Körfuboltakvöld: „Trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. janúar 2023 21:31 Dagur Kár í leik með KR gegn Njarðvík í vetur. Vísir/Hulda Margrét Teitur Örlygsson og Jón Eðvarð Halldórsson eru ekki hrifnir af því að Dagur Kár Jónsson hafi ákveðið að skipta út sökkvandi skipi KR fyrir Stjörnuna í Subway deild karla. Þeir viðruðu skoðun sína í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Stjörnumenn hafa gert miklar breytingar á sínu liði sínu í Subway deild karla í körfubolta að undanförnu. Dagur Kár Jónsson er snúinn aftur eftir að hafa byrjað tímabilið með KR en hann steig sín fyrstu skref þegar Teitur Örlygsson þjálfaði liðið. Teitur var sérfræðingur í síðasta þætti Körfuboltakvölds og fór yfir skipti Dags og hvað þau þýða fyrir Stjörnuna og KR. „Mér finnst þetta bara hundleiðinlegt, eins og þetta lítur út fyrir mér þá er eins og hann hafi yfirgefið liðið. Sem er sorglegt því við vitum stöðuna hjá KR. Síðan ákveður þessi nýja stjórn að fara í breytingar, sem eru rándýrar. Senda menn heima, skipta um lið, fá nýja menn og gefa þessu séns. Ætla að reyna halda sér uppi en þá mætir Dagur Kár ekki á æfingu, fyrirliði liðsins. Þetta er hörmung finnst mér,“ sagði Teitur og hélt svo áfram. „Auðvitað þekki ég ekki hina hliðina en svona lítur þetta út fyrir manni og þetta er hryllilegt. Gæti alveg haft áhrif líka fyrir Dag, er eitthvað annað lið að fara taka séns á að taka hann núna? Af því hann yfirgaf Spán líka eins og við vitum, nú yfirgefur hann KR á miðju tímabili.“ Jón Eðvarð Halldórsson tók næstur til máls og hann tók í sama streng. „Ég veit bara aðra hliðina því Dagur hefur ekki tjáð sig um þetta. Ef það er rétt eins og það er búið að lýsa þessu af KR-ingum, sem er algjörlega einhliða, þá finnst mér þetta svakalega dapurt. Ég bara trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun, ég næ þessu ekki.“ „Þú ert fenginn í körfuboltalið á Íslandi, gerður að fyrirliða og það er ákveðið að reyna kaupa inn í liðið í kringum þig – það gekk ekki upp, það sjá það allir – það gengur illa og þú ert fyrsti maðurinn til að hoppa í björgunarbátinn. Þú ættir að vera síðastur frá borði, ég er þar.“ „Ég skal draga allt til baka sem ég er að segja núna ef hann kemur í viðtal og útskýrir af hverju hann gerði þetta. Þetta er svo mikill heigulsskapur, ég trúi bara ekki að einhver geri svona. Þú skilur liðið eftir, það er allt í ljósum logum og þá tekur þú olíu og kastar á eldinn. Þannig horfir þetta við mér, finnst þetta sorglegt. Vona að hann komi og útskýri af hverju hann gerði þetta, gætu verið milljón ástæður en ég vil fá að heyra þær.“ Umræðu Körfuboltakvölds um vistaskipti Dags má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun Körfuboltakvöld Subway-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Stjörnumenn hafa gert miklar breytingar á sínu liði sínu í Subway deild karla í körfubolta að undanförnu. Dagur Kár Jónsson er snúinn aftur eftir að hafa byrjað tímabilið með KR en hann steig sín fyrstu skref þegar Teitur Örlygsson þjálfaði liðið. Teitur var sérfræðingur í síðasta þætti Körfuboltakvölds og fór yfir skipti Dags og hvað þau þýða fyrir Stjörnuna og KR. „Mér finnst þetta bara hundleiðinlegt, eins og þetta lítur út fyrir mér þá er eins og hann hafi yfirgefið liðið. Sem er sorglegt því við vitum stöðuna hjá KR. Síðan ákveður þessi nýja stjórn að fara í breytingar, sem eru rándýrar. Senda menn heima, skipta um lið, fá nýja menn og gefa þessu séns. Ætla að reyna halda sér uppi en þá mætir Dagur Kár ekki á æfingu, fyrirliði liðsins. Þetta er hörmung finnst mér,“ sagði Teitur og hélt svo áfram. „Auðvitað þekki ég ekki hina hliðina en svona lítur þetta út fyrir manni og þetta er hryllilegt. Gæti alveg haft áhrif líka fyrir Dag, er eitthvað annað lið að fara taka séns á að taka hann núna? Af því hann yfirgaf Spán líka eins og við vitum, nú yfirgefur hann KR á miðju tímabili.“ Jón Eðvarð Halldórsson tók næstur til máls og hann tók í sama streng. „Ég veit bara aðra hliðina því Dagur hefur ekki tjáð sig um þetta. Ef það er rétt eins og það er búið að lýsa þessu af KR-ingum, sem er algjörlega einhliða, þá finnst mér þetta svakalega dapurt. Ég bara trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun, ég næ þessu ekki.“ „Þú ert fenginn í körfuboltalið á Íslandi, gerður að fyrirliða og það er ákveðið að reyna kaupa inn í liðið í kringum þig – það gekk ekki upp, það sjá það allir – það gengur illa og þú ert fyrsti maðurinn til að hoppa í björgunarbátinn. Þú ættir að vera síðastur frá borði, ég er þar.“ „Ég skal draga allt til baka sem ég er að segja núna ef hann kemur í viðtal og útskýrir af hverju hann gerði þetta. Þetta er svo mikill heigulsskapur, ég trúi bara ekki að einhver geri svona. Þú skilur liðið eftir, það er allt í ljósum logum og þá tekur þú olíu og kastar á eldinn. Þannig horfir þetta við mér, finnst þetta sorglegt. Vona að hann komi og útskýri af hverju hann gerði þetta, gætu verið milljón ástæður en ég vil fá að heyra þær.“ Umræðu Körfuboltakvölds um vistaskipti Dags má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun
Körfuboltakvöld Subway-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira