Nístingskuldi í kortunum: Skoða aftur á morgun hvort ástæða sé til að loka sundlaugum Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. desember 2022 14:46 Þessi gestur kalda pottsins í Sundhöll Reykjavíkur þarf reyndar ekkert heitt vatn, í það minnsta ekki á meðan hún kælir sig. Vísir/Arnar Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu náði sögulegu hámarki í gær. Í nótt mældist átján gráðu frost í Húsafelli og ekki er útlit fyrir að kuldakast síðustu daga nái hámarki fyrr en á föstudaginn. Staðan verður metin á morgun varðandi hvort einstaka sundlaugum verði lokað tímabundið til að spara heita vatnið. Frost og kuldi hefur gert landsmönnum erfitt fyrir síðustu daga og fátt sem bendir til að það dragi úr kuldanum alveg í bráð. Í nótt fór kuldinn niður í fimmtán gráður í Víðidalnum í Reykjavík. Daníel Þorláksson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er sem sagt búið að vera hægir vindar á landinu undanfarið. Frost hefur verið talsvert í lægðum og inn til landsins, eins og gerist þegar eru stillur að vetrarlagi. Í nótt mældist mesta frostið í Húsafelli, átján stig. Daníel Þorláksson er Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands „Heilt yfir þá eru hægir vindar og fyrir vikið kólnar. Svo kemur kaldari loftmassi yfir á föstudag og áfram þessir hægu vindar. Þá kólnar líklega enn þá meira. Frost verður víða á bilinu fimm til fimmtán stig en getur orðið enn meira í grennd við stöðuvötn, í Húsafelli eða þar sem eru lægðir í landslaginu þar sem frosthörkurnar eru meiri.“ Búast má við að næstu daga verði allt að tíu stiga frost á höfuðborgarsvæðinu yfir daginn. „Svo er það akkurat þar sem frosttopparnir eru mestir. Þar getur frost farið niður í fimmtán tuttugu stig.“ Á sunnudaginn má gera ráð fyrir að aðeins taki að draga úr kuldanum. Það er áfram þetta kalda loft en það hreyfir meiri vind í næstu viku. Áfram frost um allt land en frosttölurnar sem mælast verða heldur minni. „Í byrju næstu viku er útkoma fyrir talsvert meiri éljagang og snjókomu um norðanvert landið. En það er ekki mikil úrkoma í kortunum hér sunnan heiða.“ Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastýra Veitna.Veitur Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu náði sögulegu hámarki í gær. Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Veitna. „Við erum með stækkandi kerfi og það hafa aldrei fleiri íbúðir verið tengdar inn á kerfið í jafnmiklum kulda eins og núna. Við vorum að ná sögulegu rennslihámarki í fyrradag og aftur í gær,“ segir Sólrún. Til skoðunar hefur verið að loka einstaka sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Staðan var metin í hádeginu í dag og er niðurstaðan sú að ekki þyki ástæða til að loka þeim á morgun þar sem dreifikerfið ráði við núverandi notkun. „Staðan verður metin aftur á morgun og þá tekin afstaða til þess hvort komi til tímabundinna lokana.“ Sundlaugar Reykjavík Orkumál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Frost og kuldi hefur gert landsmönnum erfitt fyrir síðustu daga og fátt sem bendir til að það dragi úr kuldanum alveg í bráð. Í nótt fór kuldinn niður í fimmtán gráður í Víðidalnum í Reykjavík. Daníel Þorláksson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er sem sagt búið að vera hægir vindar á landinu undanfarið. Frost hefur verið talsvert í lægðum og inn til landsins, eins og gerist þegar eru stillur að vetrarlagi. Í nótt mældist mesta frostið í Húsafelli, átján stig. Daníel Þorláksson er Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands „Heilt yfir þá eru hægir vindar og fyrir vikið kólnar. Svo kemur kaldari loftmassi yfir á föstudag og áfram þessir hægu vindar. Þá kólnar líklega enn þá meira. Frost verður víða á bilinu fimm til fimmtán stig en getur orðið enn meira í grennd við stöðuvötn, í Húsafelli eða þar sem eru lægðir í landslaginu þar sem frosthörkurnar eru meiri.“ Búast má við að næstu daga verði allt að tíu stiga frost á höfuðborgarsvæðinu yfir daginn. „Svo er það akkurat þar sem frosttopparnir eru mestir. Þar getur frost farið niður í fimmtán tuttugu stig.“ Á sunnudaginn má gera ráð fyrir að aðeins taki að draga úr kuldanum. Það er áfram þetta kalda loft en það hreyfir meiri vind í næstu viku. Áfram frost um allt land en frosttölurnar sem mælast verða heldur minni. „Í byrju næstu viku er útkoma fyrir talsvert meiri éljagang og snjókomu um norðanvert landið. En það er ekki mikil úrkoma í kortunum hér sunnan heiða.“ Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastýra Veitna.Veitur Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu náði sögulegu hámarki í gær. Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Veitna. „Við erum með stækkandi kerfi og það hafa aldrei fleiri íbúðir verið tengdar inn á kerfið í jafnmiklum kulda eins og núna. Við vorum að ná sögulegu rennslihámarki í fyrradag og aftur í gær,“ segir Sólrún. Til skoðunar hefur verið að loka einstaka sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Staðan var metin í hádeginu í dag og er niðurstaðan sú að ekki þyki ástæða til að loka þeim á morgun þar sem dreifikerfið ráði við núverandi notkun. „Staðan verður metin aftur á morgun og þá tekin afstaða til þess hvort komi til tímabundinna lokana.“
Sundlaugar Reykjavík Orkumál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent