Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2023 19:21 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. Það var komið að ögurstundu í viðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins þegar fjölmenn samninganefnd félagsins mætti á fund með fulltrúum atvinnurekenda hjá ríkissáttasemjara í morgun með nýtt gagntilboð upp á vasann. Hafið þið gengið nógu langt til að koma til móts við Samtök atvinnulífsins? Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir reynsluna sýna að félagið geti náð fram betri kjarasamningum en aðrir með góðri samstöðu eins og nú.Stöð 2/Egill „Við höfum í öllu þessu ferli sýnt mjög einbeittan og eindregin samningsvilja. Hann er einnig sýnilegur í þessu tilboði,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á leið á fundinn. Samkvæmt tilboðinu hefðu grunnlaun hækkað á bilinu 40 til rúmlega 64 þúsund krónur en að auki fengju allir 15 þúsund króna framfærsluuppbót. Laun hefðu því samtals hækkað um 55 til tæplega áttatíu þúsund krónur. Til samanburðar gáfu lífskjarasamningarnir um 90 þúsund króna launahækkun á rúmum þremur árum. Þetta eru launakröfur Eflingar en auk þess lagði félagið til alls kyns breytingar á launatöflum.Grafík/Sara Sameiginlegur fundur deiluaðila stóð í raun aðeins yfir í um fimmtán mínútur. Að honum loknum fundaði samninganefnd Eflingar í sínum hópi og eftir um hálftíma ákvað hún að slíta viðræðunum. „Þá er það bara næsta verkefni samninganefndar Eflingar að setjast niður og undirbúa svo kallaða verkfallsboðun. Svo þarf hún að fara í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki,“ sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir himinn og haf á milli nýjasta tilboðs Eflingar og þess sem samið hafi verið um við mikinn meirihluta fólks á almennum vinnumarkaði. Kostnaðurinn við tilboð Eflingar væri tvöfaldur miðað við þá samninga. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að taka þyrfti upp alla nýgerða samninga ef gengið yrði að kröfum Eflingar.Stöð 2/Egill „Ef við hefðum gengið lengra hefðum við þurft að taka upp alla kjarasamningana sem nú þegar hafa verið undirritaðir hér í húsnæði ríkissáttasemjara. Síðan hafa þeir farið í atkvæðagreiðslu meðal stéttarfélaganna, SGS, VR og iðnaðarmanna. Vel að merkja þessum samningum hefur verið tekið mjög vel af þjóðinni og verið samþykktir af 80 til 90 prósent af öllum launþegum í þeim stéttarfélögum sem við höfum samið við,“ sagði Halldór Benjamín. Formaður Eflingar segir engar raunverulegar viðræður hafa farið fram á fundinum í morgun. „Það hefur náttúrlega alltaf verið þannig að SGS samningurinn er það sem á að láta okkur taka við. Við höfum aftur á móti, eins og ég hef margoft komið á framfæri, útskýrt með mjög málefnalegum og vel ígrunduðum hætti að hann hentar okkur ekki,“ segir Sólveig Anna. Kjarasamningar við sveitarfélögin eru enn í gildi og renna ekki út fyrr en í vor. Halldór Benjamín segist hugsi yfir að stór hluti samninganefndarfólks Eflingar starfaði hjá hinu opinbera og væri því ekki aðilar að samningum við Samtök atvinnulífsins. „En eru engu að síður á sama tíma að taka ákvörðun um viðræðuslit og mögulegar verkfallsaðgerðir á almennum vinnumarkaði sem þau starfa ekki einu sinni á,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12 Stefnir í verkfall eftir að Efling sleit viðræðum Efling hefur ákveðið að slíta viðræðum. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins sem gekk út af fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara rétt í þessu. 10. janúar 2023 13:14 Bein útsending: Ögurstund upp runnin í Karphúsinu Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Fulltrúar beggja fylkinga mættu á svæðið um og upp úr klukkan ellefu og hófst fundur rétt fyrir klukkan hálf tólf. 10. janúar 2023 11:16 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Það var komið að ögurstundu í viðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins þegar fjölmenn samninganefnd félagsins mætti á fund með fulltrúum atvinnurekenda hjá ríkissáttasemjara í morgun með nýtt gagntilboð upp á vasann. Hafið þið gengið nógu langt til að koma til móts við Samtök atvinnulífsins? Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir reynsluna sýna að félagið geti náð fram betri kjarasamningum en aðrir með góðri samstöðu eins og nú.Stöð 2/Egill „Við höfum í öllu þessu ferli sýnt mjög einbeittan og eindregin samningsvilja. Hann er einnig sýnilegur í þessu tilboði,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á leið á fundinn. Samkvæmt tilboðinu hefðu grunnlaun hækkað á bilinu 40 til rúmlega 64 þúsund krónur en að auki fengju allir 15 þúsund króna framfærsluuppbót. Laun hefðu því samtals hækkað um 55 til tæplega áttatíu þúsund krónur. Til samanburðar gáfu lífskjarasamningarnir um 90 þúsund króna launahækkun á rúmum þremur árum. Þetta eru launakröfur Eflingar en auk þess lagði félagið til alls kyns breytingar á launatöflum.Grafík/Sara Sameiginlegur fundur deiluaðila stóð í raun aðeins yfir í um fimmtán mínútur. Að honum loknum fundaði samninganefnd Eflingar í sínum hópi og eftir um hálftíma ákvað hún að slíta viðræðunum. „Þá er það bara næsta verkefni samninganefndar Eflingar að setjast niður og undirbúa svo kallaða verkfallsboðun. Svo þarf hún að fara í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki,“ sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir himinn og haf á milli nýjasta tilboðs Eflingar og þess sem samið hafi verið um við mikinn meirihluta fólks á almennum vinnumarkaði. Kostnaðurinn við tilboð Eflingar væri tvöfaldur miðað við þá samninga. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að taka þyrfti upp alla nýgerða samninga ef gengið yrði að kröfum Eflingar.Stöð 2/Egill „Ef við hefðum gengið lengra hefðum við þurft að taka upp alla kjarasamningana sem nú þegar hafa verið undirritaðir hér í húsnæði ríkissáttasemjara. Síðan hafa þeir farið í atkvæðagreiðslu meðal stéttarfélaganna, SGS, VR og iðnaðarmanna. Vel að merkja þessum samningum hefur verið tekið mjög vel af þjóðinni og verið samþykktir af 80 til 90 prósent af öllum launþegum í þeim stéttarfélögum sem við höfum samið við,“ sagði Halldór Benjamín. Formaður Eflingar segir engar raunverulegar viðræður hafa farið fram á fundinum í morgun. „Það hefur náttúrlega alltaf verið þannig að SGS samningurinn er það sem á að láta okkur taka við. Við höfum aftur á móti, eins og ég hef margoft komið á framfæri, útskýrt með mjög málefnalegum og vel ígrunduðum hætti að hann hentar okkur ekki,“ segir Sólveig Anna. Kjarasamningar við sveitarfélögin eru enn í gildi og renna ekki út fyrr en í vor. Halldór Benjamín segist hugsi yfir að stór hluti samninganefndarfólks Eflingar starfaði hjá hinu opinbera og væri því ekki aðilar að samningum við Samtök atvinnulífsins. „En eru engu að síður á sama tíma að taka ákvörðun um viðræðuslit og mögulegar verkfallsaðgerðir á almennum vinnumarkaði sem þau starfa ekki einu sinni á,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12 Stefnir í verkfall eftir að Efling sleit viðræðum Efling hefur ákveðið að slíta viðræðum. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins sem gekk út af fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara rétt í þessu. 10. janúar 2023 13:14 Bein útsending: Ögurstund upp runnin í Karphúsinu Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Fulltrúar beggja fylkinga mættu á svæðið um og upp úr klukkan ellefu og hófst fundur rétt fyrir klukkan hálf tólf. 10. janúar 2023 11:16 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12
Stefnir í verkfall eftir að Efling sleit viðræðum Efling hefur ákveðið að slíta viðræðum. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins sem gekk út af fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara rétt í þessu. 10. janúar 2023 13:14
Bein útsending: Ögurstund upp runnin í Karphúsinu Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Fulltrúar beggja fylkinga mættu á svæðið um og upp úr klukkan ellefu og hófst fundur rétt fyrir klukkan hálf tólf. 10. janúar 2023 11:16