Newcastle heldur áfram að blómstra | Wolves úr neðsta sæti eftir sigurmark í uppbótartíma Andri Már Eggertsson skrifar 26. desember 2022 17:30 Miguel Almírón hefur spilað afar vel á tímabilinu og skorað níu mörk Vísir/Getty Fimm af átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni er lokið á öðrum degi jóla. Heimavöllurinn gaf lítið sem ekki neitt þar sem fjórir leikir enduðu með sigri á útivelli og fyrsti leikur dagsins endaði með jafntefli. Newcastle vann sannfærandi 0-3 útisigur á Leicester. Í síðustu ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur Newcastle unnið níu leiki og gert tvö jafntefli. Miguel Almirón, leikmaður Newcastle hefur spilað afar vel á leiktíðinni undir stjórn Eddie Howe. Almírón skoraði í dag sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni en Almirón hefur tekið þátt í öllum sextán leikjum Newcastle. Á síðustu fjórum tímabilum hefur Miguel Almirón leikið 110 leiki og skorað í þeim níu mörk líkt og honum hefur tekist í sextán leikjum á þessu tímabili. 9 - Miguel Almirón has scored nine goals in 16 Premier League games this season, as many as he’d scored in his previous four campaigns in the competition combined (9 in 110 apps). Surge. pic.twitter.com/LtcFRIpjMf— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2022 Fulham vann 0-3 sigur á Crystal Palace sem var tveimur færri í tæplega þrjátíu og þrjár mínútur þar sem James Tomkins og Tyrick Mitchell, leikmenn Crystal Palace, fengu báðir rautt spjald. Bobby Reid kom Fulham yfir þegar jafnt var í liðum en eftir að Crystal Palace var aðeins með níu leikmenn á vellinum bætti Tim Ream og Aleksandar Mitrovic við öðru og þriðja marki Fulham. Þetta var í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni sem Crystal Palace missir tvo leikmenn af velli með rautt spjald í sama leiknum That wasn't very Christmassy.#BBCFootball #CRYFUL pic.twitter.com/xppXBtuWkQ— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2022 Wolves vann ótrúlegan 1-2 útisigur á Goodison Park gegn Everton. Yerry Mina kom heimamönnum yfir en Daniel Podence jafnaði fyrir gestina og jafnt var í hálfleik. Það benti allt til þess að leikurinn myndi enda með jafntefli en Rayan Aït Nouri reyndist hetja Wolves er hann skoraði í uppbótartíma og tryggði Wolves stigin þrjú. Southampton tapaði 1-3 gegn Brighton sem komst þremur mörkum yfir en James Ward Prowse minnkaði muninn en nær komust dýrlingarnir ekki. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Sjá meira
Newcastle vann sannfærandi 0-3 útisigur á Leicester. Í síðustu ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur Newcastle unnið níu leiki og gert tvö jafntefli. Miguel Almirón, leikmaður Newcastle hefur spilað afar vel á leiktíðinni undir stjórn Eddie Howe. Almírón skoraði í dag sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni en Almirón hefur tekið þátt í öllum sextán leikjum Newcastle. Á síðustu fjórum tímabilum hefur Miguel Almirón leikið 110 leiki og skorað í þeim níu mörk líkt og honum hefur tekist í sextán leikjum á þessu tímabili. 9 - Miguel Almirón has scored nine goals in 16 Premier League games this season, as many as he’d scored in his previous four campaigns in the competition combined (9 in 110 apps). Surge. pic.twitter.com/LtcFRIpjMf— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2022 Fulham vann 0-3 sigur á Crystal Palace sem var tveimur færri í tæplega þrjátíu og þrjár mínútur þar sem James Tomkins og Tyrick Mitchell, leikmenn Crystal Palace, fengu báðir rautt spjald. Bobby Reid kom Fulham yfir þegar jafnt var í liðum en eftir að Crystal Palace var aðeins með níu leikmenn á vellinum bætti Tim Ream og Aleksandar Mitrovic við öðru og þriðja marki Fulham. Þetta var í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni sem Crystal Palace missir tvo leikmenn af velli með rautt spjald í sama leiknum That wasn't very Christmassy.#BBCFootball #CRYFUL pic.twitter.com/xppXBtuWkQ— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2022 Wolves vann ótrúlegan 1-2 útisigur á Goodison Park gegn Everton. Yerry Mina kom heimamönnum yfir en Daniel Podence jafnaði fyrir gestina og jafnt var í hálfleik. Það benti allt til þess að leikurinn myndi enda með jafntefli en Rayan Aït Nouri reyndist hetja Wolves er hann skoraði í uppbótartíma og tryggði Wolves stigin þrjú. Southampton tapaði 1-3 gegn Brighton sem komst þremur mörkum yfir en James Ward Prowse minnkaði muninn en nær komust dýrlingarnir ekki.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Sjá meira