Eru að prísa sig sem einhverja atvinnumannadeild en fréttir síðustu daga hafi kannski offað það aðeins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. janúar 2023 22:43 Ísak Wíum, þjálfari ÍR. Vísir/Bára Dröfn Það virtist ekki bjart yfir Ísak Mána Wium, þjálfara liðs ÍR í Subway deild karla í körfubolta, eftir að hans lið beið ósigur, í Ljónagryfjunni, fyrir Njarðvík með tuttugu og níu stiga mun, 103-74, fyrr í kvöld. Hann gat ekki neitað því að Njarðvíkingar hefðu á endanum rúllað yfir hans menn eftir að þeir höfðu náð að halda ágætlega í við Njarðvík fram að miðjum þriðja leikhluta. „Annan leikinn í röð erum við vondir sóknarlega í fjórða leikhluta. Svo líka bara er þetta erfitt. Við skjótum ágætlega í fyrri hálfleik og erum að fá effektív skot. Við skjótum illa í seinni hálfleik og setjum eitt þriggja stiga skot niður.“ Ísak bætti því við að þannig væri ekki hægt að vinna leiki en hans menn hefðu spilað vel sóknarlega í fyrri hálfleik og náð að halda sér inni í leiknum. „Við réðum illa við þá þótt mér hafi fundist þetta ágætt á köflum.“ Ósigurinn í kvöld var sá fjórði í röð hjá ÍR í deildinni og sá stærsti í þessari yfirstandandi taphrinu. Ísak var spurður hvort hann sæi einhverjar leiðir til að bæta leik liðsins og auka þannig sigurmöguleika þess í þeim leikjum sem framundan eru. „Ef ég myndi ekki sjá það þá væri ég ekki í þessu starfi, held ég. Ég held að við séum með ákveðnar leiðir sem við byrjuðum að vinna í eftir síðasta leik sem var okkur mjög vondur. Nú fáum við tveggja vikna „breik“. Enn eitt tveggja vikna „breikið“ til að slípa okkur betur saman og koma betur út eftir svona.“ Ísak hrósaði Njarðvíkingum fyrir frammistöðuna. Hann sagði að Njarðvík hefði spilað frábæran körfubolta og tiltók sérstaklega Dedrick Basile sem ÍR-ingar hefðu átt í miklu basli með. „Þeir hlaupa þessi „pick and roll“ og eru með skotmenn út um allt. Benni er að gera helvíti vel með Njarðvík.“ Með hverju tapinu færist ÍR fjær úrslitakeppninni og nær fallbáráttunni. Ísak var þó alls ekki tilbúinn að gefa úrslitakeppnina upp á bátinn. „Hver leikur skiptir bara svo miklu máli í þessari deild. Um leið og eitthvað lið kemst á „run“ þá getum við horft upp fyrir okkur. Ef lið fer á tap „run“ þá verður maður að horfa niður fyrir sig. Auðvitað vitum við af liðunum fyrir neðan okkur og vitum líka af liðunum fyrir ofan okkur. Það er bara undir okkur komið hvar við ætlum að vera. Við breytum ekki markmiðinu eftir hálft tímabil sem var alltaf sett á úrslitakeppnina.“ Næsti leikur ÍR er eftir tvær vikur, þar sem liðið er dottið út úr VÍS bikarnum, og með ummælum sínum um enn eitt tveggja vikna fríið virtist Ísak gefa til kynna að hann væri ekki alveg sáttur við hvernig leikjadagskrá Subway deildarinnar væri skipulögð. Hann var spurður hvort það væri ekki ágætt að fá þó þetta langt frí til að vinna í að bæta leik liðsins. „Djöfull er ég ánægður með þessa spurningu. Við spilum milli jóla og nýárs eftir tveggja vikna frí. Mönnum er haldið hérna á landinu eftir eitthvað tveggja vikna frí. Jú, jú það er okkur að kenna að vera í þessu tveggja vikna fríi af því við erum ekki í bikarnum. Ég vil bara fá fleiri leiki í þessari deild. Menn eru að prísa sig sem einhverja atvinnumannadeild þó að fréttir síðustu daga hafi kannski offað það aðeins. Aðeins fleiri leiki takk.“ Fréttamanni Vísis lék forvitni á að vita hvaða fréttir Ísak væri að vísa í. Velta má til dæmis fyrir sér hvort hann hafi haft umdeild félagaskipti milli Stjörnunnar og Hrunamanna í huga. Svarið var það sem oft má heyra úr ranni þeirra sem vilja ekki ræða málin frekar. „No comment,“ sagði Ísak Máni Wium þjálfari liðs ÍR í Subway deild karla í körfubolta að lokum. Subway-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - ÍR 103-74 | Öruggur sigur heimamanna Njarðvíkingar unnu öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 103-74. 5. janúar 2023 20:59 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Hann gat ekki neitað því að Njarðvíkingar hefðu á endanum rúllað yfir hans menn eftir að þeir höfðu náð að halda ágætlega í við Njarðvík fram að miðjum þriðja leikhluta. „Annan leikinn í röð erum við vondir sóknarlega í fjórða leikhluta. Svo líka bara er þetta erfitt. Við skjótum ágætlega í fyrri hálfleik og erum að fá effektív skot. Við skjótum illa í seinni hálfleik og setjum eitt þriggja stiga skot niður.“ Ísak bætti því við að þannig væri ekki hægt að vinna leiki en hans menn hefðu spilað vel sóknarlega í fyrri hálfleik og náð að halda sér inni í leiknum. „Við réðum illa við þá þótt mér hafi fundist þetta ágætt á köflum.“ Ósigurinn í kvöld var sá fjórði í röð hjá ÍR í deildinni og sá stærsti í þessari yfirstandandi taphrinu. Ísak var spurður hvort hann sæi einhverjar leiðir til að bæta leik liðsins og auka þannig sigurmöguleika þess í þeim leikjum sem framundan eru. „Ef ég myndi ekki sjá það þá væri ég ekki í þessu starfi, held ég. Ég held að við séum með ákveðnar leiðir sem við byrjuðum að vinna í eftir síðasta leik sem var okkur mjög vondur. Nú fáum við tveggja vikna „breik“. Enn eitt tveggja vikna „breikið“ til að slípa okkur betur saman og koma betur út eftir svona.“ Ísak hrósaði Njarðvíkingum fyrir frammistöðuna. Hann sagði að Njarðvík hefði spilað frábæran körfubolta og tiltók sérstaklega Dedrick Basile sem ÍR-ingar hefðu átt í miklu basli með. „Þeir hlaupa þessi „pick and roll“ og eru með skotmenn út um allt. Benni er að gera helvíti vel með Njarðvík.“ Með hverju tapinu færist ÍR fjær úrslitakeppninni og nær fallbáráttunni. Ísak var þó alls ekki tilbúinn að gefa úrslitakeppnina upp á bátinn. „Hver leikur skiptir bara svo miklu máli í þessari deild. Um leið og eitthvað lið kemst á „run“ þá getum við horft upp fyrir okkur. Ef lið fer á tap „run“ þá verður maður að horfa niður fyrir sig. Auðvitað vitum við af liðunum fyrir neðan okkur og vitum líka af liðunum fyrir ofan okkur. Það er bara undir okkur komið hvar við ætlum að vera. Við breytum ekki markmiðinu eftir hálft tímabil sem var alltaf sett á úrslitakeppnina.“ Næsti leikur ÍR er eftir tvær vikur, þar sem liðið er dottið út úr VÍS bikarnum, og með ummælum sínum um enn eitt tveggja vikna fríið virtist Ísak gefa til kynna að hann væri ekki alveg sáttur við hvernig leikjadagskrá Subway deildarinnar væri skipulögð. Hann var spurður hvort það væri ekki ágætt að fá þó þetta langt frí til að vinna í að bæta leik liðsins. „Djöfull er ég ánægður með þessa spurningu. Við spilum milli jóla og nýárs eftir tveggja vikna frí. Mönnum er haldið hérna á landinu eftir eitthvað tveggja vikna frí. Jú, jú það er okkur að kenna að vera í þessu tveggja vikna fríi af því við erum ekki í bikarnum. Ég vil bara fá fleiri leiki í þessari deild. Menn eru að prísa sig sem einhverja atvinnumannadeild þó að fréttir síðustu daga hafi kannski offað það aðeins. Aðeins fleiri leiki takk.“ Fréttamanni Vísis lék forvitni á að vita hvaða fréttir Ísak væri að vísa í. Velta má til dæmis fyrir sér hvort hann hafi haft umdeild félagaskipti milli Stjörnunnar og Hrunamanna í huga. Svarið var það sem oft má heyra úr ranni þeirra sem vilja ekki ræða málin frekar. „No comment,“ sagði Ísak Máni Wium þjálfari liðs ÍR í Subway deild karla í körfubolta að lokum.
Subway-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - ÍR 103-74 | Öruggur sigur heimamanna Njarðvíkingar unnu öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 103-74. 5. janúar 2023 20:59 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - ÍR 103-74 | Öruggur sigur heimamanna Njarðvíkingar unnu öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 103-74. 5. janúar 2023 20:59