Taldi sig dauðvona, afhenti dóttur sinni fúlgur fjár og vildi þær svo til baka Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2022 16:14 Konan vildi meina að um gjöf hafi verið að ræða en faðir hennar þvertók fyrir það, hún hafi bara átt að varðveita féð. vísir/vilhelm Einstakt mál var til úrlausnar hjá Héraðsdómi Reykjaness en það snýst um að maður nokkur sem var á leið í aðgerð og taldi litlar líkur á að hann myndi lifa hana af afhenti dóttur sinni fúlgur fjár. Aðgerðin gekk hins vegar vel en um var að ræða hjartaþræðingu. Maðurinn, sem hresstist allur í kjölfar hennar, krafði þá konuna um fjármunina aftur. Hún neitaði því hins vegar og hélt því fram að fjármunirnir hefðu verið gjöf. Hún notaði peningana meðal annars til þess að greiða inn á íbúð. Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari taldi hins vegar óumdeilt að maðurinn hafi gefið dóttur sinni fyrirmæli um að varðveita féð í bankahólfi sem hún átti að stofna. Það benti til þess að ekki hafi verið um gjöf að ræða. Um verulega fjármuni er að ræða og var hún í nokkrum hlutum. Stefnandi gerði kröfu um 14 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum að frádregnum fimm milljónum sem greidd hafði verið til baka. Þá vildi hann fá 40 þúsund bandaríkjadali sem eru liðlega 5,6 milljónir, að frádreginni innborgun að fjárhæð 20 þúsund bandaríkjadala auk málskostnaðar. Dómari taldi vert að konan greiddi til baka 5 milljónir króna auk dráttavaxta og 700 þúsund krónur í málskostnað. Í dómsorði segir að konan hafi aðallega gert kröfu um að málinu yrði vísað frá vegna vanreifunar en ágreiningslaust er að maðurinn afhenti henni fjármunina í tvennu lagi, í október 2018. Meðal annars var að ræða seðlavöndla vafða inn í álpappír sem konan tók til varðveislu og afhenti honum aftur þegar eftir því var leitað. Hún sagði staðfastlega að annað sem út af stæði hafi verið gjöf en í dómi er vísað til laga þess efnis að sá sem heldur því fram að tiltekin ráðstöfun fjármuna til hans helgist af gjöf eða öðrum örlætisgerningi beri almennt sönnunarbyrði fyrir staðhæfingu sinni. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Aðgerðin gekk hins vegar vel en um var að ræða hjartaþræðingu. Maðurinn, sem hresstist allur í kjölfar hennar, krafði þá konuna um fjármunina aftur. Hún neitaði því hins vegar og hélt því fram að fjármunirnir hefðu verið gjöf. Hún notaði peningana meðal annars til þess að greiða inn á íbúð. Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari taldi hins vegar óumdeilt að maðurinn hafi gefið dóttur sinni fyrirmæli um að varðveita féð í bankahólfi sem hún átti að stofna. Það benti til þess að ekki hafi verið um gjöf að ræða. Um verulega fjármuni er að ræða og var hún í nokkrum hlutum. Stefnandi gerði kröfu um 14 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum að frádregnum fimm milljónum sem greidd hafði verið til baka. Þá vildi hann fá 40 þúsund bandaríkjadali sem eru liðlega 5,6 milljónir, að frádreginni innborgun að fjárhæð 20 þúsund bandaríkjadala auk málskostnaðar. Dómari taldi vert að konan greiddi til baka 5 milljónir króna auk dráttavaxta og 700 þúsund krónur í málskostnað. Í dómsorði segir að konan hafi aðallega gert kröfu um að málinu yrði vísað frá vegna vanreifunar en ágreiningslaust er að maðurinn afhenti henni fjármunina í tvennu lagi, í október 2018. Meðal annars var að ræða seðlavöndla vafða inn í álpappír sem konan tók til varðveislu og afhenti honum aftur þegar eftir því var leitað. Hún sagði staðfastlega að annað sem út af stæði hafi verið gjöf en í dómi er vísað til laga þess efnis að sá sem heldur því fram að tiltekin ráðstöfun fjármuna til hans helgist af gjöf eða öðrum örlætisgerningi beri almennt sönnunarbyrði fyrir staðhæfingu sinni.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira