Menntaverðlaun Suðurlands fóru til Tónlistarskóla Árnesinga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. janúar 2023 14:05 Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga og Jóhann Stefánsson, aðstoðarskólastjóri, sem tóku á móti viðurkenningunni frá Forseta Íslands. Með þeim á myndinni er líka Ásgerður Gylfadóttir, formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tónlistarskóli Árnesinga hlaut Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2022 en Forseti Íslands afhenti verðlaunin. Um 550 nemendur eru í skólanum en kennslan fer fram á 14 stöðum í Árnessýslu. Átta sveitarfélög sýslunnar standa að skólanum. Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2022 voru afhent í vikunni á sérstakri hátíðarathöfn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en verðlaunin eru veitt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Níu tilnefningar bárust um Menntaverðlaun Suðurlands og var það samdóma álit sérstakrar nefndar í kringum verðlaunin að þau skyldu fara til Tónlistarskóla Árnesinga. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands afhenti verðlaunin. Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri er að vonum ánægð. „Þetta er náttúrulega bara dásamlegt. Í rauninni erum við að taka við viðurkenningu fyrir hönd 40 starfsmanna og kennara skólans, þannig að það er það öfluga fólk og kennarar, sem í rauninni skapa þetta,“ segir Helga. „Við erum með mjög fjölbreytt starfsemi og allskonar tónlistarhald. Nemendur eru að koma fram mjög víða og við erum með litla tónleika, stóra tónleika, svæðaskipta tónleika, þematónleika, þannig að þeir eru af ýmsum gerðum og stærðum,“ bætir Helga við. Skólinn stendur einnig fyrir öflugu menningarstarfi í Árnessýslu og leggur jafnframt mikla áherslu á að tengjast samfélaginu. Má í því sambandi nefna að kennarar heimsækja alla grunnskóla í sýslunni fimm sinnum á hverju vori til að kynna nemendum hin margvíslegustu hljóðfæri. En hvernig verður árið 2023? „Það verður örugglega mjög gott. Við erum náttúrulega komin út úr Covidinu og förum að geta verið núna með okkar starfsemi í eðlilegu horfi og næstu viðburður er Dagur tónlistarskólanna í byrjun febrúar þar sem við verðum með sex tónleika um alla Árnessýslu,“ segir Helga. Guðni Th. Jóhannesson, forseti óskar hér Helgu til hamingju með Menntaverðlaun Suðurlands 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Tónlistarnám Skóla - og menntamál Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2022 voru afhent í vikunni á sérstakri hátíðarathöfn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en verðlaunin eru veitt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Níu tilnefningar bárust um Menntaverðlaun Suðurlands og var það samdóma álit sérstakrar nefndar í kringum verðlaunin að þau skyldu fara til Tónlistarskóla Árnesinga. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands afhenti verðlaunin. Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri er að vonum ánægð. „Þetta er náttúrulega bara dásamlegt. Í rauninni erum við að taka við viðurkenningu fyrir hönd 40 starfsmanna og kennara skólans, þannig að það er það öfluga fólk og kennarar, sem í rauninni skapa þetta,“ segir Helga. „Við erum með mjög fjölbreytt starfsemi og allskonar tónlistarhald. Nemendur eru að koma fram mjög víða og við erum með litla tónleika, stóra tónleika, svæðaskipta tónleika, þematónleika, þannig að þeir eru af ýmsum gerðum og stærðum,“ bætir Helga við. Skólinn stendur einnig fyrir öflugu menningarstarfi í Árnessýslu og leggur jafnframt mikla áherslu á að tengjast samfélaginu. Má í því sambandi nefna að kennarar heimsækja alla grunnskóla í sýslunni fimm sinnum á hverju vori til að kynna nemendum hin margvíslegustu hljóðfæri. En hvernig verður árið 2023? „Það verður örugglega mjög gott. Við erum náttúrulega komin út úr Covidinu og förum að geta verið núna með okkar starfsemi í eðlilegu horfi og næstu viðburður er Dagur tónlistarskólanna í byrjun febrúar þar sem við verðum með sex tónleika um alla Árnessýslu,“ segir Helga. Guðni Th. Jóhannesson, forseti óskar hér Helgu til hamingju með Menntaverðlaun Suðurlands 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Tónlistarnám Skóla - og menntamál Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira