Í þágu upplýstrar umræðu Arnar Þór Jónsson skrifar 6. janúar 2023 08:00 Málfrelsið er súrefni lýðræðisins. Án málfrelsis getum við hvorki viðhaldið lýðræði né varið frelsi okkar. Hér er því allt undir: Ef lýðræðið glatast, tapast réttarríkið um leið. Þegar svo er komið erum við ekki lengur jöfn fyrir lögunum. Þegar geðþóttastjórn hefur leyst lögstjórn af hólmi taka menn sér vald án lagastoðar. Saga slíkra ríkja ber vitni um það hvernig öllu er rangsnúið: Mismunað er í nafni jafnréttis, ritskoðun og þöggun beitt í nafni verndar, frelsið afnumið í nafni undantekningarástands, réttarríkið afnumið undir yfirskini öryggis. Við tjáum okkur ekki aðeins í orðum, heldur einnig líkamlega. Mannleg tjáning grundvallast að miklu leyti á beinum samskiptum. Fyrir liggur að stjórnvöld hérlendis og erlendis hafa á síðustu misserum gert aðför að frjálsri tjáningu og hversdagslegum samskiptamáta fólks. Embættismenn og stjórnsýslustofnanir hafa brugðist skyldum sínum og unnið gegn tjáningarfrelsinu í stað þess að verja það. Alþjóðleg stórfyrirtæki og ríkisstjórnir hafa beitt áhrifum sínum og valdi gegn frjálsri tjáningu, kæft niður gagnrýnisraddir, ógnað og útskúfað þeim sýnt hafa viðleitni til að hugsa út fyrir kassann. Málfrelsissamtökin voru stofnuð til að verja undirstöður lýðræðis og borgaralegs frelsis. Í þeirri baráttu eignumst við nýja samherja, nýja vini. Þar vinna félagsmenn saman að því að vekja samborgara sína til vitundar um dýrmæti hins frjálsa rýmis. Félagið mun sinna þessu með útgáfu, fundahöldum, greinaskrifum og þátttöku félagsmanna í lifandi samfélagsumræðu. Nk. laugardag kl. 14 heldur félagið fund í Þjóðminjasafninu. Ræðumenn verða Toby Young, aðstoðarritstjóri Spectator, Ögmundur Jónasson fv. ráðherra og Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks. Ég hvet alla lýðræðisvini til að mæta, hvar í flokki sem þeir kunna að telja sig standa. Fundinum verður streymt á netinu. Nánari upplýsingar má finna á www.krossgotur.is Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Arnar Þór Jónsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Málfrelsið er súrefni lýðræðisins. Án málfrelsis getum við hvorki viðhaldið lýðræði né varið frelsi okkar. Hér er því allt undir: Ef lýðræðið glatast, tapast réttarríkið um leið. Þegar svo er komið erum við ekki lengur jöfn fyrir lögunum. Þegar geðþóttastjórn hefur leyst lögstjórn af hólmi taka menn sér vald án lagastoðar. Saga slíkra ríkja ber vitni um það hvernig öllu er rangsnúið: Mismunað er í nafni jafnréttis, ritskoðun og þöggun beitt í nafni verndar, frelsið afnumið í nafni undantekningarástands, réttarríkið afnumið undir yfirskini öryggis. Við tjáum okkur ekki aðeins í orðum, heldur einnig líkamlega. Mannleg tjáning grundvallast að miklu leyti á beinum samskiptum. Fyrir liggur að stjórnvöld hérlendis og erlendis hafa á síðustu misserum gert aðför að frjálsri tjáningu og hversdagslegum samskiptamáta fólks. Embættismenn og stjórnsýslustofnanir hafa brugðist skyldum sínum og unnið gegn tjáningarfrelsinu í stað þess að verja það. Alþjóðleg stórfyrirtæki og ríkisstjórnir hafa beitt áhrifum sínum og valdi gegn frjálsri tjáningu, kæft niður gagnrýnisraddir, ógnað og útskúfað þeim sýnt hafa viðleitni til að hugsa út fyrir kassann. Málfrelsissamtökin voru stofnuð til að verja undirstöður lýðræðis og borgaralegs frelsis. Í þeirri baráttu eignumst við nýja samherja, nýja vini. Þar vinna félagsmenn saman að því að vekja samborgara sína til vitundar um dýrmæti hins frjálsa rýmis. Félagið mun sinna þessu með útgáfu, fundahöldum, greinaskrifum og þátttöku félagsmanna í lifandi samfélagsumræðu. Nk. laugardag kl. 14 heldur félagið fund í Þjóðminjasafninu. Ræðumenn verða Toby Young, aðstoðarritstjóri Spectator, Ögmundur Jónasson fv. ráðherra og Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks. Ég hvet alla lýðræðisvini til að mæta, hvar í flokki sem þeir kunna að telja sig standa. Fundinum verður streymt á netinu. Nánari upplýsingar má finna á www.krossgotur.is Höfundur er lögmaður.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun