Nathaniel Hackett er fimmti aðalþjálfarinn frá 1970 sem fær ekki að klára sitt fyrsta tímabil sem þjálfari. Hann kemst þá í hóp með Urban Mayer, Bobby Petrino, Pete McCulley og Lou Holtz.
Nathaniel Hackett now becomes the fifth head coach since the 1970 merger to not finish his first season. He joins 2021 Urban Meyer, 2007 Bobby Petrino, 1978 Pete McCulley and 1976 Lou Holtz. pic.twitter.com/cdDb8RujD0
— Adam Schefter (@AdamSchefter) December 26, 2022
Eftir að Denver Broncos vann Super Bowl árið 2016 í síðasta leik Peyton Manning á ferlinum hefur félaginu ekki tekist að komast í úrslitakeppnina sjö tímabil í röð en ekkert félag sem hefur unnið Super Bowl hefur þurft að bíða svona lengi eftir að komast í úrslitakeppnina.
Samkvæmt heimildum Adam Schefter tekur Jerry Rosburg við sem bráðabirgðar þjálfari Denver Broncos en hann var aðstoðarþjálfari Denver áður en Nathaniel Hackett var rekinn. Búið er að tilkynna leikmönnum Denver Broncos frá þessum breytingum.
Sources: Broncos players were just informed that senior assistant coach Jerry Rosburg, whom Nathaniel Hackett hired during the season to aid him in clock management strategy, is now taking over as the Broncos’ interim head coach, effective immediately. pic.twitter.com/WJ8BFXlg3k
— Adam Schefter (@AdamSchefter) December 26, 2022
Næsti leikur Denver Broncos er gegn Kansas City Chiefs sunnudaginn 1. janúar.