Bergþór segir Katrínu þjakaða af hatursorðræðublæti Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2023 11:38 Bergþór Ólason segir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur til hatursorðræðu afar valkvæða og þannig vart marktæka. vísir/vilhelm Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, telur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, seka um tvískinnung og skinhelgi þegar mannréttindi eru annars vegar. Þetta segir Bergþór í harðorðum pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. „En orð forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, eru nú sem oft áður hjóm eitt. Hatursorðræða er það bara þegar tilteknir hópar verða fyrir henni. Það er bara hatursorðræða þegar flokkurinn hennar og samflokksmenn verða fyrir barðinu á óvæginni umræðu. Það er alls ekki hatursorðræða þegar Sigmundur Davíð er settur í félag með fjöldamorðingjum og illmennum í kennslustund, á kosningaári.“ Hatursorðræða en bara stundum Bergþór vísar hér í mál sem komst í fréttir í síðustu viku þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins birti mynd sem honum barst úr kennslustund í Verslunarskóla Íslands þar sem honum var stillt upp á glæru ásamt fasistunum Benito Mussolini og Adolf Hitler. „Glæran var sett saman af kennara sem vill svo til að er líka frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs á sveitarstjórnarstiginu – nokkuð sem gæti hafa litað sýn hans við gerð glærunnar,“ segir Bergþór. Hann segir að tveir aðilar hafi ekki talið vert að fordæma þessa framsetningu, skólameistari Verzlunarskólans og svo Katrín. „Sami forsætisráðherra og hefur sölsað undir sig alla mannréttindamálaflokka í stjórnarráðinu og talar sig hása um mikilvægi þess að koma í veg fyrir hvers kyns hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Ráðherrann ætlar meira að segja að skylda stóra hópa á alls konar námskeið í hatursorðræðu,“ segir Bergþór. Hentistefna í hatursorðræðuefnum Þingflokksformaðurinn telur Katrínu varla marktæka, orð hennar hræsnisfull og hjómið eitt: „Hatursorðræða er það bara þegar tilteknir hópar verða fyrir henni. Það er bara hatursorðræða þegar flokkurinn hennar og samflokksmenn verða fyrir barðinu á óvæginni umræðu. Það er alls ekki hatursorðræða þegar Sigmundur Davíð er settur í félag með fjöldamorðingjum og illmennum í kennslustund, á kosningaári,“ segir Bergþór og gefur minna en ekkert fyrir það að Katrín sé sjálfri sér samkvæm. Allt hennar tal í þessum efnum litist af hentistefnu. „Þetta hatursorðræðublæti ráðherrans, sem löngu er orðið lúið, missir endanlega marks þegar öllum verður ljóst að reglurnar eru ólíkar eftir því hvar þú stendur í stjórnmálum eða hvers kyns þú ert.“ Alþingi Tjáningarfrelsi Mannréttindi Tengdar fréttir Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 10. janúar 2023 13:05 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Þetta segir Bergþór í harðorðum pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. „En orð forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, eru nú sem oft áður hjóm eitt. Hatursorðræða er það bara þegar tilteknir hópar verða fyrir henni. Það er bara hatursorðræða þegar flokkurinn hennar og samflokksmenn verða fyrir barðinu á óvæginni umræðu. Það er alls ekki hatursorðræða þegar Sigmundur Davíð er settur í félag með fjöldamorðingjum og illmennum í kennslustund, á kosningaári.“ Hatursorðræða en bara stundum Bergþór vísar hér í mál sem komst í fréttir í síðustu viku þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins birti mynd sem honum barst úr kennslustund í Verslunarskóla Íslands þar sem honum var stillt upp á glæru ásamt fasistunum Benito Mussolini og Adolf Hitler. „Glæran var sett saman af kennara sem vill svo til að er líka frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs á sveitarstjórnarstiginu – nokkuð sem gæti hafa litað sýn hans við gerð glærunnar,“ segir Bergþór. Hann segir að tveir aðilar hafi ekki talið vert að fordæma þessa framsetningu, skólameistari Verzlunarskólans og svo Katrín. „Sami forsætisráðherra og hefur sölsað undir sig alla mannréttindamálaflokka í stjórnarráðinu og talar sig hása um mikilvægi þess að koma í veg fyrir hvers kyns hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Ráðherrann ætlar meira að segja að skylda stóra hópa á alls konar námskeið í hatursorðræðu,“ segir Bergþór. Hentistefna í hatursorðræðuefnum Þingflokksformaðurinn telur Katrínu varla marktæka, orð hennar hræsnisfull og hjómið eitt: „Hatursorðræða er það bara þegar tilteknir hópar verða fyrir henni. Það er bara hatursorðræða þegar flokkurinn hennar og samflokksmenn verða fyrir barðinu á óvæginni umræðu. Það er alls ekki hatursorðræða þegar Sigmundur Davíð er settur í félag með fjöldamorðingjum og illmennum í kennslustund, á kosningaári,“ segir Bergþór og gefur minna en ekkert fyrir það að Katrín sé sjálfri sér samkvæm. Allt hennar tal í þessum efnum litist af hentistefnu. „Þetta hatursorðræðublæti ráðherrans, sem löngu er orðið lúið, missir endanlega marks þegar öllum verður ljóst að reglurnar eru ólíkar eftir því hvar þú stendur í stjórnmálum eða hvers kyns þú ert.“
Alþingi Tjáningarfrelsi Mannréttindi Tengdar fréttir Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 10. janúar 2023 13:05 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 10. janúar 2023 13:05