Páll Óskar stígur út í veitingarekstur: „Aðdáandi sem þróast út í það að verða meðeigandi“ Ellen Geirsdóttir Håkansson og Elma Rut Valtýsdóttir skrifa 12. janúar 2023 12:01 Palli og Valli opna Indican í Borgartúninu. Aðsent Poppstjarnan Páll Óskar er nú orðinn veitingastaðareigandi. Ást Palla á staðnum Indican hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu mánuði. Hann hefur nú tekið þá ást skrefinu lengra og gerst meðeigandi í staðnum. Þegar indverski veitingastaðurinn Indican opnaði í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Páll Óskar er búsettur, ákvað Palli að fara og smakka. Heimsóknin endaði með því að Palli lýsti yfir ánægju sinni í myndbandi sem fór síðan eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Í ljósi aðdáunar Palla á matnum skaut Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Indican því að honum að hann ætti nú bara að gerast meðeigandi hans í nýja staðnum sem opnar nú í Borg29 mathöllinni, fyrst hann elskaði matinn svona mikið. Palli tók boðinu og úr varð samstarf. @indicanwest Hvar þetta byrjaði vs hvar þetta endaði Takk fyrir okkur Palli og takk fyrir okkur áramótaskaup, alltaf velkomin a Indican original sound - indicanwest Vísir sló á þráðinn til Palla og spurði hann út í veitingareksturinn og þessa stóru ákvörðun. „Þetta með Indican gerist alveg yndislega sjálfkrafa,“ segir Palli og bætir því við að hann hafi verið mikill aðdáandi Valgeirs og hans veitingastaða en hann á einnig Íslensku flatbökuna. Skemmtilegast að afgreiða ánægða viðskiptavini Hann segir aðdáun sína á staðnum vera einlæga. „Eftir svolitla umhugsun ákvað ég að kýla á þetta og ég vil gera þetta vegna þess að varan er góð. Ég er í alvörunni aðdáandi staðarins, ég er aðdáandi sem þróast út í það að verða meðeigandi,“ segir Palli og bætir því við að hann verði andlit staðarins út á við og lesi inn á auglýsingar. Þar að auki bjó hann til slagorð staðarins „alveg gaalið gott“ en setningin vall upp úr honum þegar hann smakkaði matinn í fyrsta sinn. Það verður eflaust stutt í gleði og gaman á Indican á næstunni. Aðsent Palli keypti sig inn í reksturinn í mathöllinni og á nú tíu prósent þar. Hann segist hlakka til að fá að læra af reynsluboltum í bransanum, afgreiða viðskiptavini og prófa eitthvað nýtt. Eigendur Indican eru því orðnir þrír en auk Valla og Palla á Daði Laxdal hlut í rekstrinum. „Svo þegar það er mikið að gera í mathöllinni, sérstaklega kannski í hádeginu á föstudögum, þá stend ég vaktina og afgreiði viðskiptavini og ég hlakka alveg svakalega til þess. Eitt skemmtilegasta starf sem ég hef unnið í lífinu var að afgreiða viðskiptavinina á Aðalvídeóleigunni á Klapparstíg í gamla daga. Þar vann ég þegarfólk notaði VHS spólur. Ég var þar frá sirka 1989 til 1992,“ segir Palli. Nýr staður Indican opnar í Borg29 mathöllinni næsta föstudag og mun Palli afgreiða viðskiptavini staðarins frá 11:30 til 13:30. Hann segist mæla með því að fólk sem hafi aldrei komið á Indican áður byrji á því að prófa Butter chicken og osta naan. „Það var það sem ég fríkaði út af í þessu vídeói,“ segir Palli. Veitingastaðir Tónlist Reykjavík Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þegar indverski veitingastaðurinn Indican opnaði í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Páll Óskar er búsettur, ákvað Palli að fara og smakka. Heimsóknin endaði með því að Palli lýsti yfir ánægju sinni í myndbandi sem fór síðan eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Í ljósi aðdáunar Palla á matnum skaut Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Indican því að honum að hann ætti nú bara að gerast meðeigandi hans í nýja staðnum sem opnar nú í Borg29 mathöllinni, fyrst hann elskaði matinn svona mikið. Palli tók boðinu og úr varð samstarf. @indicanwest Hvar þetta byrjaði vs hvar þetta endaði Takk fyrir okkur Palli og takk fyrir okkur áramótaskaup, alltaf velkomin a Indican original sound - indicanwest Vísir sló á þráðinn til Palla og spurði hann út í veitingareksturinn og þessa stóru ákvörðun. „Þetta með Indican gerist alveg yndislega sjálfkrafa,“ segir Palli og bætir því við að hann hafi verið mikill aðdáandi Valgeirs og hans veitingastaða en hann á einnig Íslensku flatbökuna. Skemmtilegast að afgreiða ánægða viðskiptavini Hann segir aðdáun sína á staðnum vera einlæga. „Eftir svolitla umhugsun ákvað ég að kýla á þetta og ég vil gera þetta vegna þess að varan er góð. Ég er í alvörunni aðdáandi staðarins, ég er aðdáandi sem þróast út í það að verða meðeigandi,“ segir Palli og bætir því við að hann verði andlit staðarins út á við og lesi inn á auglýsingar. Þar að auki bjó hann til slagorð staðarins „alveg gaalið gott“ en setningin vall upp úr honum þegar hann smakkaði matinn í fyrsta sinn. Það verður eflaust stutt í gleði og gaman á Indican á næstunni. Aðsent Palli keypti sig inn í reksturinn í mathöllinni og á nú tíu prósent þar. Hann segist hlakka til að fá að læra af reynsluboltum í bransanum, afgreiða viðskiptavini og prófa eitthvað nýtt. Eigendur Indican eru því orðnir þrír en auk Valla og Palla á Daði Laxdal hlut í rekstrinum. „Svo þegar það er mikið að gera í mathöllinni, sérstaklega kannski í hádeginu á föstudögum, þá stend ég vaktina og afgreiði viðskiptavini og ég hlakka alveg svakalega til þess. Eitt skemmtilegasta starf sem ég hef unnið í lífinu var að afgreiða viðskiptavinina á Aðalvídeóleigunni á Klapparstíg í gamla daga. Þar vann ég þegarfólk notaði VHS spólur. Ég var þar frá sirka 1989 til 1992,“ segir Palli. Nýr staður Indican opnar í Borg29 mathöllinni næsta föstudag og mun Palli afgreiða viðskiptavini staðarins frá 11:30 til 13:30. Hann segist mæla með því að fólk sem hafi aldrei komið á Indican áður byrji á því að prófa Butter chicken og osta naan. „Það var það sem ég fríkaði út af í þessu vídeói,“ segir Palli.
Veitingastaðir Tónlist Reykjavík Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira