Alda Karen fékk óvænt bónorð á annan í jólum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. janúar 2023 18:29 Bónorðið til Öldu var útpælt. Instagram „Þetta var ótrúlegt, ég átti alls ekki von á þessu,“ segir Alda Karen Hjaltalín frumkvöðull og fyrirlesari í samtali við Vísi en hún fékk óvænt bónorð á annan í jólum. Alda Karen og unnusta hennar Katherine Lopez eru búsettar í New York en komu til Íslands í jólafrí og dvöldu hjá fjölskyldu Öldu á Akureyri. Á annan í jólum fóru Katherine og móðir Öldu í búð. Hálftíma síðar hringdu þær í Öldu, sögðust hafa fest bílinn í snjóskafli og báðu hana um að koma til þeirra með skóflu. Þegar Alda mætti á svæðið var öll fjölskyldan þar samankomin ásamt Katherine og búið að var raða upp kertaljósum í snjónum ásamt ljósaskilti með orðunum „Marry me.“ View this post on Instagram A post shared by Alda Karen Hjaltali n (@aldakarenh) Seinna kom í ljós að um úthugsaðan gjörning var að ræða. „Katherine var búin að vera að læra íslensku í heilt ár svo hún gæti borið upp bónorðið á mínu tungumáli. Fjölskyldan mín fékk síðan að vita af því einum og hálfum mánuði áður að hún ætlaði að biðja mín og mér finnst ótrúlegt að þau hafi náð að leyna þessu,“ segir Alda í samtali við Vísi. Alda og Katherine hafa verið saman í rúmt ár og segist Alda alls ekki hafa átt von á bónorði. En svarið var að sjálfsögðu já. „Auðveldasta já ævi minnar“ ritar Alda í færslu á facebooksíðu sinni. Alda Karen og Katherine hafa verið par í rúmt ár.Instagram Hamingjuóskum hefur ringt yfir parið á samfélagsmiðlum eftir að Alda greindi frá trúlofunni. Í samtali við Vísi segir Alda að 2023 byrji svo sannarlega vel. „Ég hefði ekki getað beðið um betri byrjun á nýju ári.“ Akureyri Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Sjá meira
Alda Karen og unnusta hennar Katherine Lopez eru búsettar í New York en komu til Íslands í jólafrí og dvöldu hjá fjölskyldu Öldu á Akureyri. Á annan í jólum fóru Katherine og móðir Öldu í búð. Hálftíma síðar hringdu þær í Öldu, sögðust hafa fest bílinn í snjóskafli og báðu hana um að koma til þeirra með skóflu. Þegar Alda mætti á svæðið var öll fjölskyldan þar samankomin ásamt Katherine og búið að var raða upp kertaljósum í snjónum ásamt ljósaskilti með orðunum „Marry me.“ View this post on Instagram A post shared by Alda Karen Hjaltali n (@aldakarenh) Seinna kom í ljós að um úthugsaðan gjörning var að ræða. „Katherine var búin að vera að læra íslensku í heilt ár svo hún gæti borið upp bónorðið á mínu tungumáli. Fjölskyldan mín fékk síðan að vita af því einum og hálfum mánuði áður að hún ætlaði að biðja mín og mér finnst ótrúlegt að þau hafi náð að leyna þessu,“ segir Alda í samtali við Vísi. Alda og Katherine hafa verið saman í rúmt ár og segist Alda alls ekki hafa átt von á bónorði. En svarið var að sjálfsögðu já. „Auðveldasta já ævi minnar“ ritar Alda í færslu á facebooksíðu sinni. Alda Karen og Katherine hafa verið par í rúmt ár.Instagram Hamingjuóskum hefur ringt yfir parið á samfélagsmiðlum eftir að Alda greindi frá trúlofunni. Í samtali við Vísi segir Alda að 2023 byrji svo sannarlega vel. „Ég hefði ekki getað beðið um betri byrjun á nýju ári.“
Akureyri Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Sjá meira