Rauk úr útsendingu og beint á fæðingardeildina: „Pabbi er á leiðinni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2023 22:32 Robert Griffin hinn þriðji rauk úr beinni útsendingu eftir að hafa fengið símtal um að konan hans væri farin af stað í fæðingu. Vísir/Getty Robert Griffin III var í beinni útsendingu hjá ESPN í gærkvöldi þegar hann tók skyndilega upp símann. Hann rauk svo af stað þegar í ljós kom að konan hans væri komin með hríðir. Robert Griffin III var valinn annar í nýliðavalinu árið 2012 af Washington Redskins. Hann byrjaði af miklum krafti í deildinni en lenti svo í erfiðum meiðslum og lagði skóna á hilluna árið 2020 eftir að hafa leikið fjögur tímabil með Redskins, eitt tímabil með Cleveland Browns og þrjú tímabil með Baltimore Ravens. WIFE IS IN LABOR!!!!!! pic.twitter.com/Kep0Ek51vU— Robert Griffin III (@RGIII) January 1, 2023 Griffin starfar núna sem sérfræðingur í útsendingum ESPN frá NFL deildinni sem og háskólaboltanum. Í gær var hann við störf á undanúrslitaleik Michican og TCU þegar hann tók skyndilega upp símann í miðri útsendingu, samstarfsmönnum hans til töluverðar undrunar. Griffin tók svo skyndilega á rás og í ljós kom að kona hans var komin með hríðir og á leið á fæðingardeildina. Griffin greindi frá atburðarásinni á Twitter síðu sinni og greindi frá því að hann væri kominn í flugvél á leiðinni heim og bað konuna sína um að halda í sér. UPDATE!!! Made a SOUTHWEST FLIGHT to get home. HOLD ON BABY, DADDYs COMING! https://t.co/wSBKrUMf44— Robert Griffin III (@RGIII) January 1, 2023 Síðar um kvöldið kom svo í ljós að barnið ákvað að láta bíða eftir sér. „Barnið okkar ákvað að það væri ekki ennþá kominn tími á að koma út. Hún hlýtur að hafa vitað að mamma og pabbi eyða gamlárskvöldi aldrei í sitt hvoru lagi. Guð vissi hvar ég þurfti að vera,“ skrifaði Griffin. Eiginkona Griffin, Grete Griffin, var hins vegar þakklát fyrir að hann hafi drifið sig af stað í fyrstu flugvélina. Baby said SIKE!!! Thank you everyone for the sweet messages, but as of right now, still pregnant and couldn t be more thankful for @RGIII for hopping on the first flight home My hero!!!! https://t.co/1oGVBDTEdr— Grete Griffin (@GGriffinIII) January 1, 2023 NFL Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Robert Griffin III var valinn annar í nýliðavalinu árið 2012 af Washington Redskins. Hann byrjaði af miklum krafti í deildinni en lenti svo í erfiðum meiðslum og lagði skóna á hilluna árið 2020 eftir að hafa leikið fjögur tímabil með Redskins, eitt tímabil með Cleveland Browns og þrjú tímabil með Baltimore Ravens. WIFE IS IN LABOR!!!!!! pic.twitter.com/Kep0Ek51vU— Robert Griffin III (@RGIII) January 1, 2023 Griffin starfar núna sem sérfræðingur í útsendingum ESPN frá NFL deildinni sem og háskólaboltanum. Í gær var hann við störf á undanúrslitaleik Michican og TCU þegar hann tók skyndilega upp símann í miðri útsendingu, samstarfsmönnum hans til töluverðar undrunar. Griffin tók svo skyndilega á rás og í ljós kom að kona hans var komin með hríðir og á leið á fæðingardeildina. Griffin greindi frá atburðarásinni á Twitter síðu sinni og greindi frá því að hann væri kominn í flugvél á leiðinni heim og bað konuna sína um að halda í sér. UPDATE!!! Made a SOUTHWEST FLIGHT to get home. HOLD ON BABY, DADDYs COMING! https://t.co/wSBKrUMf44— Robert Griffin III (@RGIII) January 1, 2023 Síðar um kvöldið kom svo í ljós að barnið ákvað að láta bíða eftir sér. „Barnið okkar ákvað að það væri ekki ennþá kominn tími á að koma út. Hún hlýtur að hafa vitað að mamma og pabbi eyða gamlárskvöldi aldrei í sitt hvoru lagi. Guð vissi hvar ég þurfti að vera,“ skrifaði Griffin. Eiginkona Griffin, Grete Griffin, var hins vegar þakklát fyrir að hann hafi drifið sig af stað í fyrstu flugvélina. Baby said SIKE!!! Thank you everyone for the sweet messages, but as of right now, still pregnant and couldn t be more thankful for @RGIII for hopping on the first flight home My hero!!!! https://t.co/1oGVBDTEdr— Grete Griffin (@GGriffinIII) January 1, 2023
NFL Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira