Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Juventus heimsótti Lyon í leik sem gestirnir urðu að vinna til að komast upp úr C-riðli og í 8-liða úrslit keppninnar. Það gekk ekki eftir en leiknum lauk með markalausu jafntefli, 0-0.
Á sama tíma, í sama riðli, mættust Arsenal og Zürich. Segja má að sá leikur hafi verið leikur kattarins að músinni. Skytturnar frá Lundúnum – sem eru án hollensku markadrottningarinnar Vivianne Miedema sem og Evrópumeistarans Beth Mead – skoruðu níu mörk í leiknum og tryggðu sér sigur í C-riðli.
ARSENAL ADD A SIXTH AS STINA BLACKSTENIUS GETS HER BRACE #UWCL LIVE NOW
— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022
https://t.co/ATDtlk2k2R
https://t.co/TD3Usq0NnS pic.twitter.com/tJzBrDqZFS
Frida Leonhardsen-Maanum skoraði þrjú mörk, Stina Blackstenius og Caitlin Foord skoruðu tvö hvor á meðan Kim Little og Mana Iwabuchi skoruðu sitthvort markið.
Mana Iwabuchi SCORES Arsenal's NINTH GOAL of the night #UWCL LIVE NOW
— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022
https://t.co/ATDtlk2k2R
https://t.co/TD3Usq0NnS pic.twitter.com/bpcWPMm8jO
Fabienne Humm skoraði eina mark heimaliðsins úr vítaspyrnu þegar staðan var orðin 6-0 Arsenal í vil. Fór það svo að leiknum lauk 9-1 og Arsenal vinnur riðilinn með 13 stig. Lyon endar með 11 en Juventus aðeins níu. Zürich var svo stigalaust á botninum.