Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. janúar 2023 12:31 Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Aðsend Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti. Veitingamaðurinn Gísli Matthías Auðunsson, sem rekur Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, vakti athygli á erfiðu rekstrarumhverfi veitingastaðanna í færslu sem hann birti á Facebook í gær. Þar segist hann íhuga daglega að hætta í veitingarekstri. Umhverfið sé orðið mjög lýjandi og þó hann sé lausnamiðaður sé kostnaðurinn orðinn svo hár á öllum vígstöðvum að krísa ríki í veitingageiranum. Gísli er ekki einn um að vera orðinn lúinn vegna erfiðs rekstrarumhverfis. Veitingastaðirnir Makake og Coocoo's nest á Grandagarði lokuðu báðir dyrum sínum um áramótin, Coocoo's nest eftir heilan áratug á veitingasviðinu. „Það er auðvitað bara gríðarleg óvissa vegna hækkandi vöruverðs, hækkun opinberra gjalda sem tóku gildi núna bara um áramótin og nýir kjarasamningar setja strik í reikninginn. Kostnaðarliðirnir eru orðnir það háir að gamalgrónir veitingastaðir sjá ekki fram úr því að ná endum saman,“ segir Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. „Ég óttast bara að það muni alltof margir hljóta þessi sömu örlög.“ Ekki vilji fyrir sérkjarasamningum hjá stéttafélögunum Vörukostnaður hafi hækkað um 35 prósent um áramótin og launahækkanir vegna nýrra kjarasamninga nemi tæpum 10 prósentum. „Ég held að það sé óumflýjanlegt að dregið verður úr framboði, sem þýðir að störfum fækkar og jafnvel að staðir þurfi að loka tímabundið eða draga verulega úr starfsemi. Það er auðvitað, síðast þegar ég gáði, ekki stefna stjórnvalda eða verkalýðshreyfinga heldur öfugt. Við viljum halda blómlegu atvinnulífi og fólki í fullu starfi eins og við höfum reynt,“ segir Aðalgeir. „Flestir veitingamenn hafa lifað af höggið af Covid og samkomubönnum stjórnvalda, svo tekur stríð í Úkraínu við með miklum verðhækkunum og óvissu. Þetta er bara, fyrir viðkvæma grein og jaðargrein sem hefur 65 prósent af unnum tímum fyrir utan dagvinnu, þannig að sérkjarasamningar eru nauðsynlegir til að bjarga greininni.“ Hvorki Matvís né Efling, stærstu stéttarfélög fólks í veitingageiranum, hafi tekið vel í að semja sérstaklega. „Þar virðist ekki vilji til að beita nýjum lausnum í fordæmalausu umhverfi. Ég er mjög svekktur með þá niðurstöðu,“ segir Aðalgeir. „Hækkanir á grunnlaunum eru svo sem allt í lagi en það hefur svo svakalega smitandi áhrif yfir í vaktaálagið, sem er alltaf hlutfall af dagvinnunni. Þar viljum við færa okkur yfir í svipað form og er á Norðurlöndunum þar sem álagið er krónutala. Byrjar kannski ekki alveg jafn snemma á virkum dögum en auðvitað þarf fólk að fá álag fyrir að vinna á þessum óhefðbundnu tímum en þar sjáum við mest að hægt sé að laga fyrir okkar rekstraumhverfi.“ Samdráttur eða verðhækkun óhjákvæmileg Stuðningslán sem stjórnvöld veittu litlum og meðalstórum fyrirtækjum þegar faraldurinn geisaði og samkomutakmarkanir voru í gildi komi nú í bakið á þeim. „Þau hafa hækkað eftir vaxtahækkanir og verðbólgu og kostnaðarliðirnir orðnir það stórir að menn sjá ekki í endann á þessu.“ Hann tekur undir að erfitt sé að hækka verð á söluvöru til að koma til móts við þessar kostnaðarhækkanir. „Það er mjög viðkvæmt að hækka verð á veitingastöðum og Ísland telst meira að segja dýrt í alþjóðlegu samhengi. Þetta er háalvarlegt mál, bæði fyrir okkur sem búa hér og vilja gera sér glaðan dag, og auðvitað fyrir samkeppnishæfni okkar í alþjóðlegu samhengi,“ segir Aðalgeir. „Verðhækkanir rekstraraðila eru mjög viðkvæmar, eins og við sjáum. Við höfum til dæmis mörg ekki hækkað verðin til að eiga inni fyrir hækkunum sem áttu að taka gildi 2022. Nú þegar verð halda áfram að hækka held ég að sé óumflýjanlegt að menn annað hvort dragi úr framboði eða hækki verðin og sjá hvernig markaðurinn tekur því.“ Í fréttinni sagði áður að Smiðjan brugghús á Selfossi hafi lokað en staðurinn hefur verið seldur nýjum eigendum. Veitingastaðir Efnahagsmál Verðlag Kjaramál Tengdar fréttir Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15 Skella í lás eftir tíu ár í CooCoo's Nest Veitingastaðnum CooCoo's Nest á Granda í Reykjavík verður lokað í dag eftir að hafa framreitt mat fyrir gesti í áratug. Aðrir aðilar opna rekstur í húsnæðinu á nýju ári. Síðasti brönsinn á CooCoo's hefur verið borinn fram. 30. desember 2022 16:26 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Veitingamaðurinn Gísli Matthías Auðunsson, sem rekur Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, vakti athygli á erfiðu rekstrarumhverfi veitingastaðanna í færslu sem hann birti á Facebook í gær. Þar segist hann íhuga daglega að hætta í veitingarekstri. Umhverfið sé orðið mjög lýjandi og þó hann sé lausnamiðaður sé kostnaðurinn orðinn svo hár á öllum vígstöðvum að krísa ríki í veitingageiranum. Gísli er ekki einn um að vera orðinn lúinn vegna erfiðs rekstrarumhverfis. Veitingastaðirnir Makake og Coocoo's nest á Grandagarði lokuðu báðir dyrum sínum um áramótin, Coocoo's nest eftir heilan áratug á veitingasviðinu. „Það er auðvitað bara gríðarleg óvissa vegna hækkandi vöruverðs, hækkun opinberra gjalda sem tóku gildi núna bara um áramótin og nýir kjarasamningar setja strik í reikninginn. Kostnaðarliðirnir eru orðnir það háir að gamalgrónir veitingastaðir sjá ekki fram úr því að ná endum saman,“ segir Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. „Ég óttast bara að það muni alltof margir hljóta þessi sömu örlög.“ Ekki vilji fyrir sérkjarasamningum hjá stéttafélögunum Vörukostnaður hafi hækkað um 35 prósent um áramótin og launahækkanir vegna nýrra kjarasamninga nemi tæpum 10 prósentum. „Ég held að það sé óumflýjanlegt að dregið verður úr framboði, sem þýðir að störfum fækkar og jafnvel að staðir þurfi að loka tímabundið eða draga verulega úr starfsemi. Það er auðvitað, síðast þegar ég gáði, ekki stefna stjórnvalda eða verkalýðshreyfinga heldur öfugt. Við viljum halda blómlegu atvinnulífi og fólki í fullu starfi eins og við höfum reynt,“ segir Aðalgeir. „Flestir veitingamenn hafa lifað af höggið af Covid og samkomubönnum stjórnvalda, svo tekur stríð í Úkraínu við með miklum verðhækkunum og óvissu. Þetta er bara, fyrir viðkvæma grein og jaðargrein sem hefur 65 prósent af unnum tímum fyrir utan dagvinnu, þannig að sérkjarasamningar eru nauðsynlegir til að bjarga greininni.“ Hvorki Matvís né Efling, stærstu stéttarfélög fólks í veitingageiranum, hafi tekið vel í að semja sérstaklega. „Þar virðist ekki vilji til að beita nýjum lausnum í fordæmalausu umhverfi. Ég er mjög svekktur með þá niðurstöðu,“ segir Aðalgeir. „Hækkanir á grunnlaunum eru svo sem allt í lagi en það hefur svo svakalega smitandi áhrif yfir í vaktaálagið, sem er alltaf hlutfall af dagvinnunni. Þar viljum við færa okkur yfir í svipað form og er á Norðurlöndunum þar sem álagið er krónutala. Byrjar kannski ekki alveg jafn snemma á virkum dögum en auðvitað þarf fólk að fá álag fyrir að vinna á þessum óhefðbundnu tímum en þar sjáum við mest að hægt sé að laga fyrir okkar rekstraumhverfi.“ Samdráttur eða verðhækkun óhjákvæmileg Stuðningslán sem stjórnvöld veittu litlum og meðalstórum fyrirtækjum þegar faraldurinn geisaði og samkomutakmarkanir voru í gildi komi nú í bakið á þeim. „Þau hafa hækkað eftir vaxtahækkanir og verðbólgu og kostnaðarliðirnir orðnir það stórir að menn sjá ekki í endann á þessu.“ Hann tekur undir að erfitt sé að hækka verð á söluvöru til að koma til móts við þessar kostnaðarhækkanir. „Það er mjög viðkvæmt að hækka verð á veitingastöðum og Ísland telst meira að segja dýrt í alþjóðlegu samhengi. Þetta er háalvarlegt mál, bæði fyrir okkur sem búa hér og vilja gera sér glaðan dag, og auðvitað fyrir samkeppnishæfni okkar í alþjóðlegu samhengi,“ segir Aðalgeir. „Verðhækkanir rekstraraðila eru mjög viðkvæmar, eins og við sjáum. Við höfum til dæmis mörg ekki hækkað verðin til að eiga inni fyrir hækkunum sem áttu að taka gildi 2022. Nú þegar verð halda áfram að hækka held ég að sé óumflýjanlegt að menn annað hvort dragi úr framboði eða hækki verðin og sjá hvernig markaðurinn tekur því.“ Í fréttinni sagði áður að Smiðjan brugghús á Selfossi hafi lokað en staðurinn hefur verið seldur nýjum eigendum.
Veitingastaðir Efnahagsmál Verðlag Kjaramál Tengdar fréttir Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15 Skella í lás eftir tíu ár í CooCoo's Nest Veitingastaðnum CooCoo's Nest á Granda í Reykjavík verður lokað í dag eftir að hafa framreitt mat fyrir gesti í áratug. Aðrir aðilar opna rekstur í húsnæðinu á nýju ári. Síðasti brönsinn á CooCoo's hefur verið borinn fram. 30. desember 2022 16:26 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15
Skella í lás eftir tíu ár í CooCoo's Nest Veitingastaðnum CooCoo's Nest á Granda í Reykjavík verður lokað í dag eftir að hafa framreitt mat fyrir gesti í áratug. Aðrir aðilar opna rekstur í húsnæðinu á nýju ári. Síðasti brönsinn á CooCoo's hefur verið borinn fram. 30. desember 2022 16:26