Aaron Rodgers og félagar klúðruðu þessu: Svona lítur úrslitakeppni NFL út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2023 10:00 Aaron Rodgers eftir tap Green Bay Packers á móti Detroit Lions á heimavelli sínum í nótt. AP/Morry Gash Lokaumferð deildarkeppni NFL-deildarinnar fór fram um helgina og nú er því endanlega ljóst hvaða lið komust í úrslitakeppnina, hvaða lið eru á leið í sumarfrí og hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem byrjar strax um næstu helgi. Stærsta frétt helgarinnar var líklegast að Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers misstu af úrslitakeppninni eftir 20-16 tap á heimavelli á móti Detroit Lions. Sigur hafði nægt Packers liðinu og andstæðingarnir áttu heldur ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Rodgers, mikilvægasti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö ár, kastaði boltanum frá sér á úrslitastund og nýliðinn Kerby Joseph varð fyrsti leikmaðurinn til að komast inn í þrjár sendingar hjá Aaron Rodgers á sama tímabilinu. The #NFLPlayoffs start with #SuperWildCard Weekend! pic.twitter.com/blHs0K3j7n— NFL (@NFL) January 9, 2023 Þetta gæti alveg eins verið síðasti leikur Aaron Rodgers á ferlinum en óvíst er hvað hann gerir á næstu leiktíð þrátt fyrir að eiga ár eftir af samningi sínum. Seattle Seahawks græddi á þessu tapi Green Bay liðsins og komst í úrslitakeppnina eftir sigur á Los Angeles Rams í framlengingu. Miami Dolphins komst líka inn í úrslitakeppni eftir 11-6 sigur í baráttuleik á móti New York Jets en leikmenn Pittsburgh Steelers sátu eftir með sárt ennið þrátt fyrir flottan sigur á Cleveland Browns. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers máttu tapa síðasta leik sínum en þetta er fyrsta tímabilið hjá Brady þar sem lið hans tapar fleiri leikjum en það vinnur. Brady og félagar spila lokaleik næstu helgar á móti liði Dallas Cowboys sem steinlá líka um helgina en komst samt inn í úrslitakeppnina. Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles voru með bestan árangur í deildunum tveimur og sitja því hjá í fyrstu umferðinni um næstu helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þessi fyrsta umferð úrslitakeppninnar lítur út um næstu helgi. Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Úrslitakeppnin 2023: Fyrsta umferð Laugardagur 14. janúar San Francisco 49ers - Seattle Seahawks (Klukkan: 21:30 að ísl. tíma) Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers (Klukkan: 01:15) Sunnudagur 15. janúar Buffalo Bill - Miami Dolphins ((Klukkan: 18:00) Minnesota Vikings - New York Giants (Klukkan: 21:30) Cincinnati Bengals - Baltimore Ravens (Klukkan: 01:15) Mánudagur 15. janúar Tampa Bay Buccaneers - Dallas Cowboys (Klukkan: 01:15) View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NFL Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira
Stærsta frétt helgarinnar var líklegast að Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers misstu af úrslitakeppninni eftir 20-16 tap á heimavelli á móti Detroit Lions. Sigur hafði nægt Packers liðinu og andstæðingarnir áttu heldur ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Rodgers, mikilvægasti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö ár, kastaði boltanum frá sér á úrslitastund og nýliðinn Kerby Joseph varð fyrsti leikmaðurinn til að komast inn í þrjár sendingar hjá Aaron Rodgers á sama tímabilinu. The #NFLPlayoffs start with #SuperWildCard Weekend! pic.twitter.com/blHs0K3j7n— NFL (@NFL) January 9, 2023 Þetta gæti alveg eins verið síðasti leikur Aaron Rodgers á ferlinum en óvíst er hvað hann gerir á næstu leiktíð þrátt fyrir að eiga ár eftir af samningi sínum. Seattle Seahawks græddi á þessu tapi Green Bay liðsins og komst í úrslitakeppnina eftir sigur á Los Angeles Rams í framlengingu. Miami Dolphins komst líka inn í úrslitakeppni eftir 11-6 sigur í baráttuleik á móti New York Jets en leikmenn Pittsburgh Steelers sátu eftir með sárt ennið þrátt fyrir flottan sigur á Cleveland Browns. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers máttu tapa síðasta leik sínum en þetta er fyrsta tímabilið hjá Brady þar sem lið hans tapar fleiri leikjum en það vinnur. Brady og félagar spila lokaleik næstu helgar á móti liði Dallas Cowboys sem steinlá líka um helgina en komst samt inn í úrslitakeppnina. Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles voru með bestan árangur í deildunum tveimur og sitja því hjá í fyrstu umferðinni um næstu helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þessi fyrsta umferð úrslitakeppninnar lítur út um næstu helgi. Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Úrslitakeppnin 2023: Fyrsta umferð Laugardagur 14. janúar San Francisco 49ers - Seattle Seahawks (Klukkan: 21:30 að ísl. tíma) Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers (Klukkan: 01:15) Sunnudagur 15. janúar Buffalo Bill - Miami Dolphins ((Klukkan: 18:00) Minnesota Vikings - New York Giants (Klukkan: 21:30) Cincinnati Bengals - Baltimore Ravens (Klukkan: 01:15) Mánudagur 15. janúar Tampa Bay Buccaneers - Dallas Cowboys (Klukkan: 01:15) View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Úrslitakeppnin 2023: Fyrsta umferð Laugardagur 14. janúar San Francisco 49ers - Seattle Seahawks (Klukkan: 21:30 að ísl. tíma) Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers (Klukkan: 01:15) Sunnudagur 15. janúar Buffalo Bill - Miami Dolphins ((Klukkan: 18:00) Minnesota Vikings - New York Giants (Klukkan: 21:30) Cincinnati Bengals - Baltimore Ravens (Klukkan: 01:15) Mánudagur 15. janúar Tampa Bay Buccaneers - Dallas Cowboys (Klukkan: 01:15)
NFL Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira