Búið spil með tapi eða bjart útlit með aðstoð Portúgals? Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2023 10:31 Það er nóg eftir af HM og Ýmir Örn Gíslason og félagar ætla að svara fyrir sig eftir tapið svekkjandi gegn Ungverjum. VÍSIR/VILHELM Ef að úrslitin verða Íslandi í hag í lokaumferð D-riðils í dag á HM karla í handbolta mun Ísland enda í efsta sæti riðilsins, þrátt fyrir hið svekkjandi tap gegn Ungverjum á laugardag. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17 og má ekki við því að tapa því þá gæti liðið endað í neðsta sæti riðilsins og þurft að fara í Forsetabikarinn. Jafntefli eða sigur kæmi hins vegar Íslandi áfram í milliriðil ásamt Ungverjum og Portúgölum, með stigin tvö í farteskinu sem liðið fékk með sigrinum gegn Portúgal í síðustu viku. Og í milliriðlinum tæki við barátta um tvö laus sæti í 8-liða úrslitunum, þangað sem Ísland ætlar sér enda möguleiki á bæði verðlaunum og sæti á Ólympíuleikunum í París í húfi. Sigur Portúgals gæti komið Íslandi á toppinn Í þeirri baráttu gæti seinni leikur dagsins einnig skipt miklu máli fyrir Íslendinga en þá mætast Portúgal og Ungverjaland. Ef Portúgal vinnur Ungverja og Ísland vinnur Suður-Kóreu, enda Ísland, Ungverjaland og Portúgal með 4 stig hvert í riðlinum og taka 2 stig hvert áfram með sér í milliriðilinn. Innbyrðis markatala úr leikjunum þremur á milli Íslands, Ungverjalands og Portúgals myndi þá ráða stöðu þeirra. Ísland vann Portúgal 30-26 en tapaði 30-28 fyrir Ungverjalandi. Ísland yrði því efst í þessum hópi ef sigur Portúgals í kvöld yrði með að hámarki fimm marka mun (eða sex marka ef Portúgal skoraði ekki fleiri en 31 mark). Það gæti reynst dýrmætt í milliriðlinum, til að mynda ef liðin þrjú myndu öll tapa fyrir Svíþjóð en vinna Brasilíu og Grænhöfðaeyjar. Brasilía, Grænhöfðaeyjar og Svíþjóð bíða Komist Ísland í milliriðil er nefnilega nú þegar ljóst að þar bíða Brasilía, Grænhöfðaeyjar og Svíþjóð. Leikið verður í milliriðlinum á miðvikudag, föstudag og sunnudag, en það skýrist eftir leiki dagsins hvaða daga og klukkan hvað liðin mætast. Svíar hafa unnið afar örugga sigra gegn Brasilíu og Grænhöfðaeyjum og koma því í milliriðilinn með fjögur stig. Brasilía og Grænhöfðaeyjar mætast í dag og sigurliðið tekur með sér tvö stig, í baráttuna við liðin úr riðli Íslands. HM 2023 í handbolta Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Þetta var bara slys“ „Þetta var löng nótt og ég held ég hafi litið síðast á klukkuna 4:50,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Kristianstad í gær. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17:00 í lokaleik liðsins í riðlinum. 16. janúar 2023 09:00 „Mikið eftir af þessu móti“ „Mér hefur ekki oft liðið eins illa og eftir þetta tap,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari degi eftir martröðina gegn Ungverjum. 16. janúar 2023 08:01 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17 og má ekki við því að tapa því þá gæti liðið endað í neðsta sæti riðilsins og þurft að fara í Forsetabikarinn. Jafntefli eða sigur kæmi hins vegar Íslandi áfram í milliriðil ásamt Ungverjum og Portúgölum, með stigin tvö í farteskinu sem liðið fékk með sigrinum gegn Portúgal í síðustu viku. Og í milliriðlinum tæki við barátta um tvö laus sæti í 8-liða úrslitunum, þangað sem Ísland ætlar sér enda möguleiki á bæði verðlaunum og sæti á Ólympíuleikunum í París í húfi. Sigur Portúgals gæti komið Íslandi á toppinn Í þeirri baráttu gæti seinni leikur dagsins einnig skipt miklu máli fyrir Íslendinga en þá mætast Portúgal og Ungverjaland. Ef Portúgal vinnur Ungverja og Ísland vinnur Suður-Kóreu, enda Ísland, Ungverjaland og Portúgal með 4 stig hvert í riðlinum og taka 2 stig hvert áfram með sér í milliriðilinn. Innbyrðis markatala úr leikjunum þremur á milli Íslands, Ungverjalands og Portúgals myndi þá ráða stöðu þeirra. Ísland vann Portúgal 30-26 en tapaði 30-28 fyrir Ungverjalandi. Ísland yrði því efst í þessum hópi ef sigur Portúgals í kvöld yrði með að hámarki fimm marka mun (eða sex marka ef Portúgal skoraði ekki fleiri en 31 mark). Það gæti reynst dýrmætt í milliriðlinum, til að mynda ef liðin þrjú myndu öll tapa fyrir Svíþjóð en vinna Brasilíu og Grænhöfðaeyjar. Brasilía, Grænhöfðaeyjar og Svíþjóð bíða Komist Ísland í milliriðil er nefnilega nú þegar ljóst að þar bíða Brasilía, Grænhöfðaeyjar og Svíþjóð. Leikið verður í milliriðlinum á miðvikudag, föstudag og sunnudag, en það skýrist eftir leiki dagsins hvaða daga og klukkan hvað liðin mætast. Svíar hafa unnið afar örugga sigra gegn Brasilíu og Grænhöfðaeyjum og koma því í milliriðilinn með fjögur stig. Brasilía og Grænhöfðaeyjar mætast í dag og sigurliðið tekur með sér tvö stig, í baráttuna við liðin úr riðli Íslands.
HM 2023 í handbolta Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Þetta var bara slys“ „Þetta var löng nótt og ég held ég hafi litið síðast á klukkuna 4:50,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Kristianstad í gær. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17:00 í lokaleik liðsins í riðlinum. 16. janúar 2023 09:00 „Mikið eftir af þessu móti“ „Mér hefur ekki oft liðið eins illa og eftir þetta tap,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari degi eftir martröðina gegn Ungverjum. 16. janúar 2023 08:01 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Þetta var bara slys“ „Þetta var löng nótt og ég held ég hafi litið síðast á klukkuna 4:50,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Kristianstad í gær. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17:00 í lokaleik liðsins í riðlinum. 16. janúar 2023 09:00
„Mikið eftir af þessu móti“ „Mér hefur ekki oft liðið eins illa og eftir þetta tap,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari degi eftir martröðina gegn Ungverjum. 16. janúar 2023 08:01