Neyðarástand er dauðans alvara Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 9. janúar 2023 14:31 Það er þyngra en tárum taki að sökum vanfjármögnunar og skorts á heilbrigðisstarfsfólki hafi myndast grafalvarlegt ástand á bráðamóttöku Landspítalans um jólin. Ástandið er dauðans alvara og á ábyrgð stjórnvalda. Þau hafa vitað af ástandinu á bráðamóttöku Landsspítalans ekki bara svo mánuðum skiptir, heldur árum saman. Að sjúklingur sé sendur heim og að hann látist nokkrum klukkustundum síðar er grafalvarlegt mál sem átti aldrei að eiga sér stað. Heilsa og öryggi borgaranna á að vera forgangsverkefni stjórnvalda. Hvort þetta neyðarástand á bráðamóttökunni hafi leitt til andláts mannsins eða mannleg mistök er mál sem verður að upplýsa og rannsaka til hlítar. Þá hefur fækkað stórlega í hópi lækna á bráðamóttöku Landspítala og hafa uppsagnir hjúkrunarfræðinga skipt tugum og það þrátt fyrir ítrekað ákall þeirra og læknanna um aðgerðir strax vegna ástandsins.Starfsfólk bráðamóttöku sinnir meira en helmingi fleiri sjúklingum en pláss er fyrir og verða fyrir vikið að vinna margfalt hraðar er óásættanlegt ástand fyrir starfsmenn og ávísun á mistök. Það er ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þá fara samskipti við sjúklinga í síauknum mæli fram á gangi fyrir framan aðra sjúklinga og það um mjög viðkvæm málefni.Hvers vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna áratuga leyft ástandinu í heilbrigðismálum að verða að þessu neyðarástandi? Fyrir 50 árum gat maður farið á bráðamóttöku Borgarspítalans og fengið þjónustu á einni klukkustund. En í dag gefst fólk upp eftir margra klukkustunda bið.Núna er einnig um mánaðar bið eða lengri eftir heimilislækni, en áður fyrr fékk maður tíma hjá honum samdægurs eða daginn eftir. Áður fyrr voru sjúkrahús í hverjum landsfjórðungi og veikt fólk fékk þjónustu í nærumhverfi, en verða nú að fara um langan veg og það í misjöfnu veðri.Hvenær og hvers vegna hætti þetta góða kerfi að virka og fór inn á þessa skelfilegu neyðarbraut sem veldur óbætanlegum skaða á veiku fólki? Hvers vegna vilja ekki um eitt þúsund hjúkrunarfræðingar starfa við þá vinnu sem þeir hafa menntað sig í? Það er ekki rétt lausn að mennta fleiri. Það þarf að ná til þeirra sem ekki starfa í faginu með samningum um betri starfsumhverfi og kjör sem er lausnin á vandanum og þá einnig að semja við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara strax. Oft hefur verið þörf, en nú er lífsnauðsynlegt að við tökum höndum saman og forgangsröðum rétt og segjum fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er Þingflokksformaður Flokk fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það er þyngra en tárum taki að sökum vanfjármögnunar og skorts á heilbrigðisstarfsfólki hafi myndast grafalvarlegt ástand á bráðamóttöku Landspítalans um jólin. Ástandið er dauðans alvara og á ábyrgð stjórnvalda. Þau hafa vitað af ástandinu á bráðamóttöku Landsspítalans ekki bara svo mánuðum skiptir, heldur árum saman. Að sjúklingur sé sendur heim og að hann látist nokkrum klukkustundum síðar er grafalvarlegt mál sem átti aldrei að eiga sér stað. Heilsa og öryggi borgaranna á að vera forgangsverkefni stjórnvalda. Hvort þetta neyðarástand á bráðamóttökunni hafi leitt til andláts mannsins eða mannleg mistök er mál sem verður að upplýsa og rannsaka til hlítar. Þá hefur fækkað stórlega í hópi lækna á bráðamóttöku Landspítala og hafa uppsagnir hjúkrunarfræðinga skipt tugum og það þrátt fyrir ítrekað ákall þeirra og læknanna um aðgerðir strax vegna ástandsins.Starfsfólk bráðamóttöku sinnir meira en helmingi fleiri sjúklingum en pláss er fyrir og verða fyrir vikið að vinna margfalt hraðar er óásættanlegt ástand fyrir starfsmenn og ávísun á mistök. Það er ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þá fara samskipti við sjúklinga í síauknum mæli fram á gangi fyrir framan aðra sjúklinga og það um mjög viðkvæm málefni.Hvers vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna áratuga leyft ástandinu í heilbrigðismálum að verða að þessu neyðarástandi? Fyrir 50 árum gat maður farið á bráðamóttöku Borgarspítalans og fengið þjónustu á einni klukkustund. En í dag gefst fólk upp eftir margra klukkustunda bið.Núna er einnig um mánaðar bið eða lengri eftir heimilislækni, en áður fyrr fékk maður tíma hjá honum samdægurs eða daginn eftir. Áður fyrr voru sjúkrahús í hverjum landsfjórðungi og veikt fólk fékk þjónustu í nærumhverfi, en verða nú að fara um langan veg og það í misjöfnu veðri.Hvenær og hvers vegna hætti þetta góða kerfi að virka og fór inn á þessa skelfilegu neyðarbraut sem veldur óbætanlegum skaða á veiku fólki? Hvers vegna vilja ekki um eitt þúsund hjúkrunarfræðingar starfa við þá vinnu sem þeir hafa menntað sig í? Það er ekki rétt lausn að mennta fleiri. Það þarf að ná til þeirra sem ekki starfa í faginu með samningum um betri starfsumhverfi og kjör sem er lausnin á vandanum og þá einnig að semja við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara strax. Oft hefur verið þörf, en nú er lífsnauðsynlegt að við tökum höndum saman og forgangsröðum rétt og segjum fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er Þingflokksformaður Flokk fólksins.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar