Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2023 09:13 Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, hvetur fólk til að leita sér aðstoðar áður en í óefni er komið. Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. Áramótaheit geta verið af ýmsu tagi en Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs segir marga líta á nýtt ár sem tækifæri til að takast á við vandamál tengd neyslu. Um 600 manns eru á biðlista sem er svipað og undanfarna mánuði, en Valgerður segir flesta ekki þurfa að bíða mjög lengi eftir plássi. Margir eru hikandi við að leita sér aðstoðar þar sem þeir telja vandamálið ekki nægilega stórt, en að sögn Valgerðar er rétti tíminn til að leita sér hjálpar einmitt þegar hugmyndin kviknar um að mögulega sé vandamál í uppsiglingu. „Stærsti hópurinn er einmitt sá sem er um það bil að missa af, missa af í skólanum eða vinnunni, eða í fjölskyldunni vegna neyslunnar. Meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í, akkúrat við það tækifæri.“ Fólk illa á sig komið vegna drykkju Sjúklingar á Vogi leita þangað vegna ýmiskonar fíknar en áfengisvandamál eru þó lang algengust. Valgerður segir áfengisneyslu fara sívaxandi og íslendingar drekki almennt mjög mikið. „Það hefur miklar afleiðingar. Þeir sjá það til dæmis lifralæknar að skorpulifur hefur aukist mjög mikið á Íslandi og við sjáum að fólk er bara illa á sig komið af mikilli áfengisdrykkju hérna.“ Um 600 manns eru á biðlista á Vogi Valgerður segir hræðilegar afleiðingar geta hlotist af því að vera með virkan fíknisjúkdóm. Hún ítrekar skilaboðin um að bíða ekki of lengi með að leita sér hjálpar. „Ég vil hvetja fólk sem hefur verið að hugsa sig um í einhvern tíma að láta til skarar skríða núna, 2023 í byrjun árs. Taka á málunum. Við tökum vel á öllum sem leita til okkar.“ Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Áramótaheit geta verið af ýmsu tagi en Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs segir marga líta á nýtt ár sem tækifæri til að takast á við vandamál tengd neyslu. Um 600 manns eru á biðlista sem er svipað og undanfarna mánuði, en Valgerður segir flesta ekki þurfa að bíða mjög lengi eftir plássi. Margir eru hikandi við að leita sér aðstoðar þar sem þeir telja vandamálið ekki nægilega stórt, en að sögn Valgerðar er rétti tíminn til að leita sér hjálpar einmitt þegar hugmyndin kviknar um að mögulega sé vandamál í uppsiglingu. „Stærsti hópurinn er einmitt sá sem er um það bil að missa af, missa af í skólanum eða vinnunni, eða í fjölskyldunni vegna neyslunnar. Meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í, akkúrat við það tækifæri.“ Fólk illa á sig komið vegna drykkju Sjúklingar á Vogi leita þangað vegna ýmiskonar fíknar en áfengisvandamál eru þó lang algengust. Valgerður segir áfengisneyslu fara sívaxandi og íslendingar drekki almennt mjög mikið. „Það hefur miklar afleiðingar. Þeir sjá það til dæmis lifralæknar að skorpulifur hefur aukist mjög mikið á Íslandi og við sjáum að fólk er bara illa á sig komið af mikilli áfengisdrykkju hérna.“ Um 600 manns eru á biðlista á Vogi Valgerður segir hræðilegar afleiðingar geta hlotist af því að vera með virkan fíknisjúkdóm. Hún ítrekar skilaboðin um að bíða ekki of lengi með að leita sér hjálpar. „Ég vil hvetja fólk sem hefur verið að hugsa sig um í einhvern tíma að láta til skarar skríða núna, 2023 í byrjun árs. Taka á málunum. Við tökum vel á öllum sem leita til okkar.“
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira