Sesselía úr stjórn í nýja framkvæmdastjórastöðu hjá Vodafone Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2023 16:55 Sesselía kemur til Sýnar frá Högum þar sem hún starfaði sem forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála. Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála Vodafone. Sesselía hefur setið í stjórn Sýnar hf. frá mars 2022 og mun í framhaldinu víkja úr stjórn þess. Fram að aðalfundi 2023 mun varamaður í stjórn verða kallaður inn í hennar stað. „Við bjóðum Sesselíu innilega velkomna til starfa. Framkvæmastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála er ný staða innan fyrirtækisins og það er afar dýrmætt að fá eins reynslumikla manneskju og Sesselía er til starfa,“ segir Yngvi Halldórsson forstjóri Sýnar í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. „Hún mun leiða sóknarvegferð okkar með áframhaldandi áherslu á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini á bæði einstaklings- og fyrirtækjamarkaði. Sesselía hefur viðamikla reynslu í umbreytingu á þjónustu með nýtingu á stafrænni tækni ásamt því að hafa unnið með mörg stór íslensk vörumerki. Við þekkjum Sesselíu vel og hún fyrirtækið því við höfum átt farsælt samstarf með henni í stjórn Sýnar frá mars á síðasta ári.“ Sesselía kemur til Sýnar frá Högum þar sem hún starfaði sem forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála. Hún hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri þjónustu- og markaða hjá Íslandspósti þar sem hún leiddi umfangsmiklar breytingar. Þar áður starfaði hún sem forstöðumaður stafrænna miðla og markaðsmála hjá Advania. Sesselía bjó lengi í Svíþjóð þar sem hún stofnaði og rak fyrirtækið Red Apple Apartments. Sesselía er með tvær mastersgráður frá Háskólanum í Lundi, annars vegar í Alþjóðlegri markaðsfræði og vörumerkjastjórnun og hins vegar í Stjórnun mannauðs með áherslu á þekkingar- og breytingarstjórnun. Að auki hefur Sesselía setið í fjölda stjórna og situr nú í stjórn hugbúnaðarfyrirtækisins AGR Dynamics. Sesselía mun hefja störf í byrjun febrúar. „Vodafone er spennandi þjónustufyrirtæki sem gerir yfir hundrað þúsund Íslendingum kleift að tengjast fólki og umheiminum á hverjum degi bæði í leik og starfi. Ég hef fengið að kynnast félaginu í gegnum stjórnarsetu síðasta árið og er ljóst að félagið byggir á sterkum grunni. Ég hef mikla trú á framtíðarvegferð fyrirtækisins og hlakka til að virkja sóknartækifærin með því flotta fólki sem þar starfar. Ég brenn fyrir framúrskarandi þjónustu og virku samtali við viðskiptavini og tel að reynsla mín og þekking eigi eftir að nýtast vel í þessu starfi,“ segir Sesselía í tilkynningu. Vísir er í eigu Sýnar. Vistaskipti Kauphöllin Hagar Sýn Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
„Við bjóðum Sesselíu innilega velkomna til starfa. Framkvæmastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála er ný staða innan fyrirtækisins og það er afar dýrmætt að fá eins reynslumikla manneskju og Sesselía er til starfa,“ segir Yngvi Halldórsson forstjóri Sýnar í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. „Hún mun leiða sóknarvegferð okkar með áframhaldandi áherslu á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini á bæði einstaklings- og fyrirtækjamarkaði. Sesselía hefur viðamikla reynslu í umbreytingu á þjónustu með nýtingu á stafrænni tækni ásamt því að hafa unnið með mörg stór íslensk vörumerki. Við þekkjum Sesselíu vel og hún fyrirtækið því við höfum átt farsælt samstarf með henni í stjórn Sýnar frá mars á síðasta ári.“ Sesselía kemur til Sýnar frá Högum þar sem hún starfaði sem forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála. Hún hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri þjónustu- og markaða hjá Íslandspósti þar sem hún leiddi umfangsmiklar breytingar. Þar áður starfaði hún sem forstöðumaður stafrænna miðla og markaðsmála hjá Advania. Sesselía bjó lengi í Svíþjóð þar sem hún stofnaði og rak fyrirtækið Red Apple Apartments. Sesselía er með tvær mastersgráður frá Háskólanum í Lundi, annars vegar í Alþjóðlegri markaðsfræði og vörumerkjastjórnun og hins vegar í Stjórnun mannauðs með áherslu á þekkingar- og breytingarstjórnun. Að auki hefur Sesselía setið í fjölda stjórna og situr nú í stjórn hugbúnaðarfyrirtækisins AGR Dynamics. Sesselía mun hefja störf í byrjun febrúar. „Vodafone er spennandi þjónustufyrirtæki sem gerir yfir hundrað þúsund Íslendingum kleift að tengjast fólki og umheiminum á hverjum degi bæði í leik og starfi. Ég hef fengið að kynnast félaginu í gegnum stjórnarsetu síðasta árið og er ljóst að félagið byggir á sterkum grunni. Ég hef mikla trú á framtíðarvegferð fyrirtækisins og hlakka til að virkja sóknartækifærin með því flotta fólki sem þar starfar. Ég brenn fyrir framúrskarandi þjónustu og virku samtali við viðskiptavini og tel að reynsla mín og þekking eigi eftir að nýtast vel í þessu starfi,“ segir Sesselía í tilkynningu. Vísir er í eigu Sýnar.
Vistaskipti Kauphöllin Hagar Sýn Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira