Gefðu barninu þínu Heillagjöf og taktu samtalið Ellen Calmon skrifar 20. desember 2022 11:00 Börnin okkar eru helstu aðgerðasinnarnir þegar kemur að því að vekja heiminn til vitundar um loftslagsvandann og mikilvægi þess að við honum sé brugðist tafarlaust. Nú er tími gjafa og yfirflóðs af auglýsingum sem segja okkur hvað við þurfum að eignast og hvað við þurfum að kaupa. Stanslaust er verið að ýta undir aukna neyslu sem veldur aukinni sóun og þar með auknum útblæstri gróðurhúsaloftegunda sem hefur bein áhrif á loftslagið. Endalaus velmegun og fleiri gjafir Þrátt fyrir að vera meðvituð um loftslagsvandann þá glepjast börnin engu síður en fullorðna fólkið. Við sem búum við vestræna velmegun þurfum mörg hver að hafa okkur öll við til að sporna gegn löngun og gervivöntun í ýmsan óþarfa. Óþarfa sem stundum er framleiddur á mjög óumhverfisvænan máta, hefur langt, dýrt og djúpt kolefnisspor. Það er stundum erfitt að segja nei. Hin hliðin, að láta sig dreyma um vel útilátna máltíð Hin hliðin eru svo það fólk og þau börn sem búa við fátækt. Fólk sem ekki hefur efni á þessum hlutum sem í sí og æ er verið að ota að okkur í auglýsingum. Fólk sem þarf og vantar nauðsynjar og jafnvel margt annað. Börn þeirra geta rétt leyft sér að dreyma um dótið en vantar mögulega föt, skó, almennilegan og næringarríkan mat. Þetta eru börn sem mögulega dreymir oftar um vel útilátna máltíð en dótagjafir. Það er mikilvægt að við séum öll meðvituð um að við búum í samfélagi þar sem fólk býr við ólíkan kost og á Íslandi ríkir ekki sannur jöfnuður þegar kemur að lífsgæðum, fæði og húsnæði. Þar eru börnin í viðkvæmustu stöðunni en fátækt hefur afdrifaríkar afleiðingar á líf þeirra. Gefðu barninu Heillagjöf og taktu samtalið Rikka og Robbi ríku eru foreldrar sem geta veitt börnum sínum allt veraldlegt. Það er mjög mikilvægt að þegar þau tala við jólasveininn að þau komi þeim skilaboðum rækilega á framfæri við Sveinka að hann gæti hófs í skógjöfum. Því það er algjörlega ómögulegt að barn sem býr við fátækt og hefur upplifað margþætta mismunun vegna þess, upplifi einnig mismunun af hálfu jólasveinsins. Ég bið því alla jólasveina, foreldra og forsjáraðila að huga að hófsemi. Barnaheill selur Heillagjafir sem eru tilvaldar gjafir til barna. Það er öllum börnum hollt að fá Heillagjöf og gott er að gjöfinni fylgi samtal. Gjöfin er í raun kort með mynd af til dæmis af ungbarnateppi eða öðru því sem verður fyrir valinu. Samtalið sem fylgir gjöfinni ætti svo að fjalla um af hverju við færum barninu okkar Heillagjöf. Því með Heillagjöf er barnið að gefa öðru barni möguleika á betra lífi. Heillagjöfin getur bjargað lífi barns, verndað barn frá ofbeldi, komið barni í stríðshrjáðu landi í öruggt skjól og svo mætti lengi telja. Þá er Heillagjöfin einnig umhverfisvæn. Gjöfina er hægt að nota til að ræða mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar okkar allra og hvernig við getum í sameiningu unnið gegn loftslagsvánni með því að endurskoða okkar eigin neyslu. Heillagjöf er vernd gegn ofbeldi á börnum og liður í loftslagsaðgerðum. Gleðilega hátíð! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Hjálparstarf Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Börnin okkar eru helstu aðgerðasinnarnir þegar kemur að því að vekja heiminn til vitundar um loftslagsvandann og mikilvægi þess að við honum sé brugðist tafarlaust. Nú er tími gjafa og yfirflóðs af auglýsingum sem segja okkur hvað við þurfum að eignast og hvað við þurfum að kaupa. Stanslaust er verið að ýta undir aukna neyslu sem veldur aukinni sóun og þar með auknum útblæstri gróðurhúsaloftegunda sem hefur bein áhrif á loftslagið. Endalaus velmegun og fleiri gjafir Þrátt fyrir að vera meðvituð um loftslagsvandann þá glepjast börnin engu síður en fullorðna fólkið. Við sem búum við vestræna velmegun þurfum mörg hver að hafa okkur öll við til að sporna gegn löngun og gervivöntun í ýmsan óþarfa. Óþarfa sem stundum er framleiddur á mjög óumhverfisvænan máta, hefur langt, dýrt og djúpt kolefnisspor. Það er stundum erfitt að segja nei. Hin hliðin, að láta sig dreyma um vel útilátna máltíð Hin hliðin eru svo það fólk og þau börn sem búa við fátækt. Fólk sem ekki hefur efni á þessum hlutum sem í sí og æ er verið að ota að okkur í auglýsingum. Fólk sem þarf og vantar nauðsynjar og jafnvel margt annað. Börn þeirra geta rétt leyft sér að dreyma um dótið en vantar mögulega föt, skó, almennilegan og næringarríkan mat. Þetta eru börn sem mögulega dreymir oftar um vel útilátna máltíð en dótagjafir. Það er mikilvægt að við séum öll meðvituð um að við búum í samfélagi þar sem fólk býr við ólíkan kost og á Íslandi ríkir ekki sannur jöfnuður þegar kemur að lífsgæðum, fæði og húsnæði. Þar eru börnin í viðkvæmustu stöðunni en fátækt hefur afdrifaríkar afleiðingar á líf þeirra. Gefðu barninu Heillagjöf og taktu samtalið Rikka og Robbi ríku eru foreldrar sem geta veitt börnum sínum allt veraldlegt. Það er mjög mikilvægt að þegar þau tala við jólasveininn að þau komi þeim skilaboðum rækilega á framfæri við Sveinka að hann gæti hófs í skógjöfum. Því það er algjörlega ómögulegt að barn sem býr við fátækt og hefur upplifað margþætta mismunun vegna þess, upplifi einnig mismunun af hálfu jólasveinsins. Ég bið því alla jólasveina, foreldra og forsjáraðila að huga að hófsemi. Barnaheill selur Heillagjafir sem eru tilvaldar gjafir til barna. Það er öllum börnum hollt að fá Heillagjöf og gott er að gjöfinni fylgi samtal. Gjöfin er í raun kort með mynd af til dæmis af ungbarnateppi eða öðru því sem verður fyrir valinu. Samtalið sem fylgir gjöfinni ætti svo að fjalla um af hverju við færum barninu okkar Heillagjöf. Því með Heillagjöf er barnið að gefa öðru barni möguleika á betra lífi. Heillagjöfin getur bjargað lífi barns, verndað barn frá ofbeldi, komið barni í stríðshrjáðu landi í öruggt skjól og svo mætti lengi telja. Þá er Heillagjöfin einnig umhverfisvæn. Gjöfina er hægt að nota til að ræða mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar okkar allra og hvernig við getum í sameiningu unnið gegn loftslagsvánni með því að endurskoða okkar eigin neyslu. Heillagjöf er vernd gegn ofbeldi á börnum og liður í loftslagsaðgerðum. Gleðilega hátíð! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun