Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2023 14:23 Donald Trump ogo Kevin McCarthy. AP Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. Um nokkra niðurlægingu fyrir McCarthy er að ræða en hann hefur um árabil sóst eftir embættinu. Naumur meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni og andstaða nokkurra meðlima þingflokksins hefur komið niður á McCarthy en önnur atkvæðagreiðsla mun fara fram í dag. Þingdeildin skiptist milli flokka 222 gegn 212 og því mátti McCarthy ekki við því að fleiri en fjórir þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn honum. Því með alla þingmenn í salnum þarf 218 atkvæði til að tryggja sér embætti forseta þingsins, nema þingmenn sitji hjá. Í raun þarf bara meirihluta atkvæða þeirra þingmanna sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Í þriðju og síðustu atkvæðagreiðslunni í gær fékk McCarthy 202 atkvæði en Hakeem Jeffries, leiðtogi þingflokks Demókrataflokksins, fékk 212 atkvæði. Sjá einnig: Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær AP fréttaveitan segir McCarthy stefna að því að tryggja sér 213 atkvæði í dag og fá hina þingmennina sem hafa greitt atkvæði gegn honum til að sitja hjá. Þannig gæti hann tryggt sér nauman meirihluta atkvæða og þar með embættið. Bæði Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildarinnar, og John Boehner, síðasti þingforseti Repúblikanaflokksins, hafa notað þessa aðferð til að tryggja sér embættið. Einhverjir þingmenn tóku börn með sér í þingsal í gær, þar sem þingmenn áttu að sverja embættiseið en það var ekki gert þar sem ekki náðist að kjósa forseta. Börnunum virtist leiðast mjög mikið í salnum enda tóku atkvæðagreiðslurnar nokkurn tíma. Kids on House floor ... pic.twitter.com/Eqlu3TtkgC— Howard Mortman (@HowardMortman) January 3, 2023 Þar til þingforseti verður kjörinn af meirihluta þingmanna, tekur þingið ekki formlega til starfa. Sjá einnig: McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Af þeim tuttugu þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn McCarthy hafa átján þeirra tekið þátt í lygum Donalds Trumps um að kosningum sem hann tapaði hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu svindli, samkvæmt frétt Washington Post. Trump lýsti þó í dag yfir stuðningi við McCarthy. Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, skrifaði Trump að McCarthy ætti starfið skilið og hét því að hann myndi standa sig vel í starfi. Kannski frábærlega. „Repúblikanar, ekki gera mikinn sigur að stórum og skammarlegum ósigri,“ skrifaði Trump. Mögulega mun þetta fá einhverja andstæðinga McCarthy til að veita honum atkvæði þeirra eða fá þá til að sitja hjá. Enn reiður út í McConnell Í annarri færslu sagði Trump að Repúblikanar ættu frekar að beina spjótum sínum að Mitch McConnell, leiðtoga flokksins í öldungadeildinni. Réttast væri að berjast gegn honum og „kínaelskandi stjóra, ég meina eiginkonu, hans Coco Chow,“ skrifaði Trump. Hið rétta er að eiginkona McConnell heitir Elaine Chow og þetta er ekki í fyrsta orð sem Trump fer rasískum orðum um hana. Trump sagði einnig um McConnell að hann gæti ekki verið kjörinn hundafangari í Kentucky og að hann og eiginkona hans hefðu valdið gífurlegu tjóni á Repúblikanaflokknum. Trump og McConnell hafa deilt nokkuð á undanförnum mánuðum og þá meðal annars vegna þess að Repúblikanar í öldungadeildinni studdu fjárlagafrumvarp Demókrataflokksins í fyrra. McConnell hefur einnig verið gagnrýninn á Trump vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar 2021 og vegna frambjóðenda Trumps í þingkosningunum í fyrra, sem McConnell hefur sagt að hafi komið niður á gengi Repbúlikana. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Um nokkra niðurlægingu fyrir McCarthy er að ræða en hann hefur um árabil sóst eftir embættinu. Naumur meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni og andstaða nokkurra meðlima þingflokksins hefur komið niður á McCarthy en önnur atkvæðagreiðsla mun fara fram í dag. Þingdeildin skiptist milli flokka 222 gegn 212 og því mátti McCarthy ekki við því að fleiri en fjórir þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn honum. Því með alla þingmenn í salnum þarf 218 atkvæði til að tryggja sér embætti forseta þingsins, nema þingmenn sitji hjá. Í raun þarf bara meirihluta atkvæða þeirra þingmanna sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Í þriðju og síðustu atkvæðagreiðslunni í gær fékk McCarthy 202 atkvæði en Hakeem Jeffries, leiðtogi þingflokks Demókrataflokksins, fékk 212 atkvæði. Sjá einnig: Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær AP fréttaveitan segir McCarthy stefna að því að tryggja sér 213 atkvæði í dag og fá hina þingmennina sem hafa greitt atkvæði gegn honum til að sitja hjá. Þannig gæti hann tryggt sér nauman meirihluta atkvæða og þar með embættið. Bæði Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildarinnar, og John Boehner, síðasti þingforseti Repúblikanaflokksins, hafa notað þessa aðferð til að tryggja sér embættið. Einhverjir þingmenn tóku börn með sér í þingsal í gær, þar sem þingmenn áttu að sverja embættiseið en það var ekki gert þar sem ekki náðist að kjósa forseta. Börnunum virtist leiðast mjög mikið í salnum enda tóku atkvæðagreiðslurnar nokkurn tíma. Kids on House floor ... pic.twitter.com/Eqlu3TtkgC— Howard Mortman (@HowardMortman) January 3, 2023 Þar til þingforseti verður kjörinn af meirihluta þingmanna, tekur þingið ekki formlega til starfa. Sjá einnig: McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Af þeim tuttugu þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn McCarthy hafa átján þeirra tekið þátt í lygum Donalds Trumps um að kosningum sem hann tapaði hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu svindli, samkvæmt frétt Washington Post. Trump lýsti þó í dag yfir stuðningi við McCarthy. Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, skrifaði Trump að McCarthy ætti starfið skilið og hét því að hann myndi standa sig vel í starfi. Kannski frábærlega. „Repúblikanar, ekki gera mikinn sigur að stórum og skammarlegum ósigri,“ skrifaði Trump. Mögulega mun þetta fá einhverja andstæðinga McCarthy til að veita honum atkvæði þeirra eða fá þá til að sitja hjá. Enn reiður út í McConnell Í annarri færslu sagði Trump að Repúblikanar ættu frekar að beina spjótum sínum að Mitch McConnell, leiðtoga flokksins í öldungadeildinni. Réttast væri að berjast gegn honum og „kínaelskandi stjóra, ég meina eiginkonu, hans Coco Chow,“ skrifaði Trump. Hið rétta er að eiginkona McConnell heitir Elaine Chow og þetta er ekki í fyrsta orð sem Trump fer rasískum orðum um hana. Trump sagði einnig um McConnell að hann gæti ekki verið kjörinn hundafangari í Kentucky og að hann og eiginkona hans hefðu valdið gífurlegu tjóni á Repúblikanaflokknum. Trump og McConnell hafa deilt nokkuð á undanförnum mánuðum og þá meðal annars vegna þess að Repúblikanar í öldungadeildinni studdu fjárlagafrumvarp Demókrataflokksins í fyrra. McConnell hefur einnig verið gagnrýninn á Trump vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar 2021 og vegna frambjóðenda Trumps í þingkosningunum í fyrra, sem McConnell hefur sagt að hafi komið niður á gengi Repbúlikana.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira