Aaron Donald var hreint út sagt magnaður í vörn Rams þegar liðið lagði Cincinnati Bengals í Ofurskálinni í febrúar á þessu ári. Frammistaða Donald var stór ástæða þess að Rams unnu leikinn 23-20 og lyftu Vince Lombardi-bikarnum.
Titilvörnin hefur verið heldur snubbótt og nú hefur Sean McVay, þjálfari liðsins, staðfest að Donald verður ekki með í leiknum gegn Denver Broncos á morgun, Jóladag. Þá hefur McVay svo gott sem staðfest að Donald missi af restinni af tímabilinu.
Aaron Donald has been ruled out for Sunday's game and is unlikely to return this season, Sean McVay says https://t.co/mmiRP1kegi
— Sports Illustrated (@SInow) December 23, 2022
Tveir leikir NFL deildarinnar eru í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport 2 í dag. Klukkan 18.00 er leikur Minnesota Vikings og New York Giants á dagskrá. Klukkan 21.20 er svo komið að leik Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles.