Keflavíkurliðið hefur unnið þær 289 mínútur sem Dominykas Milka hefur spilað með 128 stigum sem þýðir jafnframt að liðið hefur tapað með 59 stigum þegar Mikla situr á bekknum. Þetta er ótrúleg 187 stiga sveifla.
Milka hefur sýnt mikinn stöðugleika í vetur og er með 18,6 stig og 9,1 frákast að meðaltali í leik. Hann hefur verið yfir tuttugu í framlagi í níu af ellefu leikjum sínum.
Næstur Milka er Njarðvíkingurinn Mario Matasovic en Njarðvík er plús 111 með hann inn á vellinum en mínus 14 þegar hann er á bekknum.
Reykjanesarbæjarliðin Keflavík og Njarðvík eiga annars saman sex efstu mennina á listanun eða þrjá leikmenn hvort félag.
Efstur þeirra sem spila ekki með Keflavík eða Njarðvík er Haukamaðurinn Norbertas Giga. Nýliðarnir hafa unnið mínútur hans á vellinum með 77 stigum en tapað með 51 stigi þegar hann situr á bekknum.
Tólfta umferðina hefst í kvöld og lýkur á morgun. Í kvöld verða tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport, fyrst leikur Grindavíkur og KR klukkan 18.15 og svo leikur Stjörnunnar og Vals klukkan 20.15. Subway Tilþrifin eru síðan á dagskrá strax á eftir seinni leiknum.
- Efstir í plús og mínus í Subway deild karla í körfubolta:
- 1. Dominykas Milka, Keflavík +128
- 2. Mario Matasovic, Njarðvík +111
- 3. Dedrick Deon Basile, Njarðvík +109
- 4. Horður Axel Vilhjalmsson, Keflavík +86
- 5. Ólafur Ingi Styrmisson, Keflavík +82
- 6. Maciek Stanislav Baginski, Njarðvík +79
- 7. Norbertas Giga, Haukum +77
- 8. Igor Maric, Keflavík +74
- 9. Callum Reese Lawson, Val +63
- 10. Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóll +62
- 10. Kári Jónsson, Val +62