Hlæjandi maður, handtekinn hundur og bífræfinn grænmetisþjófur Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. janúar 2023 23:37 Það er enginn dagur eins hjá lögreglunni og menn þurfa að vera við öllu búnir. Vísir/Vilhelm Verkefni lögreglunnar eru jafn misjöfn og þau eru mörg og enginn dagur er eins. Vísir fór yfir dagbókarfærslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2022 og tók saman nokkur athyglisverð, óvenjuleg, og í sumum tilvikum spaugileg útköll. Á nýársdag hringdi íbúi í hverfi 105 í lögreglu og sagði mann vera að sparka upp hurðinni hjá sér. Sá maður reyndist vera ofurölvi og kom síðar í ljós að hann hafði farið húsavillt. Hann var færður á lögreglustöð til viðræðna og var síðan laus. Þessa sömu nótt var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í verslun í mörkinni, hverfi 108. Gerandinn gerði tilraun til að koma sér í burtu á tveimur jafnfljótum er hann varð var við lögreglu. Sú tilraun mistókst og var hann handsamaður af lögreglumönnum eftir stuttan spöl. Sá var síðan vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Að kvöldi 6. mars var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Kópavogi. Maður í annarlegu ástandi hafði tekið tvær samlokur og borðað þær fyrir framan starfsfólk verslunarinnar. Maðurinn sagðist ætla að koma á morgun og greiða fyrir samlokurnar og má því ætla að málið hafi fengið farsælan endi. Um miðnætti þann 24. mars var tilkynnt um hávært „píp-hljóð“ sem hélt vöku fyrir íbúum í hverfi 101. Hljóðið reyndist koma frá rafmagnshjóli, geymirinn var aftengdur og allt varð hljótt. Flúði út í sjó Aðfaranótt 18. apríl var karlmaður handtekinn grunaður um líkamsárás. Þegar lögregla kom á staðinn reyndi maðurinn að flýja og hljóp rakleiðis út í sjó. Hann virtist hafa verið fljótur að átta sig á að það væru mistök og kom kaldur og blautur í land. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Atvikið var skráð hjá lögreglustöð 4 en undir stöðina heyra Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær. Þann 23. apríl var lögreglan var kölluð til í verslun í miðbænum vegna manns sem var til vandræða. Maðurinn hafði tekið ferskt grænmeti úr kæli verslunarinnar ófrjálsi hendi og byrjað að borða það. Þegar starfsmaður verslunarinnar hafði afskipti af manninum sló hann til starfsmannsins. Maðurinn róaðist þegar lögregla mætti á vettvang og leystist málið friðsamlega. Þann 4. júní var lögreglu tilkynnt um strípaling fyrir utan verslun í Kópavogi. Strípalingurinn var hins vegar horfinn af vettvangi þegar lögreglan mætti á staðinn. Aðfaranótt 6. júlí tilkynnti starfsmaður veitingastaðs í miðborginni um viðskiptavin sem hótaði starfsfólki og neitaði að yfirgefa veitingastaðinn. Þegar lögregla kom á vettvang var nokkuð ljóst að viðkomandi hafði innbyrt talsvert magn af áfengi og var sérlega ósáttur út í spilakassa sem átti að hafa haft af honum talsverða fjármuni. Lögregla ræddi við viðkomandi á vettvangi og honum vísað út af veitingastaðnum. Þann 8. júlí var tilkynnt um tilraun til rán í apóteki í miðborginni. Þar var á ferð ungur maður í annarlegu ástandi sem ætlaði að ræna lyfjaverslunina með byssu. Síðar kom hins vegar í ljós að „vopnið“ sem maðurinn hugðist nota var leikfangabyssa. Maðurinn var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Launaviðtalið varð að líkamsárás Þann 11. júlí barst lögreglu tilkynning um líkamsárás í Garðabæ, en þar hafði starfsmaður krafist launauppbótar í samræmi við samkomulag þar um. Að sögn starfsmannsins vildi yfirmaður hans ekki virða samkomulagið og endaði kjarabaráttan að hans sögn með því að yfirmaðurinn réðist á hann. Fram kom í dagbókarfærslu lögreglunnar að málið væri í rannsókn. Þann 15. júlí var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ofurölvi erlends manns á salerni í rútu. Rútan hafði flutt erlenda fótboltaaðdáendur í flug og mun þessi maður hafa sofnað áfengissvefni á salerni rútunnar og því misst af fluginu. Lögreglumenn náðu að vekja manninn og gekk hann sína leið. Um hádegisbilið þann 14. september var lögreglan kölluð til vegna tilkynningar sem henni hafði borist um hlæjandi mann í Skólavörðuholtinu. Kvaðst tilkynnandi hafa heyrt stanslausan hlátur allan morguninn. Heyrði lögregla í manninum og gat staðsett hvaðan hláturinn kom en ekkert gekk að ná til mannsins er áfram hélt að hlæja. Ekkert var aðhafst í málinu en fram kom í dagbókarfærslu lögreglunnar að lögreglan myndi skoða það betur ef fleiri myndu tilkynna um sömu háttsemi. Flúði af vettvangi á rafmagnshlaupahjóli Seint að kvöldi þann 7. nóvember var tilkynnt um kannabislykt í hverfi 105. Þegar lögregla kom á vettvang flúði meintur gerandi af vettvangi á rafmagnshlaupahjóli með hund á palli rafmagnshjólsins. Við það hófst stutt eftirför sem endaði á Klambratúni þar sem viðkomandi var króaður af og handtekinn fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu. Gerandinn og hundurinn hans voru fluttir á lögreglustöð þar sem hinn grunaði undirritaði leitarheimild á meðan hundurinn beið í hundabúri LRH. Að undirritun lokinni fór lögregla í húsleit ásamt geranda og hundinum. Við húsleit fannst lítið magn af meintum fíkniefnum, ætluð fíkniefni haldlögð og skýrsla rituð. Síðar um nóttina barst tilkynning til lögreglu frá rekstrarstjóra fyrirtækis í miðborginni um yfirstandandi innbrot. Rekstrarstjórinn sagðist sjá hinn grunaða í öryggismyndavélum fyrirtækisins. Lögregla fór á vettvang og staðsetti hinn grunaða innandyra. Hinn grunaði var síðan handtekinn á meðan lögregla beið eftir rekstrarstjóra fyrirtækisins. Hinn grunaði bar því hins vegar við að hann hefði verið að nýta sér þjónustu fyrirtækisins fyrr um kvöldið. Sagðist hann hafa sofið værum svefni en umhverfis hann voru tóm áfengisílát þegar lögregla kom á vettvang. Rekstrarstjóri fyrirtækisins kom síðan á vettvang og gekk með lögreglu um fasteignina. Ekki voru neinar skemmdir né merki um þjófnað eða innbrot og því engar kröfur af hálfu rekstrarstjóra. Það var því ljóst að starfsmenn fyrirtækisins höfðu læst hinn meinta geranda inni á meðan hann svaf værum svefni. Hann hafði síðan vaknað um nóttina og farið á stjá með þeim afleiðingum að öryggiskerfi fyrirtækisins fór í gang. Málinu lauk því þannig að maðurinn var frjáls ferða sinna. Samviskusamur ökumaður Þann 14. desember síðastliðinn barst lögreglunni tilkynning um að bíl hefði verið stolið við verslun í Kópavogi. Eigandi bílsins vildi hins vegar ekki fara út og ganga úr skugga um að bílnum hefði verið stolið. Ástæðan var sú að það var svo kalt úti. Fram kemur í dagbókarfærslunni að lögregluþjónar hafi fundið þó bílinn skömmu síðar þar sem honum hafði verið lagt. Þann 19. desember barst tilkynning um ágreining milli nágranna í Hafnarfirði. Hjón voru búin að moka snjó úr tveimur bifreiðastæðum við fjölbýlishús fyrir einkabíla sína. Þau þurftu að nota aðra bifreiðina en er þau komu til baka var nágranni búinn að leggja bifreið sinni í stæðið. Þau vildu að bifreiðin yrði færð en nágranninn var ekki tilbúinn til þess. Snjó hafi þá verið mokað að bifreiðinni þannig að ekki var hægt að komast inn í bifreiðina en nágranninn þá ógnað hjónunum með skóflu. Þann 28. desember síðastliðinn var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ekið hafði verið á ljósastaur og ökumaður flúið vettvang. Ökumaður fannst ekki en nokkrum klukkustundum síðar bar samviska viðkomandi hann ofurliði og gaf hann sig sjálfur fram til lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira
Á nýársdag hringdi íbúi í hverfi 105 í lögreglu og sagði mann vera að sparka upp hurðinni hjá sér. Sá maður reyndist vera ofurölvi og kom síðar í ljós að hann hafði farið húsavillt. Hann var færður á lögreglustöð til viðræðna og var síðan laus. Þessa sömu nótt var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í verslun í mörkinni, hverfi 108. Gerandinn gerði tilraun til að koma sér í burtu á tveimur jafnfljótum er hann varð var við lögreglu. Sú tilraun mistókst og var hann handsamaður af lögreglumönnum eftir stuttan spöl. Sá var síðan vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Að kvöldi 6. mars var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Kópavogi. Maður í annarlegu ástandi hafði tekið tvær samlokur og borðað þær fyrir framan starfsfólk verslunarinnar. Maðurinn sagðist ætla að koma á morgun og greiða fyrir samlokurnar og má því ætla að málið hafi fengið farsælan endi. Um miðnætti þann 24. mars var tilkynnt um hávært „píp-hljóð“ sem hélt vöku fyrir íbúum í hverfi 101. Hljóðið reyndist koma frá rafmagnshjóli, geymirinn var aftengdur og allt varð hljótt. Flúði út í sjó Aðfaranótt 18. apríl var karlmaður handtekinn grunaður um líkamsárás. Þegar lögregla kom á staðinn reyndi maðurinn að flýja og hljóp rakleiðis út í sjó. Hann virtist hafa verið fljótur að átta sig á að það væru mistök og kom kaldur og blautur í land. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Atvikið var skráð hjá lögreglustöð 4 en undir stöðina heyra Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær. Þann 23. apríl var lögreglan var kölluð til í verslun í miðbænum vegna manns sem var til vandræða. Maðurinn hafði tekið ferskt grænmeti úr kæli verslunarinnar ófrjálsi hendi og byrjað að borða það. Þegar starfsmaður verslunarinnar hafði afskipti af manninum sló hann til starfsmannsins. Maðurinn róaðist þegar lögregla mætti á vettvang og leystist málið friðsamlega. Þann 4. júní var lögreglu tilkynnt um strípaling fyrir utan verslun í Kópavogi. Strípalingurinn var hins vegar horfinn af vettvangi þegar lögreglan mætti á staðinn. Aðfaranótt 6. júlí tilkynnti starfsmaður veitingastaðs í miðborginni um viðskiptavin sem hótaði starfsfólki og neitaði að yfirgefa veitingastaðinn. Þegar lögregla kom á vettvang var nokkuð ljóst að viðkomandi hafði innbyrt talsvert magn af áfengi og var sérlega ósáttur út í spilakassa sem átti að hafa haft af honum talsverða fjármuni. Lögregla ræddi við viðkomandi á vettvangi og honum vísað út af veitingastaðnum. Þann 8. júlí var tilkynnt um tilraun til rán í apóteki í miðborginni. Þar var á ferð ungur maður í annarlegu ástandi sem ætlaði að ræna lyfjaverslunina með byssu. Síðar kom hins vegar í ljós að „vopnið“ sem maðurinn hugðist nota var leikfangabyssa. Maðurinn var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Launaviðtalið varð að líkamsárás Þann 11. júlí barst lögreglu tilkynning um líkamsárás í Garðabæ, en þar hafði starfsmaður krafist launauppbótar í samræmi við samkomulag þar um. Að sögn starfsmannsins vildi yfirmaður hans ekki virða samkomulagið og endaði kjarabaráttan að hans sögn með því að yfirmaðurinn réðist á hann. Fram kom í dagbókarfærslu lögreglunnar að málið væri í rannsókn. Þann 15. júlí var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ofurölvi erlends manns á salerni í rútu. Rútan hafði flutt erlenda fótboltaaðdáendur í flug og mun þessi maður hafa sofnað áfengissvefni á salerni rútunnar og því misst af fluginu. Lögreglumenn náðu að vekja manninn og gekk hann sína leið. Um hádegisbilið þann 14. september var lögreglan kölluð til vegna tilkynningar sem henni hafði borist um hlæjandi mann í Skólavörðuholtinu. Kvaðst tilkynnandi hafa heyrt stanslausan hlátur allan morguninn. Heyrði lögregla í manninum og gat staðsett hvaðan hláturinn kom en ekkert gekk að ná til mannsins er áfram hélt að hlæja. Ekkert var aðhafst í málinu en fram kom í dagbókarfærslu lögreglunnar að lögreglan myndi skoða það betur ef fleiri myndu tilkynna um sömu háttsemi. Flúði af vettvangi á rafmagnshlaupahjóli Seint að kvöldi þann 7. nóvember var tilkynnt um kannabislykt í hverfi 105. Þegar lögregla kom á vettvang flúði meintur gerandi af vettvangi á rafmagnshlaupahjóli með hund á palli rafmagnshjólsins. Við það hófst stutt eftirför sem endaði á Klambratúni þar sem viðkomandi var króaður af og handtekinn fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu. Gerandinn og hundurinn hans voru fluttir á lögreglustöð þar sem hinn grunaði undirritaði leitarheimild á meðan hundurinn beið í hundabúri LRH. Að undirritun lokinni fór lögregla í húsleit ásamt geranda og hundinum. Við húsleit fannst lítið magn af meintum fíkniefnum, ætluð fíkniefni haldlögð og skýrsla rituð. Síðar um nóttina barst tilkynning til lögreglu frá rekstrarstjóra fyrirtækis í miðborginni um yfirstandandi innbrot. Rekstrarstjórinn sagðist sjá hinn grunaða í öryggismyndavélum fyrirtækisins. Lögregla fór á vettvang og staðsetti hinn grunaða innandyra. Hinn grunaði var síðan handtekinn á meðan lögregla beið eftir rekstrarstjóra fyrirtækisins. Hinn grunaði bar því hins vegar við að hann hefði verið að nýta sér þjónustu fyrirtækisins fyrr um kvöldið. Sagðist hann hafa sofið værum svefni en umhverfis hann voru tóm áfengisílát þegar lögregla kom á vettvang. Rekstrarstjóri fyrirtækisins kom síðan á vettvang og gekk með lögreglu um fasteignina. Ekki voru neinar skemmdir né merki um þjófnað eða innbrot og því engar kröfur af hálfu rekstrarstjóra. Það var því ljóst að starfsmenn fyrirtækisins höfðu læst hinn meinta geranda inni á meðan hann svaf værum svefni. Hann hafði síðan vaknað um nóttina og farið á stjá með þeim afleiðingum að öryggiskerfi fyrirtækisins fór í gang. Málinu lauk því þannig að maðurinn var frjáls ferða sinna. Samviskusamur ökumaður Þann 14. desember síðastliðinn barst lögreglunni tilkynning um að bíl hefði verið stolið við verslun í Kópavogi. Eigandi bílsins vildi hins vegar ekki fara út og ganga úr skugga um að bílnum hefði verið stolið. Ástæðan var sú að það var svo kalt úti. Fram kemur í dagbókarfærslunni að lögregluþjónar hafi fundið þó bílinn skömmu síðar þar sem honum hafði verið lagt. Þann 19. desember barst tilkynning um ágreining milli nágranna í Hafnarfirði. Hjón voru búin að moka snjó úr tveimur bifreiðastæðum við fjölbýlishús fyrir einkabíla sína. Þau þurftu að nota aðra bifreiðina en er þau komu til baka var nágranni búinn að leggja bifreið sinni í stæðið. Þau vildu að bifreiðin yrði færð en nágranninn var ekki tilbúinn til þess. Snjó hafi þá verið mokað að bifreiðinni þannig að ekki var hægt að komast inn í bifreiðina en nágranninn þá ógnað hjónunum með skóflu. Þann 28. desember síðastliðinn var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ekið hafði verið á ljósastaur og ökumaður flúið vettvang. Ökumaður fannst ekki en nokkrum klukkustundum síðar bar samviska viðkomandi hann ofurliði og gaf hann sig sjálfur fram til lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira