Þrumuræða Darra um Dag Kár: Dagur gafst upp á liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2023 08:01 Dagur Kár Jónsson í leik með KR á móti Njarðvík fyrr í vetur. Vísir/Hulda Margrét Darri Freyr Atlason mætti í Subway Tilþrifin í gærkvöldi og fór yfir mál Dags Kár Jónssonar sem yfirgaf félagið um áramótin og hefur nú þegar spilað sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Dagur Kár var á sínu fyrsta tímabili með KR en var fyrirliði liðsins í vetur. Hann losnaði undan samningi sínum og skilur við KR í neðsta sæti deildarinnar. Dagur samdi við Stjörnuna sem er að fara spila til úrslita um bikarinn í næstu viku. Darri Freyr er ekki bara sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi því hann er líka fyrsti varamaður í stjórn Körfuknattleiksdeildar KR og formaður afreksráðs. Hann veit því vel hvað gekk á í þessu máli Dags. Darri sagði líka Kjartani Atla Kjartanssyni frá því hvernig hann og KR-ingar horfa á brotthvarf Dags. Hér fyrir neðan má sjá þessa þrumuræðu fyrrum þjálfara karlaliðs KR. Klippa: Darri um ákvörðun Dags Kár: Ég skil þetta ekki. „Það er þokkalega einfalt mál hvað gerðist. Dagur gafst upp á liðinu og stendur bara með þeirri ákvörðun. Mér skilst að hann hafi verið ósáttur við hvernig sitt hlutverk þroskaðist og liðskipunina í kringum liðið,“ sagði Darri Freyr Atlason. Vilji hjá þjálfurum og stjórn „Hann tekur þá ákvörðun að reyna eftir fremsta megni að finna leiðir til að slíta samningi. KR-ingar eru að sjálfsögðu ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að missa Dag því það var vilji hjá þjálfurum og stjórn félagsins að reyna að finna leiðir til að halda þessu áfram. Breyta liðinu sem var að mörgu leyti eftir hans höfði, alla vega undir þeim áhrifum,“ sagði Darri. Dagur Kár var fyrirliði KR-liðsins og hafði með því áhrif. „Sem er bara eðlilegt. Reyna að gera allt til þess að gleyma þessu og halda áfram eftir að þessir bakþankar komu. Hann stóð fast á þessari skoðun og á endanum snerist allt vogarafl KR-inga í þessum samningaviðræðum að þessir samningar teljast ekki gildir nema að þeim sé skilað inn til KKÍ,“ sagði Darri. Hefur ekkert með einhverjar vangoldnar efndir félagsins að gera „Það hljómar rosalega eðlilegt en er hálf kómískt þegar sjötíu prósent leikmanna í deildinni eru með samninga sem hefur ekki verið skilað inn til KKÍ. Allir leikmenn Breiðabliks og allir nema einn leikmaður Vals,“ sagði Darri. „Þetta tekur allt vogarafl út samningsstöðu KR og gefur Degi og Stjörnunni tækifæri að knýja fram þessa niðurstöðu. Ég vil fyrir hönd minna félaga í Vesturbænum líka árétta það að þetta hefur ekkert með einhverjar vangoldnar efndir félagsins að gera,“ sagði Darri. „Það hefur verið mikið kappsmál fyrir körfuknattleiksdeildina að standa við allar skuldbindingar og borga laun, rétta upphæð á réttum tíma. Það hefur tekist og ný stjórn hefur unnið gríðarlega gott verk í svona baklandi sem sést auðvitað ekki á vellinum. Það er leiðinlegt fyrir þau að liðið hefi ekki náð að endurspegla það,“ sagði Darri. Algjörlega einhliða af hálfu Dags „Það hafði alla vegna ekkert með þessa ákvörðun að gera. Þetta var fullkomlega körfuboltalegs eðlis og algjörlega einhliða af hálfu Dags,“ sagði Darri. „Það verða allir að horfa á þetta út frá sínu persónulegt gildismati og ákveða hvað þeim finnst eðlileg ákvörðunartaka í þessu. Ég skil þetta ekki. Ég myndi aldrei fara frá skipi sem er í svona aðstöðu sérstaklega þegar maður ber þvílíka ábyrgð eins og Dagur bar. Hann hafði alla burði til að snúa þessu við með þeirri aðstoð sem hann var að fá,“ sagði Darri. Subway-deild karla KR Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Dagur Kár var á sínu fyrsta tímabili með KR en var fyrirliði liðsins í vetur. Hann losnaði undan samningi sínum og skilur við KR í neðsta sæti deildarinnar. Dagur samdi við Stjörnuna sem er að fara spila til úrslita um bikarinn í næstu viku. Darri Freyr er ekki bara sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi því hann er líka fyrsti varamaður í stjórn Körfuknattleiksdeildar KR og formaður afreksráðs. Hann veit því vel hvað gekk á í þessu máli Dags. Darri sagði líka Kjartani Atla Kjartanssyni frá því hvernig hann og KR-ingar horfa á brotthvarf Dags. Hér fyrir neðan má sjá þessa þrumuræðu fyrrum þjálfara karlaliðs KR. Klippa: Darri um ákvörðun Dags Kár: Ég skil þetta ekki. „Það er þokkalega einfalt mál hvað gerðist. Dagur gafst upp á liðinu og stendur bara með þeirri ákvörðun. Mér skilst að hann hafi verið ósáttur við hvernig sitt hlutverk þroskaðist og liðskipunina í kringum liðið,“ sagði Darri Freyr Atlason. Vilji hjá þjálfurum og stjórn „Hann tekur þá ákvörðun að reyna eftir fremsta megni að finna leiðir til að slíta samningi. KR-ingar eru að sjálfsögðu ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að missa Dag því það var vilji hjá þjálfurum og stjórn félagsins að reyna að finna leiðir til að halda þessu áfram. Breyta liðinu sem var að mörgu leyti eftir hans höfði, alla vega undir þeim áhrifum,“ sagði Darri. Dagur Kár var fyrirliði KR-liðsins og hafði með því áhrif. „Sem er bara eðlilegt. Reyna að gera allt til þess að gleyma þessu og halda áfram eftir að þessir bakþankar komu. Hann stóð fast á þessari skoðun og á endanum snerist allt vogarafl KR-inga í þessum samningaviðræðum að þessir samningar teljast ekki gildir nema að þeim sé skilað inn til KKÍ,“ sagði Darri. Hefur ekkert með einhverjar vangoldnar efndir félagsins að gera „Það hljómar rosalega eðlilegt en er hálf kómískt þegar sjötíu prósent leikmanna í deildinni eru með samninga sem hefur ekki verið skilað inn til KKÍ. Allir leikmenn Breiðabliks og allir nema einn leikmaður Vals,“ sagði Darri. „Þetta tekur allt vogarafl út samningsstöðu KR og gefur Degi og Stjörnunni tækifæri að knýja fram þessa niðurstöðu. Ég vil fyrir hönd minna félaga í Vesturbænum líka árétta það að þetta hefur ekkert með einhverjar vangoldnar efndir félagsins að gera,“ sagði Darri. „Það hefur verið mikið kappsmál fyrir körfuknattleiksdeildina að standa við allar skuldbindingar og borga laun, rétta upphæð á réttum tíma. Það hefur tekist og ný stjórn hefur unnið gríðarlega gott verk í svona baklandi sem sést auðvitað ekki á vellinum. Það er leiðinlegt fyrir þau að liðið hefi ekki náð að endurspegla það,“ sagði Darri. Algjörlega einhliða af hálfu Dags „Það hafði alla vegna ekkert með þessa ákvörðun að gera. Þetta var fullkomlega körfuboltalegs eðlis og algjörlega einhliða af hálfu Dags,“ sagði Darri. „Það verða allir að horfa á þetta út frá sínu persónulegt gildismati og ákveða hvað þeim finnst eðlileg ákvörðunartaka í þessu. Ég skil þetta ekki. Ég myndi aldrei fara frá skipi sem er í svona aðstöðu sérstaklega þegar maður ber þvílíka ábyrgð eins og Dagur bar. Hann hafði alla burði til að snúa þessu við með þeirri aðstoð sem hann var að fá,“ sagði Darri.
Subway-deild karla KR Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira