Þúsundir hitameta slegin í Evrópu yfir áramótin Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2023 12:08 Snjór er víð af skornum skammti í skíðabrekkum í Alpanna vegna lítillar snjókomu og óvenjulegra hlýinda. Þeim mun meira er af grænu grasi. Þessi mynd er frá Brauneck-skíðasvæðinu í Lenggries í Þýskalandi 28. desember. AP/Sven Hoppe/DPA Hiti var allt frá tíu til tuttugu gráðum yfir meðaltali fyrir árstíma víða á í Evrópu um áramótin. Met var slegin í þúsundatali, sums staðar með margra gráða mun í einstaklega óvenjulegum hlýindum. Nýársdagur var hlýjasti janúardagur í sögu að minnsta kosti sjö Evrópulanda og var veðrið líkast vordegi, að sögn Washington Post. Í Danmörku sýndi hitamælirinn 12,6 gráður en í Lettlandi, Litháen, Hvíta-Rússlandi, Hollandi, Póllandi og Tékklandi var hitinn á bilinu ellefu til tæplega tuttugu gráður. Sérstaklega þóttu næturhlýindi óvanaleg. Á sumum stöðum verður ekki einu sinni svo hlýtt að nóttu til um mitt sumar. Maximiliano Herrera, loftslagsfræðingur sem fylgist með veðuröfgum, segir við bandaríska blaðið að evrópsku hlýindin nú séu „algert rugl“ og „öfgakenndasti veðurviðburður sem hafi nokkru sinni sést í evrópskri loftslagsfræði“. „Það er ekkert sem stenst þessu snúning,“ segir Herrera. Fleiri loftslags- og veðurfræðingar tóku í svipaðan streng. „Það er erfitt að skilja ákafa og útbreiðslu hlýindanna í Evrópu þessa stundina,“ tísti Scott Duncan, skoskur veðurfræðingur. The intensity and extent of warmth in Europe right now is hard to comprehend. Warsaw in Poland just smashed its January record by over 5°C. pic.twitter.com/to4Mif70Hn— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) January 1, 2023 Í Póllandi var hitamet fyrir janúardag slegið fyrir sólarupprás á nýársdagsmorgun. Þá náði hitinn 18,7 gráðum í bænum Glucholazy klukkan fjögur um nótt að staðartíma. Það er hlýrra en lægsti hiti um mitt sumar að meðaltali þar. Enn hlýrra varð eftir því sem leið á daginn. Í Bilbao í Baskalandi á norðanverðum Spáni náði hitinn 25,1 gráðu á nýársdag. Þar hefur aldrei verið hlýrra í janúar. Í Frakklandi mældist hæsti hitinn 24,8 gráður í Verdún í norðaustanverðu landinu á gamlársdag. Á landsvísu var gamlárskvöld það hlýjasta í sögunni í Frakklandi. Hlýindin eiga að láta undan þegar kalt heimskautaloft sígur niður frá norðaustri en þrátt fyrir það gera veðurspár ráð fyrir hita umfram meðallag á stórum hluta meginlandsins til 10. janúar að minnsta kosti. Skíðamenn þjóta eftir mjórri snjóræmu í um 1.600 metra hæð yfir sjávarmáli í Alpabænum Villars-sur-Ollon í Sviss á gamlársdag.AP/Laurent Gillieron/Keystone Grænt gras á skíðasvæðum í lægri fjallshlíðum Í Ölpunum hefur snjókoma verið með minnsta móti og óvenjuhlýtt í veðri það sem af er vetrar. Á skíðasvæðum þar má sum staðar sjá grænt gras, mold og grjót, skíðamönnum til mæðu, að sögn AP-fréttastofunnar. Anick Haldimann, veðurfræðingur hjá svissnesku veðurstofunni, segir að þaulsetið veðurkerfi hafi færst hlýtt loft frá vestri og suðvestri sem hafi þrýst upp hitanum á meginlandinu. Snjór hafi fallið í hlíðum í meira en 2.000 metra hæð en annars staðar þurfi skíðaáhugamenn að þreyja þorrann. Sömu sögu er að segja í franska hluta Alpanna. Þar hefur snjókoma verið við meðaltal ofan 2.200 metra í sunnan- og norðanverðum Ölpunum. Lægra í fjallshliðum norðanverðra Alpanna og Pýreneafjalla sé snævar saknað. Snjókoma hefur hins vegar verið með besta móti í ítölsku Dólómítunum sunnan við svissnesku Alpana. Skipuleggjendur heimsbikarsmóts í skíðum sem á að fara fram í Adelboden í Sviss eru nú með böggum hildar yfir ástandinu. Toni Hadi, mótshaldari, segir að mótið í ár fari alfarið fram á gervisnjó. „Loftslagið er að breytast aðeins en hvað eigum við að gera hér? Eigum við að stöðva lífið?“ segir hann við AP. Árið 2022 var það hlýjasta í mælingarsögunni bæði í Frakklandi og Sviss. Loftslagsmál Veður Pólland Skíðasvæði Frakkland Sviss Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Nýársdagur var hlýjasti janúardagur í sögu að minnsta kosti sjö Evrópulanda og var veðrið líkast vordegi, að sögn Washington Post. Í Danmörku sýndi hitamælirinn 12,6 gráður en í Lettlandi, Litháen, Hvíta-Rússlandi, Hollandi, Póllandi og Tékklandi var hitinn á bilinu ellefu til tæplega tuttugu gráður. Sérstaklega þóttu næturhlýindi óvanaleg. Á sumum stöðum verður ekki einu sinni svo hlýtt að nóttu til um mitt sumar. Maximiliano Herrera, loftslagsfræðingur sem fylgist með veðuröfgum, segir við bandaríska blaðið að evrópsku hlýindin nú séu „algert rugl“ og „öfgakenndasti veðurviðburður sem hafi nokkru sinni sést í evrópskri loftslagsfræði“. „Það er ekkert sem stenst þessu snúning,“ segir Herrera. Fleiri loftslags- og veðurfræðingar tóku í svipaðan streng. „Það er erfitt að skilja ákafa og útbreiðslu hlýindanna í Evrópu þessa stundina,“ tísti Scott Duncan, skoskur veðurfræðingur. The intensity and extent of warmth in Europe right now is hard to comprehend. Warsaw in Poland just smashed its January record by over 5°C. pic.twitter.com/to4Mif70Hn— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) January 1, 2023 Í Póllandi var hitamet fyrir janúardag slegið fyrir sólarupprás á nýársdagsmorgun. Þá náði hitinn 18,7 gráðum í bænum Glucholazy klukkan fjögur um nótt að staðartíma. Það er hlýrra en lægsti hiti um mitt sumar að meðaltali þar. Enn hlýrra varð eftir því sem leið á daginn. Í Bilbao í Baskalandi á norðanverðum Spáni náði hitinn 25,1 gráðu á nýársdag. Þar hefur aldrei verið hlýrra í janúar. Í Frakklandi mældist hæsti hitinn 24,8 gráður í Verdún í norðaustanverðu landinu á gamlársdag. Á landsvísu var gamlárskvöld það hlýjasta í sögunni í Frakklandi. Hlýindin eiga að láta undan þegar kalt heimskautaloft sígur niður frá norðaustri en þrátt fyrir það gera veðurspár ráð fyrir hita umfram meðallag á stórum hluta meginlandsins til 10. janúar að minnsta kosti. Skíðamenn þjóta eftir mjórri snjóræmu í um 1.600 metra hæð yfir sjávarmáli í Alpabænum Villars-sur-Ollon í Sviss á gamlársdag.AP/Laurent Gillieron/Keystone Grænt gras á skíðasvæðum í lægri fjallshlíðum Í Ölpunum hefur snjókoma verið með minnsta móti og óvenjuhlýtt í veðri það sem af er vetrar. Á skíðasvæðum þar má sum staðar sjá grænt gras, mold og grjót, skíðamönnum til mæðu, að sögn AP-fréttastofunnar. Anick Haldimann, veðurfræðingur hjá svissnesku veðurstofunni, segir að þaulsetið veðurkerfi hafi færst hlýtt loft frá vestri og suðvestri sem hafi þrýst upp hitanum á meginlandinu. Snjór hafi fallið í hlíðum í meira en 2.000 metra hæð en annars staðar þurfi skíðaáhugamenn að þreyja þorrann. Sömu sögu er að segja í franska hluta Alpanna. Þar hefur snjókoma verið við meðaltal ofan 2.200 metra í sunnan- og norðanverðum Ölpunum. Lægra í fjallshliðum norðanverðra Alpanna og Pýreneafjalla sé snævar saknað. Snjókoma hefur hins vegar verið með besta móti í ítölsku Dólómítunum sunnan við svissnesku Alpana. Skipuleggjendur heimsbikarsmóts í skíðum sem á að fara fram í Adelboden í Sviss eru nú með böggum hildar yfir ástandinu. Toni Hadi, mótshaldari, segir að mótið í ár fari alfarið fram á gervisnjó. „Loftslagið er að breytast aðeins en hvað eigum við að gera hér? Eigum við að stöðva lífið?“ segir hann við AP. Árið 2022 var það hlýjasta í mælingarsögunni bæði í Frakklandi og Sviss.
Loftslagsmál Veður Pólland Skíðasvæði Frakkland Sviss Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira