Jónas og Áslaug kaupa Blómaborg: „Aðalfókusinn verður á að búa til eitthvað fallegt“ Árni Sæberg skrifar 30. desember 2022 21:53 Hjónin eru kampakát með kaupin. Facebook/Blómaborg Hjónin Jónas Sigurðsson, sem oft er kenndur við Ritvélar framtíðarinnar, og Áslaug Hanna Baldursdóttir hafa fest kaup á Blómaborg í Hveragerði. Samhliða kaupunum flytja þau austur fyrir fjall í íbúð sem fylgir með búðinni. „Við hjónin erum í þessu saman. Þetta er meira svona verkefni konunnar minnar en við höfum verið að horfa á þetta lengi sem draum. Svo er auðvitað hluti af þessu að vera hérna, ég er náttúrulega frá Þorlákshöfn og við byrjuðum að búa í Hveragerði svo þetta er svona homebase,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Greint var frá lyklaskiptunum að Blómaborg á Facebooksíðu verslunarinnar í dag en Helga Björnsdóttir og fjölskylda hafa rekið verslunina við góðan orðstýr í rúma þrjá áratugi. Í tilkynningu segir að þau Jónas og Áslaug ætli sér að byggja á þeim góða grunni sem þegar er til staðar og þróa áfram með það að markmiði að Blómaborg verði áfram hlýleg verslun og nærandi viðburðarmiðstöð í hjarta Hveragerðis. Sögufrægt heimili apans Bongós Jónas segir að húsnæði Blómaborgar sé sögufrægt og bendir á að þar hafi apinn Bongó haft aðsetur í húsnæðinu þegar þar var rekinn Blómaskáli Michelsens á sjöunda áratug síðustu aldar. Líkt og frægt er orðið fyrir löngu flutti sjálf Ellý Vilhjálms Bongó til landsins. Jónas segir að ætlun þeirra hjóna sé að halda í söguna og þá einstæðu gróðurhúsastemningu sem ávallt hefur ríkt í Hveragerði. „Þetta náttúrulega er svolítið hjartað þarna í Hveragerði, þarna er gjafavöruverslun og auðvitað blómabúð, og við sjáum fyrir okkur að þarna líka mikil menning og kósí fílingur,“ segir Jónas og bætir við að þau hjón séu ekki blómaskreytingasérfræðingar en í Hveragerði sé fullt af frábæru fólki sem sé tilbúið að hjálpa þeim með þann hluta. Skemmtilegur vöxtur á Suðurlandi Jónas segir að á Suðurlandi sé rosalega skemmtilegur vöxtur um þessar mundir og nefnir í því samhengi Selfoss með sinn nýja miðbæ, Þorlákshöfn og Hveragerði, sem sé alveg í blóma með nýja mathöll og fleira. „Þetta er að verða svo ofboðslega skemmtilegt svæði og við höfum trú á að það muni þróast allt meira og minna í þessa átt,“ segir hann. Þau hjón ætla sér að halda menningarviðburði í Blómaborg samhliða því að reka þar blómaverslun. „Við viljum að hjartað slái svolítið þarna, að maður geti komið við og fengið sér kaffi og svo verði einhverjir góðir viðburðir. Aðalfókusinn verður á að búa til eitthvað fallegt,“ segir hann. Hann segir þó að þau hjón ætli að flýta sér hægt og finna taktinn í bænum og rekstrinum. Því verður opnunartími styttri frá opnun þann 3. janúar fram til 15. febrúar milli 12 og 16. Eftir það er stefnt á að hafa opið milli 12 og 18. Kaup og sala fyrirtækja Hveragerði Verslun Blóm Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
„Við hjónin erum í þessu saman. Þetta er meira svona verkefni konunnar minnar en við höfum verið að horfa á þetta lengi sem draum. Svo er auðvitað hluti af þessu að vera hérna, ég er náttúrulega frá Þorlákshöfn og við byrjuðum að búa í Hveragerði svo þetta er svona homebase,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Greint var frá lyklaskiptunum að Blómaborg á Facebooksíðu verslunarinnar í dag en Helga Björnsdóttir og fjölskylda hafa rekið verslunina við góðan orðstýr í rúma þrjá áratugi. Í tilkynningu segir að þau Jónas og Áslaug ætli sér að byggja á þeim góða grunni sem þegar er til staðar og þróa áfram með það að markmiði að Blómaborg verði áfram hlýleg verslun og nærandi viðburðarmiðstöð í hjarta Hveragerðis. Sögufrægt heimili apans Bongós Jónas segir að húsnæði Blómaborgar sé sögufrægt og bendir á að þar hafi apinn Bongó haft aðsetur í húsnæðinu þegar þar var rekinn Blómaskáli Michelsens á sjöunda áratug síðustu aldar. Líkt og frægt er orðið fyrir löngu flutti sjálf Ellý Vilhjálms Bongó til landsins. Jónas segir að ætlun þeirra hjóna sé að halda í söguna og þá einstæðu gróðurhúsastemningu sem ávallt hefur ríkt í Hveragerði. „Þetta náttúrulega er svolítið hjartað þarna í Hveragerði, þarna er gjafavöruverslun og auðvitað blómabúð, og við sjáum fyrir okkur að þarna líka mikil menning og kósí fílingur,“ segir Jónas og bætir við að þau hjón séu ekki blómaskreytingasérfræðingar en í Hveragerði sé fullt af frábæru fólki sem sé tilbúið að hjálpa þeim með þann hluta. Skemmtilegur vöxtur á Suðurlandi Jónas segir að á Suðurlandi sé rosalega skemmtilegur vöxtur um þessar mundir og nefnir í því samhengi Selfoss með sinn nýja miðbæ, Þorlákshöfn og Hveragerði, sem sé alveg í blóma með nýja mathöll og fleira. „Þetta er að verða svo ofboðslega skemmtilegt svæði og við höfum trú á að það muni þróast allt meira og minna í þessa átt,“ segir hann. Þau hjón ætla sér að halda menningarviðburði í Blómaborg samhliða því að reka þar blómaverslun. „Við viljum að hjartað slái svolítið þarna, að maður geti komið við og fengið sér kaffi og svo verði einhverjir góðir viðburðir. Aðalfókusinn verður á að búa til eitthvað fallegt,“ segir hann. Hann segir þó að þau hjón ætli að flýta sér hægt og finna taktinn í bænum og rekstrinum. Því verður opnunartími styttri frá opnun þann 3. janúar fram til 15. febrúar milli 12 og 16. Eftir það er stefnt á að hafa opið milli 12 og 18.
Kaup og sala fyrirtækja Hveragerði Verslun Blóm Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira