Lögreglan afhenti innbrotsþjófi þýfið þegar hann var leystur úr haldi Bjarki Sigurðsson skrifar 22. desember 2022 07:00 Dagný Maggýjar er einn íbúa fjölbýlishússins þar sem innbrotið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afhenti innbrotsþjófi í miðbænum það góss sem hann hafði stolið þegar verið var að leysa hann úr haldi. Íbúi í húsinu þar sem hann var gómaður segir málið hlægilegt en vonar að þjófurinn njóti þess litla sem hann hafði úr krafsinu. Brotist var inn í fjölbýlishús í Vesturbænum þann 20. júlí síðastliðinn. Þjófarnir voru tveir, í annarlegu ástandi og var annar þeirra vopnaður hnífi. Húsráðendur náðu að yfirbuga þjófana áður en lögregla kom á vettvang og voru þeir vistaðir í fangageymslu. Fannst skrítið að lögreglan hafi tekið þýfið Dagný Maggýjar er einn af íbúum fjölbýlishússins. Hún segir í samtali við fréttastofu að þjófarnir hafi verið búnir að taka eitthvað magn af þýfi þegar það náðist í skottið á þeim. Þegar lögreglan kom og handtók mennina var þýfið tekið með. „Okkur fannst það pínu skrítið en hugsuðum með okkur að þeir ætluðu örugglega bara að skrá þetta niður eða eitthvað, myndu svo hafa samband. Svo heyrðum við ekkert í þeim lengi, vorum lengi búin að reyna að ná í þá í gegnum tölvupóst en fengum aldrei nein svör,“ segir Dagný í samtali við fréttastofu. Skömmu eftir innbrotið mætti maðurinn og meig á útidyrahurð hússins. Nágranni hennar hafði þá kallað á hann að hurðin væri ekki almenningsklósett. „Tja, þetta fólk hér er nú bara almenningsklósett“ svaraði maðurinn þá. Þá voru íbúarnir farnir að óttast að einhverju leyti um öryggi sitt. Þýfinu skilað aftur... til þjófanna Það var síðan ekki fyrr en rúmlega tveimur mánuðum eftir innbrotið sem hún náði að hafa samband við rannsóknarlögreglumann. „Hann fer að kanna þetta með þýfið og hringir svo í mig mjög vandræðalegur. Þá kemur í ljós að þýfið fór aftur til þjófanna sem er alveg stórkostlega fyndið,“ segir Dagný. Þá hafði annar innbrotsþjófanna fullyrt þegar honum var sleppt úr haldi að hann ætti þýfið. Lögreglan trúði því og gekk hann í burtu með það sem hann hafði stolið þrátt fyrir að hafa verið handtekinn. „1-0 fyrir honum gegn okkur,“ segir Dagný glettin. Í nýjum nærbuxum með vodkaflösku Meðal þess sem var stolið voru verkfæri, þvottur úr kjallara hússins og vodkaflaska. Dagný segir að lögreglan hafi óskað eftir því að íbúar myndu skila yfirliti yfir því sem var stolið. Það gekk þó ekki og var hún beðin um að skila kæru til lögreglunnar. „Þá gafst ég bara upp. Það voru liðnir svo margir mánuðir og við fréttum af því að þjófurinn væri kominn í afplánun. Greyið, við fundum alveg til með honum. Ég held ég nenni aldrei að skrifa þessa blessuðu kæru til að fá þetta bætt. Þannig þjófurinn er bara góður með nýjar nærbuxur, vodkaflösku og verkfæri,“ segir Dagný. Serbneskur nágranni með herþjálfun Dagný segir málið í heild sinni vera mjög fyndið þegar hún hugsar til baka. Til dæmis var hún stálheppin með nágranna þegar kom að því að yfirbuga þjófinn. „Við vorum svo heppin að einn nágranni okkar er frá Serbíu. Okkur hefði aldrei dottið í hug að snúa þjófinn niður en nágranninn hafði fengið herþjálfun. Hann flaug á þjófinn, sneri hann niður og afvopnaði hann. Honum fannst það ekkert voðalega merkilegt og fór bara í ræktina eftir á,“ segir Dagný. Henni finnst þó málið að einhverju leyti vera hluti af sorgarsögu innbrotsþjófsins. „Ég las einhvers staðar að áttatíu prósent af innbrotum er fólk í neyslu. Ég er alfarið á móti því að það sé verið að glæpavæða fólk í neyslu. Þessi maður er bara eitthvað grey, ég er meira hneyksluð á lögreglunni,“ segir Dagný að lokum. Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Brotist var inn í fjölbýlishús í Vesturbænum þann 20. júlí síðastliðinn. Þjófarnir voru tveir, í annarlegu ástandi og var annar þeirra vopnaður hnífi. Húsráðendur náðu að yfirbuga þjófana áður en lögregla kom á vettvang og voru þeir vistaðir í fangageymslu. Fannst skrítið að lögreglan hafi tekið þýfið Dagný Maggýjar er einn af íbúum fjölbýlishússins. Hún segir í samtali við fréttastofu að þjófarnir hafi verið búnir að taka eitthvað magn af þýfi þegar það náðist í skottið á þeim. Þegar lögreglan kom og handtók mennina var þýfið tekið með. „Okkur fannst það pínu skrítið en hugsuðum með okkur að þeir ætluðu örugglega bara að skrá þetta niður eða eitthvað, myndu svo hafa samband. Svo heyrðum við ekkert í þeim lengi, vorum lengi búin að reyna að ná í þá í gegnum tölvupóst en fengum aldrei nein svör,“ segir Dagný í samtali við fréttastofu. Skömmu eftir innbrotið mætti maðurinn og meig á útidyrahurð hússins. Nágranni hennar hafði þá kallað á hann að hurðin væri ekki almenningsklósett. „Tja, þetta fólk hér er nú bara almenningsklósett“ svaraði maðurinn þá. Þá voru íbúarnir farnir að óttast að einhverju leyti um öryggi sitt. Þýfinu skilað aftur... til þjófanna Það var síðan ekki fyrr en rúmlega tveimur mánuðum eftir innbrotið sem hún náði að hafa samband við rannsóknarlögreglumann. „Hann fer að kanna þetta með þýfið og hringir svo í mig mjög vandræðalegur. Þá kemur í ljós að þýfið fór aftur til þjófanna sem er alveg stórkostlega fyndið,“ segir Dagný. Þá hafði annar innbrotsþjófanna fullyrt þegar honum var sleppt úr haldi að hann ætti þýfið. Lögreglan trúði því og gekk hann í burtu með það sem hann hafði stolið þrátt fyrir að hafa verið handtekinn. „1-0 fyrir honum gegn okkur,“ segir Dagný glettin. Í nýjum nærbuxum með vodkaflösku Meðal þess sem var stolið voru verkfæri, þvottur úr kjallara hússins og vodkaflaska. Dagný segir að lögreglan hafi óskað eftir því að íbúar myndu skila yfirliti yfir því sem var stolið. Það gekk þó ekki og var hún beðin um að skila kæru til lögreglunnar. „Þá gafst ég bara upp. Það voru liðnir svo margir mánuðir og við fréttum af því að þjófurinn væri kominn í afplánun. Greyið, við fundum alveg til með honum. Ég held ég nenni aldrei að skrifa þessa blessuðu kæru til að fá þetta bætt. Þannig þjófurinn er bara góður með nýjar nærbuxur, vodkaflösku og verkfæri,“ segir Dagný. Serbneskur nágranni með herþjálfun Dagný segir málið í heild sinni vera mjög fyndið þegar hún hugsar til baka. Til dæmis var hún stálheppin með nágranna þegar kom að því að yfirbuga þjófinn. „Við vorum svo heppin að einn nágranni okkar er frá Serbíu. Okkur hefði aldrei dottið í hug að snúa þjófinn niður en nágranninn hafði fengið herþjálfun. Hann flaug á þjófinn, sneri hann niður og afvopnaði hann. Honum fannst það ekkert voðalega merkilegt og fór bara í ræktina eftir á,“ segir Dagný. Henni finnst þó málið að einhverju leyti vera hluti af sorgarsögu innbrotsþjófsins. „Ég las einhvers staðar að áttatíu prósent af innbrotum er fólk í neyslu. Ég er alfarið á móti því að það sé verið að glæpavæða fólk í neyslu. Þessi maður er bara eitthvað grey, ég er meira hneyksluð á lögreglunni,“ segir Dagný að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira