Mette Frederiksen sögð hafa tekið kröftuga hægri beygju Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2022 19:59 Danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen kynnir nýja ríkisstjórn sína við Amalienborg ásamt oddvitum samstarfsflokkanna, varnarmálaráðherranum Jakob Ellemann-Jensen og utanríkisráðherranum Lars Løkke Rasmussen. Mads Claus Rasmussen/Ritzau Scanpix, AP Ný þriggja flokka ríkisstjórn Mette Frederiksen, leiðtoga jafnaðarmanna, tók við völdum í Danmörku í dag. Stjórnarskiptin þykja söguleg þar sem þetta er í fyrsta sinn í 44 ár sem Danir fá ríkisstjórn yfir miðjuna í samstarfi vinstri, miðju og hægri flokka. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar Mette Frederiksen birtist í dyrum Amalienborgar í Kaupmannahöfn með ráðherrahópinn eftir að hafa kynnt Margréti Danadrottningu ríkisstjórn sína í morgun. Við hlið hennar stóðu leiðtogar nýju samstarfsflokkanna, þeir Jakob Ellemann-Jensen, sem verður varnarmálaráðherra, og Lars Løkke Rasmussen, sem verður utanríkisráðherra. Ný ríkisstjórn Danmerkur framan við Amalienborg að loknum ríkisráðsfundi með Margréti Danadrottningu. 23 ráðherrar skipa stjórnina, ellefu frá Sósíaldemókrötum, sjö frá Venstre og fimm frá Moderaterne. Fjármálaráðuneytið kom í hlut Sósíaldemókrata.Mads Claus Rasmussen/Ritzau Scanpix, AP Venjan í Danmörku, eins og í Noregi og Svíþjóð, hefur verið sú að þar væri annaðhvort vinstri eða hægri stjórn. Með því að velja núna samstarf yfir miðjuna með miðju og hægri flokkum hefur Mette Frederiksen brotið upp þetta hefðbundna mynstur og sagði Mai Villadsen, talsmaður Enhedslisten, eins vinstri flokkanna, að Mette hefði núna tekið kröftuga hægri beygju. „Við stöndum frammi fyrir þeirri sérstöku stöðu að nú er komin við völd ríkisstjórn með meirihluta,“ sagði Mette Frederiksen á fundi með fréttamönnum í forsætisráðherrabústaðnum Marienborg. Jakob Ellemann-Jensen, formaður Venstre, Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins og Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, kynntu stjórnarsáttmálann í gær.AP Jakob Ellemann-Jensen er formaður Venstre en þrátt fyrir nafnið telst flokkurinn vera til hægri. „Danmörk fær nú nýja ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem fæstir trúðu að yrði til fyrir kosningarnar. Ég hafði heldur ekki trú á því,“ sagði Jakob Ellemann-Jensen. Endurkoma Lars Løkke í ríkisstjórn þykir athyglisverð en í kosningunum stýrði hann flokknum Moderaterne, klofningsframboði úr Venstre, og hafði áður tvívegis leitt hægri stjórnir sem forsætisráðherra. „Að vera með í að skapa nýja stjórn fyrir Danmörku er þrátt fyrir allt frelsandi augnablik,“ sagði Lars Løkke Rasmussen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Løkke verður utanríkisráðherra Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, hægriflokksins Venstre og miðjuflokksins Moderaterne í morgun. 15. desember 2022 09:03 Afnema einn frídag og setja kolefnisskatt á landbúnaðinn Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst vinna að fjölgun starfa og afnema einn frídag til að fá Dani til að vinna meira. Þá stendur til að setja á sérstakan kolefnisskatt á landbúnaðinn. 14. desember 2022 11:53 Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. 13. desember 2022 19:32 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar Mette Frederiksen birtist í dyrum Amalienborgar í Kaupmannahöfn með ráðherrahópinn eftir að hafa kynnt Margréti Danadrottningu ríkisstjórn sína í morgun. Við hlið hennar stóðu leiðtogar nýju samstarfsflokkanna, þeir Jakob Ellemann-Jensen, sem verður varnarmálaráðherra, og Lars Løkke Rasmussen, sem verður utanríkisráðherra. Ný ríkisstjórn Danmerkur framan við Amalienborg að loknum ríkisráðsfundi með Margréti Danadrottningu. 23 ráðherrar skipa stjórnina, ellefu frá Sósíaldemókrötum, sjö frá Venstre og fimm frá Moderaterne. Fjármálaráðuneytið kom í hlut Sósíaldemókrata.Mads Claus Rasmussen/Ritzau Scanpix, AP Venjan í Danmörku, eins og í Noregi og Svíþjóð, hefur verið sú að þar væri annaðhvort vinstri eða hægri stjórn. Með því að velja núna samstarf yfir miðjuna með miðju og hægri flokkum hefur Mette Frederiksen brotið upp þetta hefðbundna mynstur og sagði Mai Villadsen, talsmaður Enhedslisten, eins vinstri flokkanna, að Mette hefði núna tekið kröftuga hægri beygju. „Við stöndum frammi fyrir þeirri sérstöku stöðu að nú er komin við völd ríkisstjórn með meirihluta,“ sagði Mette Frederiksen á fundi með fréttamönnum í forsætisráðherrabústaðnum Marienborg. Jakob Ellemann-Jensen, formaður Venstre, Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins og Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, kynntu stjórnarsáttmálann í gær.AP Jakob Ellemann-Jensen er formaður Venstre en þrátt fyrir nafnið telst flokkurinn vera til hægri. „Danmörk fær nú nýja ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem fæstir trúðu að yrði til fyrir kosningarnar. Ég hafði heldur ekki trú á því,“ sagði Jakob Ellemann-Jensen. Endurkoma Lars Løkke í ríkisstjórn þykir athyglisverð en í kosningunum stýrði hann flokknum Moderaterne, klofningsframboði úr Venstre, og hafði áður tvívegis leitt hægri stjórnir sem forsætisráðherra. „Að vera með í að skapa nýja stjórn fyrir Danmörku er þrátt fyrir allt frelsandi augnablik,“ sagði Lars Løkke Rasmussen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Løkke verður utanríkisráðherra Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, hægriflokksins Venstre og miðjuflokksins Moderaterne í morgun. 15. desember 2022 09:03 Afnema einn frídag og setja kolefnisskatt á landbúnaðinn Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst vinna að fjölgun starfa og afnema einn frídag til að fá Dani til að vinna meira. Þá stendur til að setja á sérstakan kolefnisskatt á landbúnaðinn. 14. desember 2022 11:53 Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. 13. desember 2022 19:32 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Løkke verður utanríkisráðherra Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, hægriflokksins Venstre og miðjuflokksins Moderaterne í morgun. 15. desember 2022 09:03
Afnema einn frídag og setja kolefnisskatt á landbúnaðinn Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst vinna að fjölgun starfa og afnema einn frídag til að fá Dani til að vinna meira. Þá stendur til að setja á sérstakan kolefnisskatt á landbúnaðinn. 14. desember 2022 11:53
Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. 13. desember 2022 19:32