Ríkissjóður kaupir meirihluta Landsnets á um 63 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 30. desember 2022 18:37 Guðmundur Ingi Ásmundsson er forstjóri Landsnets. Stöð 2/Arnar Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Landsvirkjun, RARIK og Orkubú Vestfjarða hafa náð samningum um kaup ríkisins á 93,22 prósent eignarhlut fyrirtækjanna í Landsneti hf.. Eftir stendur 6,78 prósent hlutur Orkuveitur Reykjavíkur í Landsneti. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að samkvæmt kaupsamningi greiði ríkið bókfært verð fyrir eignarhlut fyrirtækjanna, sem nemi um 439 milljónum Bandaríkjadala, eða um 63 milljörðum króna. Á vef Landsnets segir að fyrirtækið hafi verið í 64,73 prósent eigu Landsvirkjunar, 22,51 prósent eigu RARIK, 5,98 prósent eigu Orkubús Vestfjarða og 6,78 prósent eigu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir viðskiptin. Í samræmi við Orkustefnu Í tilkynningu segir að Landsnet hafi verið stofnað með lögum árið 2004 og tekið til starfa árið 2005. Landsnet starfi samkvæmt sérleyfi og gegni mikilvægu hlutverki á raforkumarkaði, en hlutverk félagsins sé flutningur raforku og stjórnun raforkukerfisins. Eigendur hafi í byrjun verið Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða. Árið 2007 hafi Orkuveita Reykjavíkur bæst í eigendahópinn og eignarhald verið óbreytt síðan. Í Orkustefnu til 2050, sem birt var haustið 2020, komi meðal annars fram að hlutlaust eignarhald sé grundvöllur gagnsæis og jafnræðis á raforkumarkaði og því mikilvægt að ljúka eigendaaðskilnaði flutningsfyrirtækisins þannig að það sé í beinni opinberri eigu. Kaup ríkisins grundvallist á þessu sjónarmiði og séu í samræmi við það sem kveðið er sé um með nýlegum breytingum á raforkulögum og lögum um stofnun Landsnets. Víðtæk samstaða um að ríkið eigi Landsnet Í tilkynningu er haft eftir Bjarna Benediktssyni, efnahags- og fjármálaráðherra, að hann sé ánægður með að breytt eignarhald Landsnets sé komið til framkvæmda. Það hafi verið víðtæk samstaða um að eignarhald Landsnets sé best komið í beinni eigu ríkisins og/eða sveitarfélaga. Með þessum samningi sé stigið fyrsta skrefið í að innleiða þessa breytingu hjá þessu mikilvæga fyrirtæki. „Þessi samningur er mikið fagnaðarefni. Landsvirkjun hefur lengi talað fyrir því að breyta eignarhaldi Landsnets og bent á að það sé óheppilegt að Landsnet, sem hefur einkaleyfi á flutningi raforku og kerfisstjórnun, sé í eigu orkuvinnslufyrirtækja og dreifiveitna. Óbreytt eignarhald samræmist illa meginhugmyndum um aðskilnað samkeppnisreksturs og grunnreksturs á orkumarkaði. Það er ánægjulegt að sjá að þessi breyting hefur nú raungerst,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Eignarhluturinn hafi skapað tekjur „RARIK fagnar þessum samningi. Hlutverk á raforkumarkaði verða skýrari og sjálfstæði flutningsfyrirtækisins stuðlar að jafnræði og eðlilegri þróun orkumarkaðar á Íslandi. RARIK og Landsnet hafa átt góð og fagleg samskipti hingað til og svo mun verða áfram,“ er haft eftir Magnúsi Þór Ásmundssyni, forstjóra RARIK. Haft er eftir Elíasi Jónatanssyni orkubússtjóra Orkubús Vestfjarða, að eignarhlutur OV í Landsneti hafi á undanförnum árum skapað tekjur sem hafi verið mikilvægur þáttur í rekstrarafkomu Orkubúsins. „Með sölunni skapast hins vegar ný tækifæri fyrir Orkubúið að auka fjárfestingar í orkuinnviðum á Vestfjörðum og tryggja þannig Vestfirðingum betur sambærilega stöðu í raforkumálum og aðrir íbúar landsins búa við,“ segir hann. Orkumál Landsvirkjun Efnahagsmál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að samkvæmt kaupsamningi greiði ríkið bókfært verð fyrir eignarhlut fyrirtækjanna, sem nemi um 439 milljónum Bandaríkjadala, eða um 63 milljörðum króna. Á vef Landsnets segir að fyrirtækið hafi verið í 64,73 prósent eigu Landsvirkjunar, 22,51 prósent eigu RARIK, 5,98 prósent eigu Orkubús Vestfjarða og 6,78 prósent eigu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir viðskiptin. Í samræmi við Orkustefnu Í tilkynningu segir að Landsnet hafi verið stofnað með lögum árið 2004 og tekið til starfa árið 2005. Landsnet starfi samkvæmt sérleyfi og gegni mikilvægu hlutverki á raforkumarkaði, en hlutverk félagsins sé flutningur raforku og stjórnun raforkukerfisins. Eigendur hafi í byrjun verið Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða. Árið 2007 hafi Orkuveita Reykjavíkur bæst í eigendahópinn og eignarhald verið óbreytt síðan. Í Orkustefnu til 2050, sem birt var haustið 2020, komi meðal annars fram að hlutlaust eignarhald sé grundvöllur gagnsæis og jafnræðis á raforkumarkaði og því mikilvægt að ljúka eigendaaðskilnaði flutningsfyrirtækisins þannig að það sé í beinni opinberri eigu. Kaup ríkisins grundvallist á þessu sjónarmiði og séu í samræmi við það sem kveðið er sé um með nýlegum breytingum á raforkulögum og lögum um stofnun Landsnets. Víðtæk samstaða um að ríkið eigi Landsnet Í tilkynningu er haft eftir Bjarna Benediktssyni, efnahags- og fjármálaráðherra, að hann sé ánægður með að breytt eignarhald Landsnets sé komið til framkvæmda. Það hafi verið víðtæk samstaða um að eignarhald Landsnets sé best komið í beinni eigu ríkisins og/eða sveitarfélaga. Með þessum samningi sé stigið fyrsta skrefið í að innleiða þessa breytingu hjá þessu mikilvæga fyrirtæki. „Þessi samningur er mikið fagnaðarefni. Landsvirkjun hefur lengi talað fyrir því að breyta eignarhaldi Landsnets og bent á að það sé óheppilegt að Landsnet, sem hefur einkaleyfi á flutningi raforku og kerfisstjórnun, sé í eigu orkuvinnslufyrirtækja og dreifiveitna. Óbreytt eignarhald samræmist illa meginhugmyndum um aðskilnað samkeppnisreksturs og grunnreksturs á orkumarkaði. Það er ánægjulegt að sjá að þessi breyting hefur nú raungerst,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Eignarhluturinn hafi skapað tekjur „RARIK fagnar þessum samningi. Hlutverk á raforkumarkaði verða skýrari og sjálfstæði flutningsfyrirtækisins stuðlar að jafnræði og eðlilegri þróun orkumarkaðar á Íslandi. RARIK og Landsnet hafa átt góð og fagleg samskipti hingað til og svo mun verða áfram,“ er haft eftir Magnúsi Þór Ásmundssyni, forstjóra RARIK. Haft er eftir Elíasi Jónatanssyni orkubússtjóra Orkubús Vestfjarða, að eignarhlutur OV í Landsneti hafi á undanförnum árum skapað tekjur sem hafi verið mikilvægur þáttur í rekstrarafkomu Orkubúsins. „Með sölunni skapast hins vegar ný tækifæri fyrir Orkubúið að auka fjárfestingar í orkuinnviðum á Vestfjörðum og tryggja þannig Vestfirðingum betur sambærilega stöðu í raforkumálum og aðrir íbúar landsins búa við,“ segir hann.
Orkumál Landsvirkjun Efnahagsmál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira