Enginn skorað meira í NBA deildinni í sautján ár: 71 stigs leikur hjá „Spida“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2023 07:00 Donovan Mitchell (45) fagnar með miðherjanum Jarrett Allen (31) eftir sigurinn í nótt. AP/Ron Schwane Donovan Mitchell fór heldur betur á kostum með Cleveland Cavaliers á móti Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Mitchell skoraði 71 stig í leiknum sem er nýtt félagsmet og það mesta sem leikmaður hefur skorað í NBA-deildinni í einum leik síðan goðsögnin Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Los Angeles Lakers á móti Toronto 22. janúar 2006. Cleveland þurfti líka á öllum þessum stigum að halda því Cavaliers menn lentu 21 stigi undir í leiknum en komu til baka og unnu leikinn á endanum 145-134 í framlengingu. 71 PTS8 REB11 ASTWDonovan Mitchell sets a new scoring record for the Cleveland Cavaliers and becomes only the 7th player in NBA history to score 70+ points in a game. pic.twitter.com/qbOwr3sqyH— NBA (@NBA) January 3, 2023 Mitchell, sem er kallaður Spida, kom leiknum í framlengingu með sirkusskoti þremur sekúndum fyrir leikslok og skoraði síðan þrettán stig í framlengingunni. Það er ekki eins og Mitchell hafi bara verið að skora því hann var einnig með ellefu stoðsendingar á liðsfélaga sína í leiknum. Hann hitti úr 22 af 34 skotum utan af velli og 20 af 25 vítum. 7 af 15 þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið. Wilt Chamberlain á stigametið en hann skoraði 100 stig fyrir Philadelphia á móti New York 2. mars 1962 en sá leikur var spilaður í bænum Hershey í Pennsylvaniu. Tonight, @spidadmitchell became just the 7th player in NBA history to score 70 or more points in a game. When he had the mic, he didn t make that incredible moment just about himself though. He made sure to focus on what matters most. pic.twitter.com/F4MF5o8D2R— The Athletes' Corner (@AthletesCorner_) January 3, 2023 Mitchell varð aðeins sjöundi leikmaðurinn í sögu NBA til að komast í sjötíu stiga klúbbinn. Chamberlain náði þessu sex sinnum en hinir eru Kobe Bryant, David Thompson, Elgin Baylor, David Robinson og Devin Booker. Það voru fleiri leikmenn að skora mikið í nótt. LeBron James fór yfir fjörutíu stig annan leikinn í röð þegar hann skoraði 43 stig þegar Los Angeles Lakers vann 121-115 sigur á Charlotte Hornets. Eftir leikinn en James fimm hundruð stigum frá stigametinu. DeMar DeRozan skoraði 44 stig fyrir Bulls liðið á móti Cavs, Joel Embiid var með 42 stig í sigri Philadelphia 76ers á New Orleans Pelicans og þá var Klay Thompson með 54 stig þegar Golden State Warriors vann 143-141 sigur í framlengingu á móti Atlanta Hawks. LeBron tonight in the Lakers W:43 PTS11 REB6 ASTHe becomes the second player in NBA history to record back-to-back 40+ point games at age 35 or older, joining Michael Jordan. pic.twitter.com/8RtoNJwuJ4— NBA (@NBA) January 3, 2023 Klay in the Warriors 2OT win:54 PTS7 REB10 threes pic.twitter.com/uPUjP8qLIC— NBA (@NBA) January 3, 2023 NBA Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Mitchell skoraði 71 stig í leiknum sem er nýtt félagsmet og það mesta sem leikmaður hefur skorað í NBA-deildinni í einum leik síðan goðsögnin Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Los Angeles Lakers á móti Toronto 22. janúar 2006. Cleveland þurfti líka á öllum þessum stigum að halda því Cavaliers menn lentu 21 stigi undir í leiknum en komu til baka og unnu leikinn á endanum 145-134 í framlengingu. 71 PTS8 REB11 ASTWDonovan Mitchell sets a new scoring record for the Cleveland Cavaliers and becomes only the 7th player in NBA history to score 70+ points in a game. pic.twitter.com/qbOwr3sqyH— NBA (@NBA) January 3, 2023 Mitchell, sem er kallaður Spida, kom leiknum í framlengingu með sirkusskoti þremur sekúndum fyrir leikslok og skoraði síðan þrettán stig í framlengingunni. Það er ekki eins og Mitchell hafi bara verið að skora því hann var einnig með ellefu stoðsendingar á liðsfélaga sína í leiknum. Hann hitti úr 22 af 34 skotum utan af velli og 20 af 25 vítum. 7 af 15 þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið. Wilt Chamberlain á stigametið en hann skoraði 100 stig fyrir Philadelphia á móti New York 2. mars 1962 en sá leikur var spilaður í bænum Hershey í Pennsylvaniu. Tonight, @spidadmitchell became just the 7th player in NBA history to score 70 or more points in a game. When he had the mic, he didn t make that incredible moment just about himself though. He made sure to focus on what matters most. pic.twitter.com/F4MF5o8D2R— The Athletes' Corner (@AthletesCorner_) January 3, 2023 Mitchell varð aðeins sjöundi leikmaðurinn í sögu NBA til að komast í sjötíu stiga klúbbinn. Chamberlain náði þessu sex sinnum en hinir eru Kobe Bryant, David Thompson, Elgin Baylor, David Robinson og Devin Booker. Það voru fleiri leikmenn að skora mikið í nótt. LeBron James fór yfir fjörutíu stig annan leikinn í röð þegar hann skoraði 43 stig þegar Los Angeles Lakers vann 121-115 sigur á Charlotte Hornets. Eftir leikinn en James fimm hundruð stigum frá stigametinu. DeMar DeRozan skoraði 44 stig fyrir Bulls liðið á móti Cavs, Joel Embiid var með 42 stig í sigri Philadelphia 76ers á New Orleans Pelicans og þá var Klay Thompson með 54 stig þegar Golden State Warriors vann 143-141 sigur í framlengingu á móti Atlanta Hawks. LeBron tonight in the Lakers W:43 PTS11 REB6 ASTHe becomes the second player in NBA history to record back-to-back 40+ point games at age 35 or older, joining Michael Jordan. pic.twitter.com/8RtoNJwuJ4— NBA (@NBA) January 3, 2023 Klay in the Warriors 2OT win:54 PTS7 REB10 threes pic.twitter.com/uPUjP8qLIC— NBA (@NBA) January 3, 2023
NBA Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum