Mæla ekki með því að nefna örnefni eftir núlifandi fólki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2022 19:15 Helgi Björnsson hefur á starfsferli sínum rannsakað jökla um allan heim. Hinn nafnlausi tindur sem um ræðir er 1.374 metra hár. Stöð 2/Snævarr Guðmundsson Örnefnanefnd telur ekki rétt að mæla með því að ónefndur fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Ekki sé hefð fyrir því að nefna náttúrufyrirbæri eftir núlifandi fólki. Nefndin bendir þó að það sé ekki hlutverk hennar að taka ákvörðun um ný nöfn á náttúrufyrirbærum. Málið má rekja til þess að Gunnar Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, Snævarr Guðmundsson, sviðsstjóri Náttúrustofa Suðausturlands, og Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður sendu á dögunum inn erindi til sveitarstjórnar Skaftárhrepps. Tindurinn sem um ræðir er innan marka Þóðarhyrnu-eldstöðvakerfisins.Úr bréfi Gunnars, Snævarrs og Leifs. Þar leggja þeir til að umræddur tindur, sem er 1.374 metra hár, um 2,5 kílómetra vestan frá Geirvörtum og um fjórum kílómetrum norðaustur af Hágöngum, verði nefndur í höfuðið á Helga. Vildu þeir með því heiðra Helga fyrir hans merku vísindastörf. Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti fyrir sitt leyti tillöguna, en vísaði henni til nafnfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum „til ákvörðunartöku". Stofnunin áframsendi málið til örnafnanefndar. Sérfræðingar mæla ekki með að nefna örnefni eftir lifandi fólki Umsögn nefndarinnar hefur nú borist og var hún kynnt í sveitarstjórn Skaftárhrepss í síðustu viku. Í umsögninni vekur nefndin athygli á því að það sé ekki hlutverk Árnastofnunar eða örnefnanefnd að taka ákvörðun um ný nöfn á náttúrufyrirbærum. Afrit af umsögninni var einnig sent Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. Í umsögninni er vísað í lög um örnefni þar sem fram kemur að hlutverk nefndarinnar sé að veita umsögn um nöfn á nýjum náttúrufyrirbærum, frumkvæðið komi frá sveitarfélögum og endanlega ákvörðun taki menningar- og viðskiptaráðherra. Tindurinn sem um ræðir er hér til hægri. Geirvörtur eru fjær á myndinni.Snævarr Guðmundsson Ekki sé fullljóst hvort að umræddur teljist nýr, en líklegt er að hann hafi komið undan jökli á síðustu öld. Þá segir nefndin að hún starfi eftir því meginsjónarmiði að ekki skuli nefna náttúrufyrirbæri eftir núlifandi fólki. Þetta byggi á tilmælum í ályktun sérfræðingahóps um örnefni, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Telur nefndin því ekki rétt að mæla með nafngift sem gangi í berhöggi við þau tilmæli. Skaftárhreppur Stjórnsýsla Vatnajökulsþjóðgarður Vísindi Háskólar Tengdar fréttir Ræða hvort nafnlaus tindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga jöklafræðing Örnefnanefnd mun síðar í dag taka fyrir tillögu um að nafnlaus fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Í tillögunni er lagt til að Helgi verði heiðraður með þessum hætti, meðal annars vegna kortlagningar hans á botni Vatnajökuls sem sé mikið vísindalegt afrek sem hafi haft „ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum.“ 1. desember 2022 11:02 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Málið má rekja til þess að Gunnar Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, Snævarr Guðmundsson, sviðsstjóri Náttúrustofa Suðausturlands, og Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður sendu á dögunum inn erindi til sveitarstjórnar Skaftárhrepps. Tindurinn sem um ræðir er innan marka Þóðarhyrnu-eldstöðvakerfisins.Úr bréfi Gunnars, Snævarrs og Leifs. Þar leggja þeir til að umræddur tindur, sem er 1.374 metra hár, um 2,5 kílómetra vestan frá Geirvörtum og um fjórum kílómetrum norðaustur af Hágöngum, verði nefndur í höfuðið á Helga. Vildu þeir með því heiðra Helga fyrir hans merku vísindastörf. Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti fyrir sitt leyti tillöguna, en vísaði henni til nafnfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum „til ákvörðunartöku". Stofnunin áframsendi málið til örnafnanefndar. Sérfræðingar mæla ekki með að nefna örnefni eftir lifandi fólki Umsögn nefndarinnar hefur nú borist og var hún kynnt í sveitarstjórn Skaftárhrepss í síðustu viku. Í umsögninni vekur nefndin athygli á því að það sé ekki hlutverk Árnastofnunar eða örnefnanefnd að taka ákvörðun um ný nöfn á náttúrufyrirbærum. Afrit af umsögninni var einnig sent Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. Í umsögninni er vísað í lög um örnefni þar sem fram kemur að hlutverk nefndarinnar sé að veita umsögn um nöfn á nýjum náttúrufyrirbærum, frumkvæðið komi frá sveitarfélögum og endanlega ákvörðun taki menningar- og viðskiptaráðherra. Tindurinn sem um ræðir er hér til hægri. Geirvörtur eru fjær á myndinni.Snævarr Guðmundsson Ekki sé fullljóst hvort að umræddur teljist nýr, en líklegt er að hann hafi komið undan jökli á síðustu öld. Þá segir nefndin að hún starfi eftir því meginsjónarmiði að ekki skuli nefna náttúrufyrirbæri eftir núlifandi fólki. Þetta byggi á tilmælum í ályktun sérfræðingahóps um örnefni, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Telur nefndin því ekki rétt að mæla með nafngift sem gangi í berhöggi við þau tilmæli.
Skaftárhreppur Stjórnsýsla Vatnajökulsþjóðgarður Vísindi Háskólar Tengdar fréttir Ræða hvort nafnlaus tindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga jöklafræðing Örnefnanefnd mun síðar í dag taka fyrir tillögu um að nafnlaus fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Í tillögunni er lagt til að Helgi verði heiðraður með þessum hætti, meðal annars vegna kortlagningar hans á botni Vatnajökuls sem sé mikið vísindalegt afrek sem hafi haft „ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum.“ 1. desember 2022 11:02 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Ræða hvort nafnlaus tindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga jöklafræðing Örnefnanefnd mun síðar í dag taka fyrir tillögu um að nafnlaus fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Í tillögunni er lagt til að Helgi verði heiðraður með þessum hætti, meðal annars vegna kortlagningar hans á botni Vatnajökuls sem sé mikið vísindalegt afrek sem hafi haft „ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum.“ 1. desember 2022 11:02