bíða enn eftir því að geta komist aftur í sund. Stefnt er á að opna innisvæðið í lauginni á morgun. Óvíst er hvenær fólk kemst aftur í heitu pottana. 12. desember 2022 10:19
Skítakuldi í kortunum en sólin gleður Það er óhætt að segja að kalt veður sé í kortunum hjá landsmönnum í flestum landshlutum nú þegar innan við tvær vikur eru til jóla. Sem betur fer ætlar sólin að kíkja reglulega í stuttar heimsóknir. 11. desember 2022 17:57