„Niðurstaða Handkastsins að Ísland er með bestu útilínu í heiminum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2022 18:46 Þessir þrír eru betri en flestir og raunar allir ef marka má Handkastið. Vísir/Getty Images Handkastið heldur áfram að hita upp fyrir HM í handbolta sem fram fer í janúar. Hvort menn hafi prjónað yfir sig í nýjasta þætti hlaðvarpsins verður að koma í ljós en þar var fullyrt að útilína Íslands, skytturnar tvær ásamt miðjumanni, væru besta útilína heims um þessar mundir. Eins og staðan er í dag mun Aron Pálmarsson leika í stöðu vinstri skyttu og þó Aron sé á leið í Olís deildina hér á landi næsta haust þá er ekki hægt að deila um það að hann er einn besti leikmaður heims í sinni stöðu og hefur verið um árabil. Hvað varðar hinar stöðurnar þá þekkjast þeir leikmenn betur en flestir. Íslenska tvíeykið, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, hafa verið hreint út sagt stórkostlegir það sem af er tímabili og því eðlilega mikil spenna að sjá þá saman í landsliðstreyjunni í janúar. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, velti þeirri spurningu einfaldlega upp hvort þessi útilína væri ekki sú besta á HM og þar af leiðandi sú besta í heimi. Ásamt honum voru þeir Theodór Ingi Pálmason og Ingvi Þór Sæmundsson að þessu sinni. „Þú getur alveg fært rök fyrir því, alveg klárlega. Íslandi er spáð 4. til 5. sæti af veðbönkum fyrir mót. Eigum við ekki að segja að útilínan sé ástæðan fyrir því. Við erum komnir með mikla breidd og sterka leikmenn í nánast öllum stöðum. Verum bara með í þessu, Ísland er með bestu útilínu í heimi,“ sagði Theodór Ingi á meðan Ingvi Þór var rödd skynseminnar í þessari umræður en svaraði þó hikandi „jájá.“ Þremenningarnir tóku útilínu Danmerkur sem er af mörgum talin ein sú besta í heimi. Stöðu fyrir stöðu telja þeir Ísland hafa betur. Aron Pálmarsson gegn Mikkel Hansen, Gísli Þorgeir gegn Rasmus Lauge og Ómar Ingi gegn Mathias Gidsel. „Segjum að Mikkel hafi betur í samanburðinu en svo er Gísli Þorgeir betri en Lauge og mér finnst Ómar Ingi miklu betri en Gidsel,“ sagði Stefán Árni. „Það gæti svo sem alveg verið að Gidsel og Ómar Ingi séu bestu handboltamenn í heimi í dag,“ bætti Ingvi Þór við. Danska liðið er þó með betri breidd en það íslenska. „Þegar þú ert kominn í leikmenn, fjögur til sjö í útlínunni þá hafa þeir okkur. Ef við horfum bara á þessa þrjá og berum þá saman þá er þetta ansi jafnt.“ „Þetta er niðurstaða Handkastsins að Ísland er með bestu útilínu í heiminum. Ég er alveg á því og það er mín skoðun,“ sagði Stefán Árni. Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Handbolti Handkastið Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Sjá meira
Eins og staðan er í dag mun Aron Pálmarsson leika í stöðu vinstri skyttu og þó Aron sé á leið í Olís deildina hér á landi næsta haust þá er ekki hægt að deila um það að hann er einn besti leikmaður heims í sinni stöðu og hefur verið um árabil. Hvað varðar hinar stöðurnar þá þekkjast þeir leikmenn betur en flestir. Íslenska tvíeykið, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, hafa verið hreint út sagt stórkostlegir það sem af er tímabili og því eðlilega mikil spenna að sjá þá saman í landsliðstreyjunni í janúar. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, velti þeirri spurningu einfaldlega upp hvort þessi útilína væri ekki sú besta á HM og þar af leiðandi sú besta í heimi. Ásamt honum voru þeir Theodór Ingi Pálmason og Ingvi Þór Sæmundsson að þessu sinni. „Þú getur alveg fært rök fyrir því, alveg klárlega. Íslandi er spáð 4. til 5. sæti af veðbönkum fyrir mót. Eigum við ekki að segja að útilínan sé ástæðan fyrir því. Við erum komnir með mikla breidd og sterka leikmenn í nánast öllum stöðum. Verum bara með í þessu, Ísland er með bestu útilínu í heimi,“ sagði Theodór Ingi á meðan Ingvi Þór var rödd skynseminnar í þessari umræður en svaraði þó hikandi „jájá.“ Þremenningarnir tóku útilínu Danmerkur sem er af mörgum talin ein sú besta í heimi. Stöðu fyrir stöðu telja þeir Ísland hafa betur. Aron Pálmarsson gegn Mikkel Hansen, Gísli Þorgeir gegn Rasmus Lauge og Ómar Ingi gegn Mathias Gidsel. „Segjum að Mikkel hafi betur í samanburðinu en svo er Gísli Þorgeir betri en Lauge og mér finnst Ómar Ingi miklu betri en Gidsel,“ sagði Stefán Árni. „Það gæti svo sem alveg verið að Gidsel og Ómar Ingi séu bestu handboltamenn í heimi í dag,“ bætti Ingvi Þór við. Danska liðið er þó með betri breidd en það íslenska. „Þegar þú ert kominn í leikmenn, fjögur til sjö í útlínunni þá hafa þeir okkur. Ef við horfum bara á þessa þrjá og berum þá saman þá er þetta ansi jafnt.“ „Þetta er niðurstaða Handkastsins að Ísland er með bestu útilínu í heiminum. Ég er alveg á því og það er mín skoðun,“ sagði Stefán Árni. Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan.
Handbolti Handkastið Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Sjá meira