Um er að ræða auglýsingu frá auglýsingastofunni Hér og nú sem er hluti af nýrri herferð HHÍ undir leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar. Í auglýsingunni fer Gísli með hlutverk veðurfræðings sem gefur út bláa viðvörun.
„Það gætu hreinlega fokið milljónir í fang hvaða miðaeiganda sem er,“ segir Gísli um leið og vindhviða skellur á með þeim afleiðingum að hárkollan fýkur af honum.
Fyrir utan það að tala inn á auglýsingar Landsbankans er þetta í fyrsta sinn í mörg ár sem Gísli Örn tekur að sér hlutverk í auglýsingu.
Í auglýsingunni má heyra lagið Í bláum skugga í nýjum búningi Helga Sæmundar Guðmundssonar. Það er óhætt að segja að það sé ákveðinn Verbúðarfílingur í auglýsingunni.
Ragna Fossberg, einn reynslumesti förðunarfræðingur landsins, var fengin til þess að umbreyta Gísla. Henni tókst listilega vel til eins og sjá má hér að neðan.


