„Þá fann maður að það eru allir að fylgjast með körfuboltanum hér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. desember 2022 09:00 Græni drekinn setti mikinn svip á úrslitakeppnina 2012 þegar nýliðar Þórs fóru alla leið í úrslitaeinvígið. S2 Sport Þórsarar úr Þorlákshöfn unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í körfubolta vorið 2021 en það var þó ekki í fyrsta sinn sem félagið komst alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Í nýju heimildarþáttunum „Hamingjan er hér“ á Stöð 2 Sport þá er farið yfir sögu körfuboltaliðs Þórs frá Þorlákshöfn, frá stofnun árið 1991 og þangað til þeir verða Íslandsmeistarar 2021. Fyrri þátturinn er á dagskránni í kvöld klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport en sá seinni er á dagskránni á Nýársdag. Í þættinum í kvöld er farið yfir ferðalagið að meistaraárinu og þar á meðal yfir fyrsta úrslitaeinvígi félagsins vorið 2012. Benedikt Guðmundsson hafi þá tekið við Þórsliðinu í 1. deildinni, komið liðinu upp í úrvalsdeild og svo alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Benedikt ræðir þennan tíma í þættinum og hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins sem fjalla um lokaúrslit Þórs og Grindavíkur 2012. „Jú mér fannst vera of mikil fagnaðarlæti eftir að við tryggðum okkur í lokaúrslitin,“ sagði Benedikt þegar hann rifjaði þetta upp en það þóttu stórfréttir að nýliðar væru komnir alla leið í úrslitaeinvígið. „Við förum í úrslitin á móti Grindavík sem kannski eftir þetta varð okkar erkióvinur, sagði Græni Drekinn Heimir Snær Heimisson. Benedikt hafði árin á undan að hann kom í Þorlákshöfn gert bæði karla- og kvennalið KR að Íslandsmeisturum, KR-karlana 2009 og KR-konurnar 2010. „Þegar ég kem hérna þá var ég búinn að vera með Miðjuna sem stuðningsveit í KR og Miðjan var búin að vekja landsathygli. Ég hélt að það væri eitthvað sem ég myndi aldrei fá aftur. Svo bara á fyrsta ári hérna í Þorlákshöfn þá er önnur eins stuðningssveit hérna, Græni drekinn, sem mætti að ég held bara á alla leiki,“ sagði Benedikt. „Græni drekinn er sambland af ótrúlegum karakterum,“ sagði Heimir Snær. „Svona stuðningur kom okkur í gegnum þetta og var ómetanlegt fyrir þessa ungu leikmenn sem voru í liðinu þá. Kjaftfullt hús á öllum leikjum. Fólk sem hafði aldrei komið inn í íþróttasalinn var farið að mæta,“ sagði Benedikt. „Ég var ekkert að pæla í körfunni en svo fórum við að vinna alla leiki og þá fór Græni drekinn að rísa upp,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson. „Þá fann maður að það eru allir að fylgjast með körfuboltanum hér,“ sagði Benedikt. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Hamingjan er hér: Úrslitaeinvígið 2012 Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
Í nýju heimildarþáttunum „Hamingjan er hér“ á Stöð 2 Sport þá er farið yfir sögu körfuboltaliðs Þórs frá Þorlákshöfn, frá stofnun árið 1991 og þangað til þeir verða Íslandsmeistarar 2021. Fyrri þátturinn er á dagskránni í kvöld klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport en sá seinni er á dagskránni á Nýársdag. Í þættinum í kvöld er farið yfir ferðalagið að meistaraárinu og þar á meðal yfir fyrsta úrslitaeinvígi félagsins vorið 2012. Benedikt Guðmundsson hafi þá tekið við Þórsliðinu í 1. deildinni, komið liðinu upp í úrvalsdeild og svo alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Benedikt ræðir þennan tíma í þættinum og hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins sem fjalla um lokaúrslit Þórs og Grindavíkur 2012. „Jú mér fannst vera of mikil fagnaðarlæti eftir að við tryggðum okkur í lokaúrslitin,“ sagði Benedikt þegar hann rifjaði þetta upp en það þóttu stórfréttir að nýliðar væru komnir alla leið í úrslitaeinvígið. „Við förum í úrslitin á móti Grindavík sem kannski eftir þetta varð okkar erkióvinur, sagði Græni Drekinn Heimir Snær Heimisson. Benedikt hafði árin á undan að hann kom í Þorlákshöfn gert bæði karla- og kvennalið KR að Íslandsmeisturum, KR-karlana 2009 og KR-konurnar 2010. „Þegar ég kem hérna þá var ég búinn að vera með Miðjuna sem stuðningsveit í KR og Miðjan var búin að vekja landsathygli. Ég hélt að það væri eitthvað sem ég myndi aldrei fá aftur. Svo bara á fyrsta ári hérna í Þorlákshöfn þá er önnur eins stuðningssveit hérna, Græni drekinn, sem mætti að ég held bara á alla leiki,“ sagði Benedikt. „Græni drekinn er sambland af ótrúlegum karakterum,“ sagði Heimir Snær. „Svona stuðningur kom okkur í gegnum þetta og var ómetanlegt fyrir þessa ungu leikmenn sem voru í liðinu þá. Kjaftfullt hús á öllum leikjum. Fólk sem hafði aldrei komið inn í íþróttasalinn var farið að mæta,“ sagði Benedikt. „Ég var ekkert að pæla í körfunni en svo fórum við að vinna alla leiki og þá fór Græni drekinn að rísa upp,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson. „Þá fann maður að það eru allir að fylgjast með körfuboltanum hér,“ sagði Benedikt. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Hamingjan er hér: Úrslitaeinvígið 2012
Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira