Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Bjarki Már bestur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2023 22:00 Bjarki Már var besti maður Íslands í kvöld. Vísir/Vilhelm Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveimur mörkum á móti Ungverjum í kvöld, 28-30, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. Íslenska liðið bauð upp á frábæran leik í rúmar fjörutíu mínútur en svo virtust menn klára algjörlega bensínið hjá sér. Liðið henti í framhaldinu frá sér frábærri stöðu og margir leikmenn duttu niður í einkunnum á þessum hræðilega lokakafla. Liðið leit svakalega vel út lengst af í leiknum en strákarnir okkar grófu upp öll mistök í bókinni á hryllilegum lokakafla sem tapaðist með átta mörkum. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari notar ekki hópinn sinn og fjölda fínna leikmanna sitja á bekknum allan leikinn. Það þarf að breytast snarlega ef liðið ætlar að gera eitthvað á þessu móti. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Bjarki Már Elísson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann fær fimmu þrátt fyrir fjölda mistaka undir lokin. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Ungverjalandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 4 (10 varin skot- 51:53 mín.) Átti afbragðsgóðan leik lengi framan af. Fljótur að koma boltanum í leik sem skilaði mörkum og skoraði sitt tuttugasta landsliðsmark. Traust frammistaða hjá honum í fyrstu tveimur leikjunum. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (9 mörk - 60:00 mín.) Var besti leikmaður íslenska liðsins. Byrjaði leikinn af fítonskrafti. Var í heimsklassa í 55 mínútur en fór illa með færin á ögurstundu sem var dýrt þegar upp var staðið. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 3 (3 mörk - 42:53 mín.) Fyrirliðinn átti fína spretti í fyrri hálfleiknum, skoraði góð mörk og var öflugur varnarlega. Í síðari hálfleik náði hann engum takti í sínum leik, var ragur og hræddur. Þarf að gera mun betur til að íslenska liðið komist lengra. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (1 mark - 20:29 mín.) Gísli hefur ekki fundið fjölina sína í Svíþjóð. Hann er hins vegar ekki öfundsverður af hlutskipti sínu. Var í stöðugum árásum allan leikinn en sterkir Ungverjar sáu við honum og Gísli ólíkur sjálfum sér annan leikinn í röð. Það er greinilegt að hann hefur ætlað sér um of og virkar ekki í jafnvægi inn á vellinum. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4 (7/4 mörk - 59:10 mín.) Ómar Ingi er listamaður af guðs náð. Án ef einn besti handboltamaður í heimi. Spilaði hverja einustu mínútu en þegar leið á leikinn varð hann orkulaus og lítill í sér. Tók ákvarðanir sem við höfum ekki séð frá Ómari Inga í langan tíma. Kannski ekki honum að kenna að hann fái ekki hvíld á réttum tímapunktum í leikjunum. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (3 mörk - 59:26 mín.) Nýtti færin sín vel, ekki síst í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik fékk hann einfaldlega ekki boltann og í raun ekki við hann að sakast. Gæti þó gert betur í þeim færum sem hann klúraði í leiknum. Það voru dauðafæri. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (8 stopp - 41:44 mín.) Ýmir átti frábæran leik í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var hann í vandræðum eins og öll miðjublokkin enda réðust Ungverjar á miðsvæðið trekk í trekk sem skilaði þeim auðveldum mörkum. Vantar ekkert upp á baráttuna og viljann þar sem hann dregur gjarnan aðra leikmenn með sér. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 3 (2 stopp - 28:48 mín.) Var hnökralítill varnarlega en skilar litlu sóknarlega enda eru tækifærin þar af skornum skammti. Sannaði á Evrópumótinu, ekki síst gegn Noregi, að hann getur hæglega hjálpað íslenska liðinu í vinstri skyttunni en fær bara ekki tækifæri til þess. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Elliði Snær Viðarsson, lína - 4 (4 mörk - 46:34 mín.) Annan leikinn í röð var Elliði sannfærandi. Skilaði fjórum mörkum og varnarlega heilt yfir frábær ekki síst framan af. Missti svolítið móðinn í síðari hálfleik þegar Ungverjar fóru að éta niður forystu íslenska liðsins sem var í raun lygilegt á kafla. Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 3 (3 varin skot- 6:12 mín.) Ungi maðurinn kom inn og varði tvö mikilvæg skot. Ekki einfalt að koma inn í leikinn á þessum tímapunkti þar sem pressan var orðin yfirþyrmandi. Það vita allir hvað hann getur, bara spurning um að galdra það fram. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 2:51 mín.) Janus kom inn í stuttan tíma og virtist þrúgaður af taugaspennu. Leikmaður sem oftar en ekki hefur hjálpað íslenska liðinu á ögurstundu. Var ólíkur sjálfum sér og var ekki öfundsverður að koma inn þegar allt var að fara í skrúfuna. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - spilaði ekkiÓlafur Guðmundsson, vinstri skytta - spilaði ekkiViggó Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekkiÓðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - spilaði ekkiHákon Daði Styrmisson, vinstra horn - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 2 Frábær frammistaða í fyrri hálfleik, ekki síst hvað varðar varnarleikinn. Var kominn með liðið í frábæra stöðu en eins og oft áður þá treysti hann ekki bekknum og lykilleikmenn voru komnir af fótum fram. Þá var of seint að bregðast við. Það er liðin tíð í alþjóðlegum bolta að lið geti spilað á átta mönnum tvo leiki í röð. Síðari hálfleikurinn var afleitur og hann hlýtur að vera á ábyrgð þjálfarans. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Sjá meira
Íslenska liðið bauð upp á frábæran leik í rúmar fjörutíu mínútur en svo virtust menn klára algjörlega bensínið hjá sér. Liðið henti í framhaldinu frá sér frábærri stöðu og margir leikmenn duttu niður í einkunnum á þessum hræðilega lokakafla. Liðið leit svakalega vel út lengst af í leiknum en strákarnir okkar grófu upp öll mistök í bókinni á hryllilegum lokakafla sem tapaðist með átta mörkum. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari notar ekki hópinn sinn og fjölda fínna leikmanna sitja á bekknum allan leikinn. Það þarf að breytast snarlega ef liðið ætlar að gera eitthvað á þessu móti. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Bjarki Már Elísson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann fær fimmu þrátt fyrir fjölda mistaka undir lokin. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Ungverjalandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 4 (10 varin skot- 51:53 mín.) Átti afbragðsgóðan leik lengi framan af. Fljótur að koma boltanum í leik sem skilaði mörkum og skoraði sitt tuttugasta landsliðsmark. Traust frammistaða hjá honum í fyrstu tveimur leikjunum. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (9 mörk - 60:00 mín.) Var besti leikmaður íslenska liðsins. Byrjaði leikinn af fítonskrafti. Var í heimsklassa í 55 mínútur en fór illa með færin á ögurstundu sem var dýrt þegar upp var staðið. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 3 (3 mörk - 42:53 mín.) Fyrirliðinn átti fína spretti í fyrri hálfleiknum, skoraði góð mörk og var öflugur varnarlega. Í síðari hálfleik náði hann engum takti í sínum leik, var ragur og hræddur. Þarf að gera mun betur til að íslenska liðið komist lengra. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (1 mark - 20:29 mín.) Gísli hefur ekki fundið fjölina sína í Svíþjóð. Hann er hins vegar ekki öfundsverður af hlutskipti sínu. Var í stöðugum árásum allan leikinn en sterkir Ungverjar sáu við honum og Gísli ólíkur sjálfum sér annan leikinn í röð. Það er greinilegt að hann hefur ætlað sér um of og virkar ekki í jafnvægi inn á vellinum. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4 (7/4 mörk - 59:10 mín.) Ómar Ingi er listamaður af guðs náð. Án ef einn besti handboltamaður í heimi. Spilaði hverja einustu mínútu en þegar leið á leikinn varð hann orkulaus og lítill í sér. Tók ákvarðanir sem við höfum ekki séð frá Ómari Inga í langan tíma. Kannski ekki honum að kenna að hann fái ekki hvíld á réttum tímapunktum í leikjunum. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (3 mörk - 59:26 mín.) Nýtti færin sín vel, ekki síst í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik fékk hann einfaldlega ekki boltann og í raun ekki við hann að sakast. Gæti þó gert betur í þeim færum sem hann klúraði í leiknum. Það voru dauðafæri. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (8 stopp - 41:44 mín.) Ýmir átti frábæran leik í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var hann í vandræðum eins og öll miðjublokkin enda réðust Ungverjar á miðsvæðið trekk í trekk sem skilaði þeim auðveldum mörkum. Vantar ekkert upp á baráttuna og viljann þar sem hann dregur gjarnan aðra leikmenn með sér. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 3 (2 stopp - 28:48 mín.) Var hnökralítill varnarlega en skilar litlu sóknarlega enda eru tækifærin þar af skornum skammti. Sannaði á Evrópumótinu, ekki síst gegn Noregi, að hann getur hæglega hjálpað íslenska liðinu í vinstri skyttunni en fær bara ekki tækifæri til þess. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Elliði Snær Viðarsson, lína - 4 (4 mörk - 46:34 mín.) Annan leikinn í röð var Elliði sannfærandi. Skilaði fjórum mörkum og varnarlega heilt yfir frábær ekki síst framan af. Missti svolítið móðinn í síðari hálfleik þegar Ungverjar fóru að éta niður forystu íslenska liðsins sem var í raun lygilegt á kafla. Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 3 (3 varin skot- 6:12 mín.) Ungi maðurinn kom inn og varði tvö mikilvæg skot. Ekki einfalt að koma inn í leikinn á þessum tímapunkti þar sem pressan var orðin yfirþyrmandi. Það vita allir hvað hann getur, bara spurning um að galdra það fram. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 2:51 mín.) Janus kom inn í stuttan tíma og virtist þrúgaður af taugaspennu. Leikmaður sem oftar en ekki hefur hjálpað íslenska liðinu á ögurstundu. Var ólíkur sjálfum sér og var ekki öfundsverður að koma inn þegar allt var að fara í skrúfuna. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - spilaði ekkiÓlafur Guðmundsson, vinstri skytta - spilaði ekkiViggó Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekkiÓðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - spilaði ekkiHákon Daði Styrmisson, vinstra horn - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 2 Frábær frammistaða í fyrri hálfleik, ekki síst hvað varðar varnarleikinn. Var kominn með liðið í frábæra stöðu en eins og oft áður þá treysti hann ekki bekknum og lykilleikmenn voru komnir af fótum fram. Þá var of seint að bregðast við. Það er liðin tíð í alþjóðlegum bolta að lið geti spilað á átta mönnum tvo leiki í röð. Síðari hálfleikurinn var afleitur og hann hlýtur að vera á ábyrgð þjálfarans. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Sjá meira