Telur sig föður barnsins þótt rannsóknir sýni fram á allt annað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2023 15:14 Landsréttur kvað upp dóm sinn í upphafi árs. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem sætt hefur nálgunarbanni vegna ágengni við konu sem hann telur barnsmóður sína höfðaði faðernismál á hendur konunni. Héraðsdómur og Landsréttur telja friðhelgi einkalífs fjölskyldunnar vega þyngra en réttur karlmannsins auk þess sem málið sé vanreifað af hálfu mannsins. Karlmaðurinn segist fullviss um að hann sé faðir barns konunnar. Barnið hafi verið getið árið 2015 þegar þau áttu vingott saman um stundarsakir og stunduðu kynmök tvisvar einn daginn. Konan var á þeim tíma nýkomin úr sambúð með barnsföður sínum sem hún tók svo aftur saman við skömmu síðar. Konan eignaðist svo barn sem hún segir engan vafa leika á um að sé barn sambúðarmanns síns. Enda hafi hún aðeins haft samræði við sambúðarmann sinn á getnaðartíma barnsins. Til að slá á ranghugmyndir stefnanda hafi lífsýni úr barninu og sambúðarmanni hennar verið sent til rannsóknar í Danmörku. Niðurstaðan hafi verið að 99,9999 prósent líkur væru á því að hann væri faðir barnsins. Þá hefði skyldleikarannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu leitt það sama í ljós. Konan sagði karlmanninn augljóslega höfða málið aðeins í þeim tilgangi að reyna að eyðileggja samband sitt við mann sinn. Karlmaðurinn lagði fyrir dóminn fram yfirlýsingu frá sjö einstaklingum þar sem þess var getið að þeir hefðu séð skilaboð frá konunni í síma mannsins þar sem gat að líta sónarmyndir af fóstri og orðsendingu um að hann væri faðir barnsins. Fram kom í yfirlýsingunum að umræddir einstaklingar væru reiðubúnir að staðfesta lýsinguna fyrir dómi. Héraðsdómur vísaði málinu frá á þeim grundvelli að málið væri vanreifað. Maðurinn áfrýjaði niðurstöðunni til Landsréttar sem sagði að karlmaðurinn hefði þurft að höfða málið gegn báðum foreldrum barnsins og jafnframt gera kröfu um véfengingu á faðerninu. Þá taldi Landsréttur að karlmaðurinn hefði ekki leitt fram nægar líkur á því að faðerni barnsins væri ranglega ákvarðað þannig að efni væri til að raska friðhelgi fjölskyldunnar meir en gert hefði verið með málshöfðun. Vísaði Landsréttur til 71. greinar stjórnarskrárinnar hvað þetta varðaði. Dómur Landsréttar. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Karlmaðurinn segist fullviss um að hann sé faðir barns konunnar. Barnið hafi verið getið árið 2015 þegar þau áttu vingott saman um stundarsakir og stunduðu kynmök tvisvar einn daginn. Konan var á þeim tíma nýkomin úr sambúð með barnsföður sínum sem hún tók svo aftur saman við skömmu síðar. Konan eignaðist svo barn sem hún segir engan vafa leika á um að sé barn sambúðarmanns síns. Enda hafi hún aðeins haft samræði við sambúðarmann sinn á getnaðartíma barnsins. Til að slá á ranghugmyndir stefnanda hafi lífsýni úr barninu og sambúðarmanni hennar verið sent til rannsóknar í Danmörku. Niðurstaðan hafi verið að 99,9999 prósent líkur væru á því að hann væri faðir barnsins. Þá hefði skyldleikarannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu leitt það sama í ljós. Konan sagði karlmanninn augljóslega höfða málið aðeins í þeim tilgangi að reyna að eyðileggja samband sitt við mann sinn. Karlmaðurinn lagði fyrir dóminn fram yfirlýsingu frá sjö einstaklingum þar sem þess var getið að þeir hefðu séð skilaboð frá konunni í síma mannsins þar sem gat að líta sónarmyndir af fóstri og orðsendingu um að hann væri faðir barnsins. Fram kom í yfirlýsingunum að umræddir einstaklingar væru reiðubúnir að staðfesta lýsinguna fyrir dómi. Héraðsdómur vísaði málinu frá á þeim grundvelli að málið væri vanreifað. Maðurinn áfrýjaði niðurstöðunni til Landsréttar sem sagði að karlmaðurinn hefði þurft að höfða málið gegn báðum foreldrum barnsins og jafnframt gera kröfu um véfengingu á faðerninu. Þá taldi Landsréttur að karlmaðurinn hefði ekki leitt fram nægar líkur á því að faðerni barnsins væri ranglega ákvarðað þannig að efni væri til að raska friðhelgi fjölskyldunnar meir en gert hefði verið með málshöfðun. Vísaði Landsréttur til 71. greinar stjórnarskrárinnar hvað þetta varðaði. Dómur Landsréttar.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira