Aðalþjálfari liðsins er Paulo Pereira en hann tók út leikbann í kvöld. Hann sást aftur á móti í stúkunni í kvöld, einnig með heyrnartól og hafa margir haldið því fram að þeir væru í samskiptum í leiknum sem er stranglega bannað.
Wondering. Why is it allowed to communicate with you assistant coach when you are banned from a match?
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 12, 2023
Like Paulo Pereira does today.#handball
Fidalgo útskýrði málið á þá leið að hann væri með heyrnarskaða sem hann varð fyrir nokkrum árum. Starfsmenn IHF fóru til Ferrara í miðjum leik og rannsökuðu málið.
Bjarki Már Elísson, maður leiksins, var viðstaddur fundinn og átti hann einstaklega erfitt með sig þegar hann hlustaði á svar Fidalgo og gróf andlitið ofan í íslenska landsliðsbúninginn. Segja má að hann hafi verið við það að springa úr hlátri. Guðmundur Guðmundsson virtist einnig glotta og ekki alveg vera að kaupa sögu kollega síns.