Fylgdarmaður Idol-keppanda reyndist dæmdur kynferðisbrotamaður Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2023 08:02 Íslenskri konu búsettri í Danmörku krossbrá þegar hún áttaði sig á því að karlmaður sem braut á henni fyrir tæpum áratug væri áberandi í Idol-inu á Stöð 2 sem fylgdarmaður keppanda, barnabarni sínu. Vísir/Vilhelm Stjórnendur Idol stjörnuleitar, sem nú er til sýninga á Stöð 2 við miklar vinsældir, þurftu að bregðast skjótt við eftir að áhorfandi setti sig í samband við Stöð 2 og benti þeim á að fylgdarmaður eins keppandans væri dæmdur kynferðisbrotamaður. Stöðvar 2-fólk fór þegar í að klippa viðkomandi út alveg eins og kostur var áður en þátturinn í gærkvöldi fór í útsendingu. Um var að ræða síðasta þáttinn áður en beinar útsendingar hefjast næsta föstudag. Fékk áfall þegar hún sá manninn birtast á skjánum Vísir ræddi við konuna sem hafði orðið fyrir hinni ömurlegu reynslu að sjá manninn sem braut á henni barnungri fyrir tíu árum birtast á skjánum. Hún var þá fjórtán ára. Maðurinn var dæmdur til að greiða henni 200 þúsund krónur í miskabætur og allan málskostnað. Hann var þá strætóbílstjóri og króaði hana af á endastöð í bæjarfélagi úti á landi, lokaði strætisvagninum og las fyrir hana frumsamið ljóð með kynferðislegum undirtóni. Fögur ert og falleg drósmeð flottan rjóðan vanga. Barminn fullan af bjartri rós sem bærir með sér anga. Líkaminn þinn leið um hér ljúft í sætið hjá mér undirgefin er nú þérfell nú skjótt í fang á þér Maðurinn flutti eitt erindi í viðbót en það var ekki skrifað á blað sem fannst á manninum við eftirgrennslan lögreglu síðar um kvöldið. Stúlkunni tókst að komast frá manninum við illan leik og hún segir að þetta atvik hafi haft áhrif á alla hennar æsku það liti hennar líf enn þann dag í dag, tíu árum síðar. Hún treysti engum og alltaf þegar hún sér einhvern þann sem svipar til gerandans verði henni hugsað til þessa atviks sem fékk mjög á hana. „Mér finnst óþolandi að hugsa til þess að maðurinn birtist sem góðlátlegur afi og fólk sé að hugsa til hans sem hjálpsams góðmennis,“ segir konan sem nú er 23 ára gömul, tveggja barna móðir í sambúð og búsett í Danmörku þar sem hún er við nám. Hún lýsir því sem miklu áfalli þegar maðurinn birtist henni á skjánum. Hún hafi afar gaman af þáttum eins og Idolinu en hún hafi ekki treyst sér til að horfa á þættina. Hún slökkti umsvifalaust á sjónvarpinu þegar hún áttaði sig á því hver var þar á ferð. Þórhallur þakklátur að fá ábendinguna Konan hefur sett fram ósk þess efnis að maðurinn verði klipptur út úr þáttunum og hefur Stöð 2 orðið við því alveg eins og kostur er. „Ég fékk póst frá konunni á miðvikudag þar sem hún vísar í þetta mál. Eftir að hafa rætt við hana og séð dóm héraðsdóms ákváðum við að bregðast strax við og taka burtu ákveðna kafli úr þættinum sem tengdust þessum einstaklingi. Við erum þakklát fyrir ábendinguna,“ segir Þórhallur Gunnarson framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar. Hann segir þann hátt hafðan á við undirbúning Idol stjörnuleitar að farið sé fram á sakavottorð frá öllum keppendum. Hins vegar hafi ekki verið gengið svo langt að krefjast sakavottorðs frá aðstandendum, og hugsanlega verði hugað að því í framtíðinni. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot, sem heyrir undir kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Hann var sýknaður gegn neitun hans að hafa tekið utan um stúlkuna og kysst hana. Refsingu mannsins var frestað og féll hún niður tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins í nóvember 2014. Vísir er í eigu Sýnar sem jafnframt rekur Stöð 2 sem framleiðir Idol stjörnuleit og sýnir. Idol Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Þessi átta komust áfram í úrslitakeppni Idol Í kvöld kom í ljós hvaða átta keppendur það eru sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Idol sem sýnd verður í beinni útsendingu. 6. janúar 2023 20:10 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Stöðvar 2-fólk fór þegar í að klippa viðkomandi út alveg eins og kostur var áður en þátturinn í gærkvöldi fór í útsendingu. Um var að ræða síðasta þáttinn áður en beinar útsendingar hefjast næsta föstudag. Fékk áfall þegar hún sá manninn birtast á skjánum Vísir ræddi við konuna sem hafði orðið fyrir hinni ömurlegu reynslu að sjá manninn sem braut á henni barnungri fyrir tíu árum birtast á skjánum. Hún var þá fjórtán ára. Maðurinn var dæmdur til að greiða henni 200 þúsund krónur í miskabætur og allan málskostnað. Hann var þá strætóbílstjóri og króaði hana af á endastöð í bæjarfélagi úti á landi, lokaði strætisvagninum og las fyrir hana frumsamið ljóð með kynferðislegum undirtóni. Fögur ert og falleg drósmeð flottan rjóðan vanga. Barminn fullan af bjartri rós sem bærir með sér anga. Líkaminn þinn leið um hér ljúft í sætið hjá mér undirgefin er nú þérfell nú skjótt í fang á þér Maðurinn flutti eitt erindi í viðbót en það var ekki skrifað á blað sem fannst á manninum við eftirgrennslan lögreglu síðar um kvöldið. Stúlkunni tókst að komast frá manninum við illan leik og hún segir að þetta atvik hafi haft áhrif á alla hennar æsku það liti hennar líf enn þann dag í dag, tíu árum síðar. Hún treysti engum og alltaf þegar hún sér einhvern þann sem svipar til gerandans verði henni hugsað til þessa atviks sem fékk mjög á hana. „Mér finnst óþolandi að hugsa til þess að maðurinn birtist sem góðlátlegur afi og fólk sé að hugsa til hans sem hjálpsams góðmennis,“ segir konan sem nú er 23 ára gömul, tveggja barna móðir í sambúð og búsett í Danmörku þar sem hún er við nám. Hún lýsir því sem miklu áfalli þegar maðurinn birtist henni á skjánum. Hún hafi afar gaman af þáttum eins og Idolinu en hún hafi ekki treyst sér til að horfa á þættina. Hún slökkti umsvifalaust á sjónvarpinu þegar hún áttaði sig á því hver var þar á ferð. Þórhallur þakklátur að fá ábendinguna Konan hefur sett fram ósk þess efnis að maðurinn verði klipptur út úr þáttunum og hefur Stöð 2 orðið við því alveg eins og kostur er. „Ég fékk póst frá konunni á miðvikudag þar sem hún vísar í þetta mál. Eftir að hafa rætt við hana og séð dóm héraðsdóms ákváðum við að bregðast strax við og taka burtu ákveðna kafli úr þættinum sem tengdust þessum einstaklingi. Við erum þakklát fyrir ábendinguna,“ segir Þórhallur Gunnarson framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar. Hann segir þann hátt hafðan á við undirbúning Idol stjörnuleitar að farið sé fram á sakavottorð frá öllum keppendum. Hins vegar hafi ekki verið gengið svo langt að krefjast sakavottorðs frá aðstandendum, og hugsanlega verði hugað að því í framtíðinni. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot, sem heyrir undir kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Hann var sýknaður gegn neitun hans að hafa tekið utan um stúlkuna og kysst hana. Refsingu mannsins var frestað og féll hún niður tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins í nóvember 2014. Vísir er í eigu Sýnar sem jafnframt rekur Stöð 2 sem framleiðir Idol stjörnuleit og sýnir.
Fögur ert og falleg drósmeð flottan rjóðan vanga. Barminn fullan af bjartri rós sem bærir með sér anga. Líkaminn þinn leið um hér ljúft í sætið hjá mér undirgefin er nú þérfell nú skjótt í fang á þér
Idol Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Þessi átta komust áfram í úrslitakeppni Idol Í kvöld kom í ljós hvaða átta keppendur það eru sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Idol sem sýnd verður í beinni útsendingu. 6. janúar 2023 20:10 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Þessi átta komust áfram í úrslitakeppni Idol Í kvöld kom í ljós hvaða átta keppendur það eru sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Idol sem sýnd verður í beinni útsendingu. 6. janúar 2023 20:10