Loppumarkaðir hækka þóknun á seldum vörum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2023 11:31 Brynja Dan segir síðustu ár hafa verið mjög erfið, rekstrarlega séð Loppumarkaðirnir Extraloppan, Barnaloppan og Gullið mitt hækkuðu þóknun á seldum vörum fyrir skömmu. Hækkunin sem um ræðir, 3% og 5%, var hvergi auglýst. Eigandi Extraloppunar segir reksturinn erfiðan og að hækkunin hafi verið nauðsynleg. „Já, við hækkuðum prósentuna í haust. Við erum auðvitað að díla við erfitt árferði eins og allir. Leigan okkar er vísitölutengd og hækkar í hverjum mánuði, það er ekki ódýrt að leigja í Smáralind,“ segir Brynja Dan, eigandi Extraloppunar. Undanfarin ár erfið Brynja segir síðustu ár hafa verið mjög erfið rekstrarlega séð. „Það hafa verið fjórar launahækkanir síðustu tvö árin, og við erum með 15 manns í vinnu. Auðvitað erum við glöð að starfsfólkið fái betur borgað, en þetta hefur samt sem áður áhrif. Svo kom covid og við fengum enga lækkun á leigunni eða neitt, vorum með hálf tóma búð í tvö og hálft ár. Það reif vel í.“ Extraloppan hækkaði því þóknunina á seldum vörum úr 15% í 18%. Brynja segir að viðskiptavinir sýni hækkuninni skilning og að engar kvartanir hafi borist. Þá munu þeir sem bókuðu bás áður en hækkunin tók gildi ennþá greiða 15% þóknun. Básaleiga enn sú sama Brynja segir að básaleiga hafi ekki hækkað neitt en einhvernveginn þurfi að mæta auknum rekstarkostnaði. „Við erum samt sem áður með lægstu prósentuna af þessum fyrirtækjum,“ segir Brynja og vísar væntanlega til annara loppufyrirtækja. Fréttastofa kannaði helstu verslanir sem bjóða upp á þessa þjónustu, aðstöðu þar sem viðskiptavinir geta leigt bás og selt fatnað og fylgihluti. Verzlanahöllin tekur 18% þóknun fyrir þjónustuna og er því á pari við Extraloppuna, Gullið mitt hækkaði nýverið úr 15% yfir í 20% og Hringekjan tekur 30%. Barnaloppan hækkaði einnig nýlega úr 15% upp í 18% en eigendur eru þeir sömu og að Extraloppunni. Brynja hefur ekki áhyggjur af því að þessi hækkun komi til með að skaða viðskiptin. „Ég er bara svo þakklát fyrir alla viðskiptavinina sem hafa sýnt þessu skilning. Það er magnað að við höfum náð að lifa síðustu ár af. Ég er bara að springa úr stolti yfir þessari litlu búð,“ segir Brynja Dan að lokum. Fram kom í fréttum sumarið 2022 að Extraloppan hefði greitt 22 milljónir króna í arð fyrir árið 2021. Þá nam heildarvelta félagsins 92 milljónum króna árið 2021 samanborið við áttatíu milljónir árið 2020. Rekstrarniðurstaða félagsins var jákvæð um tæpar sjö milljónir. Þá jukust skuldir félagsins um tæpar 17 milljónir á milli ára en eigið fé lækkaði úr 23 milljónum árið 2020 í 8,5 milljónir 2021. Ekki náðist í Guðna Þór Guðnason, eiganda Gullið mitt, við vinnslu fréttarinnar. Þóknun á seldum vörum í Gullið mitt hækkaði nýverið úr 15% í 20%. Verslun Neytendur Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Fleiri fréttir Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
„Já, við hækkuðum prósentuna í haust. Við erum auðvitað að díla við erfitt árferði eins og allir. Leigan okkar er vísitölutengd og hækkar í hverjum mánuði, það er ekki ódýrt að leigja í Smáralind,“ segir Brynja Dan, eigandi Extraloppunar. Undanfarin ár erfið Brynja segir síðustu ár hafa verið mjög erfið rekstrarlega séð. „Það hafa verið fjórar launahækkanir síðustu tvö árin, og við erum með 15 manns í vinnu. Auðvitað erum við glöð að starfsfólkið fái betur borgað, en þetta hefur samt sem áður áhrif. Svo kom covid og við fengum enga lækkun á leigunni eða neitt, vorum með hálf tóma búð í tvö og hálft ár. Það reif vel í.“ Extraloppan hækkaði því þóknunina á seldum vörum úr 15% í 18%. Brynja segir að viðskiptavinir sýni hækkuninni skilning og að engar kvartanir hafi borist. Þá munu þeir sem bókuðu bás áður en hækkunin tók gildi ennþá greiða 15% þóknun. Básaleiga enn sú sama Brynja segir að básaleiga hafi ekki hækkað neitt en einhvernveginn þurfi að mæta auknum rekstarkostnaði. „Við erum samt sem áður með lægstu prósentuna af þessum fyrirtækjum,“ segir Brynja og vísar væntanlega til annara loppufyrirtækja. Fréttastofa kannaði helstu verslanir sem bjóða upp á þessa þjónustu, aðstöðu þar sem viðskiptavinir geta leigt bás og selt fatnað og fylgihluti. Verzlanahöllin tekur 18% þóknun fyrir þjónustuna og er því á pari við Extraloppuna, Gullið mitt hækkaði nýverið úr 15% yfir í 20% og Hringekjan tekur 30%. Barnaloppan hækkaði einnig nýlega úr 15% upp í 18% en eigendur eru þeir sömu og að Extraloppunni. Brynja hefur ekki áhyggjur af því að þessi hækkun komi til með að skaða viðskiptin. „Ég er bara svo þakklát fyrir alla viðskiptavinina sem hafa sýnt þessu skilning. Það er magnað að við höfum náð að lifa síðustu ár af. Ég er bara að springa úr stolti yfir þessari litlu búð,“ segir Brynja Dan að lokum. Fram kom í fréttum sumarið 2022 að Extraloppan hefði greitt 22 milljónir króna í arð fyrir árið 2021. Þá nam heildarvelta félagsins 92 milljónum króna árið 2021 samanborið við áttatíu milljónir árið 2020. Rekstrarniðurstaða félagsins var jákvæð um tæpar sjö milljónir. Þá jukust skuldir félagsins um tæpar 17 milljónir á milli ára en eigið fé lækkaði úr 23 milljónum árið 2020 í 8,5 milljónir 2021. Ekki náðist í Guðna Þór Guðnason, eiganda Gullið mitt, við vinnslu fréttarinnar. Þóknun á seldum vörum í Gullið mitt hækkaði nýverið úr 15% í 20%.
Verslun Neytendur Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Fleiri fréttir Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira